Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 16

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 16
Þá er að nefna alla afgreiðslu á tollskjölum, þar á meðal allan útreikning þeirra, svo og þanka- viðskipti. Allt þetta er sameigin- legt fyrir fyrirtækin, svo og að sækja vöruna til Eimskip, eða annað. Tvö telex-tæki hefur Frum h.f. til umráða, sem sér um alla telex þjónustu fyrirtækjanna. Aðra þjónustu fá fyrirtækin einnig hjá Frum h.f., og má þar til nefna hádegismat, sem fram- leiddur er á staðnum. Það er að vísu ekki um neinn veislumat að ræða, en frekar miðaður við þarfir starfsfólksins, og er hann færður hverju fyrirtæki á hverjum degi eftir pöntun. Maturinn kostar nú kr. 250 á dag, en þar breytist einnig verð, líkt og hjá fyrirtækj- unum sjálfum, og stendur hvert fyrirtæki í ábyrgð fyrir greiðslu matarins, þannig, að þaö er fræði- Matreiðslukona við störf sln I sameiginlegu eldhúsi, þar sem hún undirbýr hádegismat fyrir 26 fyrírtæki Hilmar Helgason, eigandi heild- verslunarinnar með sama nafni. Ahyggjusvipurinn er vafalaust mikið tilkominn vegna þess að hann flutti með fyrirtæki sitt í húsið daginn áður, og því hufði hann litla reynslu a' þeirrí þjón- ustu, sem hann átti von á. Við matbprðió í hádeginu. Starfs- fólk fær matinn sendan beint til viðkomandi fyrírtækis, innpakk- aðan í plastumbúðir, ásamt drykkjarvókva eftir óskum. legur möguleiki á því að starfsfólk fái matinn ókeypis, þar er aðeins um að ræða samninga milli fyrir- tækisins og starfsmanna þess. Annar sameiginlegur rekstur hjá Frum h.f. hefur komið til orða, eins og bókhaldsþjónusta, auglýs- ingaþjónusta, innheimtuþjónusta, verðútreikningar, söluskýrsluhald, hagfræðiþjónusta, og vafalaust fleiri sameiginlegir rekstrarþættir, en Árni er viðskiptafræðingur að mennt. Það má hverjum manni Ijóst vera, að þessi sameiginlega þjón- usta hlýtur að lækka kostnaðinn hjá hinum mörgu heildsölufyrir- tækjum allverulega og gera alla umsjón hagkvæmari. Hvort mað- urinn með breiðu bökin hagnast á því, skal ég ósagt láta, en eitthvert fer hagnaðurinn. En sé litið á þetta samstarf frá hagræðislegur sjónarmið, er þetta til fyrirmyndar, og mætti gjarnan vera öðrum til eftirbreytni. Tökum til dæmis útgerðarmenn, bændur, smásölu- kaupmenn eða jafnvel einstakl- inga. Eru heildsalar ef til vill að marka leiðina til sósíalisma? Ég þekkti marga heildsalana persónulega, þegar ég gekk um stofnunina til aö kanna viðbrögð hvers og eins við þessari sameig- inlegu starfsemi þeirra. Létu þeir Ég man ekki eftir því aö hafa séð Guðmund Júllusson heildsala p/pu/ausan, og alltaf tekst honum að halda brosinu, þrátt fyrir hana, enda er hann húmoristískur og Ijúfur að eðlisfari.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.