Vikan

Tölublað

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 12

Vikan - 14.10.1976, Blaðsíða 12
Í GLÆSIBÆ Ný verzlun með allan undirfatnað. Þægilegur náttfatnaður Sokkar í úrvali. Lftið inn sem fyrst. VERZLUNIN MADAM GLÆSIBÆ e Bvus — Ég ætla að hjálpa pabba að hætta að reykja með nálarstungu- aðferðinni. 12 VIKAN 42. TBL. ERFIÐ MÓDIR? Dásamlegi Póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka þér fyrir allt gott efni og ég vona að þú lifir bæði vel og lengi. . Svo eru hér nokkrar spurningar handa þér: Hvað er hægt að gera við flatar neglur, svo að þær verðir kúptar og fallegri? Hvernig eiga saman stelpa úr vatnsberanum og strákur úr meyj- unni? Hvað á ég að segja þegar hún mamma spyr mig, hvers vegna ég sé hætt að biðja hana um „góða nótt koss"? Hve þung má 165 cm há stelpa vera? Hverju á ég að svara henni mömmu minni, er hún bregst hin versta við, þegar ég læsi bað- herbergishurðinni þegar ég er þar inni? (Ath. það eru þrjú bað- herbergi í húsinu). Veistii nokkuð ráð til að tryggja sér vinnu næsta sumar? Veistu til þess að gallabuxur séu að fara út tísku? Á hvaða aldri get ég búist við því að losna við hinar svokölluðu unglingabólur? Er rétt að fólk megi byrja að læra á bíl þremur mánuðum fyrir 17 ára aldur? Telur þú, að ef strákur byrjar að vera með stelpu á föstu, sé hann að aðeins að sækjast eftir því að fá að sofa hjá henni? Nú er ég búin að spyrja svo mikið, að ef þú svarar þessu öllu, sem ég vitanlega vona, þá held ég að ég verði alvitur! Gcturðu eitthvað lesið úr skrifr- inni og sagt til um aldurinn? Hafðu það svo verulega gott og haltu áfram að vera eins dásamlegur og þú hefur alltaf verið. Mér fellur svo vel, þegarþú snýrð út úr og ert I vondu skapi, því að ég veit að þú meinar ekkert með því. Með þökkum Afrodite. Hvurslagssssss... Pósturinn er auðvitað aldrei í slæmu skapi, ef til vill aðeins misgóðu stundum, — en það er svo sárasjaldan. Þakka þér annars hólið, þðtt Póstinum sé það raunar til efs að hann standi undir því að öllu leyti. Altént örvar það hann í baráttunni við béví... flensuna, sem hefur reynt að buga hann undanfarnar tvær vikur. Flatar neglur geta verið áltka náttúrlegar og háralitur. Þð er lil í dæminu að um einhvers konar efnaskort geti verið að rceða og um það verður þú að tala við lcekni. Stjórnusþá ástarinnar telur vatns- berastelþu og meyjarstrák á önd- verðum meiði á flestum sviðum. Hún segir samt einhverja leyni- þræði ski/nings þar á milli, svo ekki er sambandþeirra alveg útilokað. Þyngd fer að mjög miklu leyti eftir beinabyggingu manna og því er nokkuð erfitt að segja til um rétta þyngdeftirsentimetrum. Sennilega væri hæfileg þyngd fyrir stelþu af þessart .bæð eitthvað á milli 54—57 ktló. Atvinnumál er ekki auðvelt að leysa í gegnum bréfadálk. Ekki er ðlíklegt að þú þurfir að sækja um vinnu fremur fljótlega eftir áramót til þess að vera alveg örugg. Gallabuxur fara ósennilega úr ttsku á næstunni. Ef Póstinn mis- minnir ekki voru gullgrafarar t Alaska fyrstir til að nota þann klæðnað. Síðan hafa vinsældir gallabitxnanna farið hraðvaxandi. Ræður þar líklega mestu um, að þetta er mjög hentugur klæðnaður. I okkar þjóðfélagi, sem að miklu byggist á hraða, gefast fá tækifæri fyrir hinn almenna lauþega að svífa um í silki- og palltettubúningum. Unglingabólur hverfa um leið og kynþroskaskeiðið er að baki. Gættu þín á að troða þig ekki ú\n ofút af sælgætiþvíaðþað hefur mjóg slæm áhrifá húðina. Þú getur örugglega fengið að læra á btl nokkru fyrir sautján ára aldurinn, en prófið færðu ekki að taka fyrr en í fyrsta lagi á afmælis- daginn. Hvers vegna ætti það fremur að vera STRÁKUM kappsmál að koma STELPUNNI írúmið? Ætlijafnrétt- isbaráttan nái ekki yfir samband kynjanna á ÖLLUM sviðum? Ann- ars byggist samband fólks á mörg- um ólíkum atriðum og það er engin ástæða til að ætla, að þetta eina tiltekna atriði valdi þar mestu. Mörgum mæðrum reynist erfitt aðsættasigvið að bórnin vaxiúrgrasi og um leið fjarlægist þau foreldrana um tíma eða sambandið þeirra á milli tekur á sig aðra mynd. Baðherbergishurðin og góðanótt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.