Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 4

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 4
aðar til að gera hæðarmismuninn: Niðri í kjallaranum er hafið, svo þegar komið er upp eru ský, fuglar, flugur og sól aftur auðvitað. Þetta er í öðrum uppganginum. I hinum eru máluð ýmis konar flutningatæki — þar er farið upp á sjúkraganginn. Þar hafa börnin málað rúmfastan sjúkling sem ábendingu um, hvert nú er verið að fara. — Fengu börnin síðan frjálsar hendur? — Við kölluðum þau saman áður en vinnan hófst og skýrðum út, hvað við vildum, að þau gerðu: Hjálpa okkur til að gera vistlegra fyrir þau börn, sem yrðu veik og þyrftu að vera hér, kannski gegn vilja sinum. — Jafnframt ákváðum við Hka litina í skreytinguna. Við settum fram fötur með einhverjum ákveðn- um litum, þegar um var að ræða borgina og göturnar. Aðalliturinn var rautt, auk þess brúnt, gult, svart og fleiri litir. Þegar mála skyldi náttúrumyndir, fengu þau aðrar litafötur, og þegar innar dró í gang- inn, átti litum að fjölga. þannig að gangurinn virtist styttri. — Voru það veiku börnin, sem sáu um skreytingu sjúkrahússins? — Nei, ekki var það. Valið á „listamönnunum" er sérstakur kafli fyrir sig. Þrívegis hefur slíkt val farið fram. Hið fyrsta var sumarið 1974, og áttu börnin að vera í fimm daga. Þetta var í skóla- leyfinu, og í mörgum þýskum borg- um er því þannig varið, að börn, sem ekki fara úr borgunum, geta valið út ýmsum greinum tómstunda Skreytingin á Cecilienstift var tekin inn í þá áætlun. Skelfing okkar var mikil, þegar þrír stórir áætlun- arbílar óku í hlað og sextíu börn þustu inn í bygginguna. Þetta votu börn á öllum aldri, nokkur voru með litlu systkini sín með sér — alveg niður I bleiubörn. Nokkrir af meðhjálpumnum frá Workshop, en þeir voru tiu, höfðu í nógu að snúast við að gæta smábarnanna, og konan mín útbýtti gosdrykkjum og súkkulaði til að róa hópinn. I næstu umferð — það var í fyrra — höfðum við lært af reynslunni og völdum bara fá börn, sem við gátum betur stjórnað. — Hvernig líkaði börnunum stjórnsemi ykkar? — Ég vil nú ekki beinlínis segja, að við stjórnuðum gerðum þeirra. Við skýrðum áætlun okkar sem hugmynd, og börnum líkar vel að vinoa eftir áætlun. Það var gaman að sjá, að þau byrjuðu ótilkvödd að mála stórar myndir, af því að flet- irnir voru stórir. Auðvitað skaut öðru hverju upp kollinum þekktum myndasögupersónum, en þær kærðum við okkur ekki um. Við vildum, að börnin sköpuðu sjálf- 7 Ganginum er breytl í þrönga götu með háum húsum, og ský úr mál- uðum pappa hanga niður úr Joft- inu. stætt, ef satt skal segja fjarlægðum við slíkt i kyrrþey. Það er auðvitað erfitt um svör, þegar ungur herra kemur næsta dag og spyr eftir Ernie sínum. Það er Hka erfitt að eiga við það, þegar með slæðast angar, sem ekkert mála annað en svarta krossa á veggina. Það er nú ekki beint skreyting sem hæfir á barnasjúkra- húsi. — Annars urðu mörg brosleg atvik. Ungur herra hafði klifrað eftir stiga upp undir loft og var að mála ský, og einn samstarfsmaður minn reyndi að gefa honum ráð. ,,Þú þarna" sagði hann, ,,ef þú málar meira blátt þarna til hægri verður þetta miklu fínna.'' En listamaðurinn lét ekki standa á svari: ,,Ef þú kannt allt svona miklu betur en ég, getur þú bara komið hingað upp og málað sjálfur." — Það eru nokkuð einkennileg húsgögn í biðstofunni... — Já, þau urðu til í annarri umferð. Það eru börnin, sem hafa gert þau líka. Húsvörðurinn er smiður, og við vorum sammála um, að þær væru leiðinlegar þessar gamaldags biðstofur, þar sem for- eldrar og börn sitja meðfram veggj- unum og horfa kvíðafull hvert á annað. Þess vegna hönnuðum við leik- og klifurgrind, eða réttara sagt tvær, aðra í tengslum við skipið í forsalnum og hina í bið- stofunni. Þær eru veggfastar og hægt er að klifra upp, renna sér niður og fela sig undir þeim, allt eftir geðþótta. Flest börnin byrja uppi og enda niðri. — Ég viðurkenni, að sannarlega var ég dálítið áhyggjufullur, þegar smákrakkar fóru að nota vélsagir, en húsvörðurinn okkar er einstakur, og allt gekk vel. Nú skemmta börn- in sér meðan þau bíða — hvort heldur þau, sem eru að fara í rann- sókn, eða hin, sem koma með pabba og mömmu til að heimsækja systkini sín. — Hver er reynsla ykkar af þessu nýmæli? — Fyrst er að geta þess, að sam- starfsfólkinu fellur skreytingin, eftir að árangurinn varð ljós. Þeim líkar vel að vinna hér. Það ætti kannski að bæta því hér við, að við höfum eingöngu skreytt þá hluta hússins, sem ekki þurfa að vera sótthreins- aðir: ganga, skrifstofur, stiga, bið- stofu, skoðunarherbergi o.s.frv. og höldum okkursíðan við hina venju- bundnu sjúkrahúsliti, þar sem hreinlætiskröfur eru strangar. — Hvað með sjúklingana? —Ég kem að þeim. Það er bara dálítið, sem þarf að segja um ,,listamennina" okkar fyrst. Margir þeirra höfðu aldrei komið inn fyrir dyr á sjúkrahúsi fyrr, og það var áfall fyrir suma þeirra að hitta sjúkt barn. Við notuðum þá tækifærið og kynntum þeim eitt og annað um sjúkrahús. Börnin fengu t.d. sloppa f sumpart vegna þess hvað þau útöt- uðu sig, en llka til að þau fengju rikari tilfinningu fyrir því, sem þau voru að gera og hvar þau væru. Slopparnir voru alltof stórir, svo að það varð að næla þá upp með öryggisnælum, og listamennirnir voru all skringilegir ásýndum í þessum klæðnaði. Við leyfðum svo sjúklingunum að skoða dagsverkið og ræða árangurinn, og þannig var þeim gefið tækifæri til að sjá, hvað var á döfinni og fylgjast með. — En nú er eitt ár liðið, hvernig hafa viðbrögðin orðið? — Við höfum ekki heyrt annað en skreytingin líki vel. Það koma ennþá börn inn af götunni til að leika sér og skoða „sjúkrahúsið sitt", og einn föður veit ég, sem verður að koma hér við daglega á leið til leikskólans, af því að bórnin vilja kíkja á myndirnar. Við höfum líka heyrt, að foreldrar barna, sem hér hafa dvalið, hafa keypt handa þeim pensla og málningu og leyft börnunum að mála herbergin sít heima. Við manneskjurnar sköpurr sjálfar umhverfi okkar, og nú ti dags krefjumst við þess að vera öll þátttakendur. Það ætti að vera sjálfsagt, að börnin væru það líka. — Liggur eitthvað annað á bak við þessa herferð en þörfin fyrir Iitadýrðina? — Já, svo er. Það er mikið andlegt álag fyrir barn að leggjast á sjúkrahús. Fyrst og fremst getur aðskilnaður við foreldra verið áfall. Þess vegna höfum við opnað sjúkra- húsið, svo að foreldrarnir geti vetið eins mikið og mögulegt er hjá börnum sínum. Heimsóknartíminn er frá kl. 15 til 18, en þar fyrir utan geta fo/eldrarnir komið og farið eins og þeir vilja. Ef nauðsyn krefur getum við hýst þá í bústað systranna Eins reynum við að stytta þann tíma, sem börnin þurfa að liggja, eins mikið og mögulegt er, og við reynum að skapa notalegt andrúms- loft. Skreytingin er liður í barátt- unni gegn gömlu „sjúkrahúshug'- myndinni". Það er ekki nauðsyn- legt, að hjúkrunarfólkið sé i hvítum sloppum nú til dags, slopparnir eru jafn hreinit, hvort sem þeir eru bláir eða grænir. Það er ekki heldur nauðsynlegt að allir séu eins klædd- ir, og hluti starfsfólksins þarf enga sérstaka búninga. Það, sem er áríðandi, er að sá sem hjúkrar börnunum sé i hreinum slopp, hvað því viðvíkur gerum við jafn strangar kröfur og áður. — Ríkir jafnrétti innan sjúkra- hússins? — Já, það gerir það, segir Húrter, brosir og litur i kringum sig i læknaherberginu. Hann er sá eini, sem er i hvítum slopp. — Ég er svolítið gamaldags, bætir hann við afsakandi. 4 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.