Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 24

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 24
BDM VIÐTAL VIÐ OLGU GUÐRÚNU ÁRNADÓTTUR Ég er fædd í Reykjavik, en alin upp í Kópavogi til tólf ára aldurs. Þar var gott að vera. Nóg pláss. Þá var Kópavogur ekki orðinn stór- borg. Bara hús og hús á stangli, hálfgert sumarbústaðaland. Svo fluttum við til Reykjavíkur, og nú eru 11 ar síðan, og ég er ekki farin að kunna við mig enn. Raunar er sömu sögu að segja af Kópavogi, því að hann er ekki lengur sami Kópavogurinn og ég þekkti. Reykjavík er ljót borg, það er svodd- an meðalmennskubragur á öllu hér, að erfitt er hafa hlýja tilfinningu fyrir umhverfinu. Hvar vildirðu heldur búa en hér? Æ, ég veit það ekki. Ekki í af- dölum og alls ekki í þorpi. Ég hef nokkrum sinnum dvalið í þorpum smátíma, ogþaðeróþolandi. Kjafta- gangurinn og smámunasemin eru svo yfirþyrmandi. Ég hefði ekkert á móti því að búa hér rétt fyrir utan bæinn, þannig að ég ætti greiðan gang að öllu því, sem ég þarf til Reykjavikur að sækja. Að vísu eru sum hverfin í Reykjavík mjög að- laðandi og indæl, einkum gamli Vesturbærinn. Hann er að fyllast af krökkum og ungu fólki núna. Það vírðist gæta vaxandi andúðar hjá fólki á nýtísku íbúðarhverfum eins og Breiðholtinu, enda engin furða. Líttu á þessar blokkir og líttu á arkitektúrinn. Enginn smekkur og hvergi reiknað með þvi, að þarna eigi að búa fólk með fleiri þarfir en bara að éta og sofa. Þetta finnur fólk, og langi það til að halda í sér lífinu þá flytur það ekki í svona hverfi. Ef það hefur aðra möguleika það er að segja; því miður eiga bara fæstir nokkurt val. Timburhúsin, þau eru miklu betri en steinhús. Þau eru lifandi, þau eru full af hljóðum, þau breytast með íbúunum. En nú eru þeir hættir að byggja timburhús, nú byggja þeir skotheld steinbúr í staðinn. Þú varst í París í sumar. Hvað varstu að gera þar? £g var að skrifa. Ég hafði aldrei komið til Parísar og átti kost á þvi að dveljast þar um tima. Mér þótti reglulega freistandi að koma til Parísar, — það er sko gamla róman- tikin, — og auk þess brann ég í 24 VIKAN 42. TBL. skinninu að komast héðan. Ég hafði orðið ekki eirð í mér til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Hvað ertu að skrifa? Ég er að skrifa unglingabók fyrir Má) og menningu, sem á að koma út einhvern tíma í vetur. Nú segi ég unglingabók, en það þýðir ekki endilega, að hún sé ekki ætluð öðtum til aflestrar en unglingum. Að minnsta kosti vona ég, að hún verði lesin af fullorðnum jafnt sem krökkum. Bókin er um unglinga og fyrir unglinga að því leyti, að ég er að reyna að taka þeirra málstað. Það veitir ekkert af, þvi að ungl- ingar eru vafalaust misskildasti ald- ursflokkur manna. Ástæðan fyrir þvi að ég skrifa fremur fyrir krakka en fullorðna er meðal annars sú, að ég eygi ákveðna von í krökkum. Ef maður vill ná til einhverra með þær niðurstöður, sem maður telur sig hafa réttilega komist að, þá er besta leiðin að gera það áður en fólk er orðið afskræmt af þessu sjúka þjóðfélagskerfi. Það er of seint að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið oni! Ég skrifa með það fyrir augum, að bókin verði aðgengileg börnum

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.