Vikan

Eksemplar

Vikan - 14.10.1976, Side 40

Vikan - 14.10.1976, Side 40
rúm á brekkubrún. •Kæri draumráðandi! Síðastliðna nótt dreymdi mig, að ég væri aö ganga upp brattan veg í dalnum, þar sem ég fæddist. Á eftir mér gekk kærustu- par, og mér fannst, að ég yrði að verða á undan þeim upp á brúnina, sem ég gerði líka, því þau gengu hægt og rólega, en ég flýtti mér ekkert heldur. Þegar ég kom upp á brúnina, þá sá ég frekar lítið rúm, þó ekki barnarúm, sem ég þurfti að búa um. Ég setti appelsínugult lak í rúmið og einn kodda. Þá hugsaöi ég, að það væri asnalegt að hafa bara einn kodda, svo ég bætti öðrum við. Koddarnir voru báðir stórir. Fyrir nokkru dreymdi mig annan draum, sem var á þessa leið: Ég og önnur stelpa vorum á bíói. Myndin var rétt að byrja, en þá segir stelpan við mig: Þetta er ógeðsleg mynd, við skulum fara. Við fórum, og hún gekk með mér heim að dyrum. Þegar ég kom inn, þá sá ég, að eitt herbergið var fullt af fólki, þar á meðal maður, sem ég kallaði alltaf Þórð, en hann vildi ekki heita Þórður, og ekki vildi hann heldur segja mér, hvað hann héti. Þá kom inn maður, sem sagði, að þetta fólk væri fjölskyldan, þ.e. foreldrar og systkini, og bað mig að koma út að labba. Þegar við vorum komin frá húsinu, þá spurði ég, hvað pabbi hans héti (og meinti Þórð), og þá sagði hann, að hann héti A. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna, M. J. ÖH helstu tákn í báðum þessum draum- um, svo og nöfnin, sem þú gast um í eftirmála, boða þér gott eitt, hamingju, heppilegt fyrirtæki, einlæga vináttu, hagn- að og auðæfi, svo aö framtíðin virðist /iggja fyrir þér skínandi björt og fögur, en þó er þarna til þín viðvörun um, að þú megir ekki vonasteftir þessu öHu án minnstu fyrirhafnar af þinni hálfu. ÓHREININDI OG ÞVOTTUR. Mig dreymdi þetta 29. ágúst 1976. Ég var staddur í skóla og sótti tíma við og við, en kom yfirleitt of seint. Þarna var maður (X) sem er kennari minn í rauninni, og í draumnum var hann bæði kennari mínn og verkstjóri við líkamlega vinnu. i því tilviki, sem ég minnist úr draumnum, var ég fyrir utan skólahúsið og var að sprauta úr vatnsslöngu, en vatnið var kalt. Þá kemur X og segir, að nú þurfum við að þvo verkfærin, af því það sé að koma jjorrablót. Hann fer síðan og nær í slöngu, sem úr rennur heitt vatn. Hann hafði síðan sjálfur skóflu í hönd við þvottinn og mokaði möl á það sem átti að þvo til að óhreinindin færu auðveldar af. Einhvern veginn fannst mér, að þriðji aðili væri þarna staddur og ætti að sjá um að halda á slöngunni, en hlutverk mitt var aö nota strákúst til að nudda óhreinindin af. Eitthvaö var þriðji aðilinn laus við verkið, því áður en ég vissi af var ég farinn að sprauta vatninu, en X rak mig alltaf jafnharðan til að skrúbba. Ekki kom fram, hvernig á því stóð, en ég var líka í því að moka mölinni, en þá reyndi ég að finna sand vegna þess að auðveldara var að moka honum. Við kláruðum þvottinn, en þá átti ég þegar að vera kominn í tíma. X talaði aftur um þorrablótiö, hvað þar væri gaman o.s.frv. Þegar við vorum þúnir að ganga frá, sá ég, að ég var orðinn alltof seinn, 25 mín. voru búnar af tímanum. Þegar ég kom inn í kennslustofuna var verið að vinna hópvinnu, og var ég strax settur í hóp sem fjórði maður. Verkefni okkar man ég ekki, en það var eitthvað um samband barna og fullorðinna. Af því ræð ég, að það hafi verið uppeldisfræðitími. Ekki vissum við, hvernig skyldi leysa verkefnið, en einhver, sem var í öðrum hópi, gaf okkur svar, sem okkur fannst gott, og skiluðum við því. Síðan vaknaði ég. Einhver meiri háttar misskilningur kemur upp á mil/i ykkar X, sem erfitt ætlar að reynast að uppræta. Það tekst að /okum. og farnast ve/ í öðru landi. Margir te/ja þó, að drukknun I sjó sé aðvörun, dreymandinn sé á hálum fs og kunni að fara illa fyrir honum, ef hann gætir sín ekki. Þú segir svo óljóst frá þessum draumi, að ég treysti mér ekki ti/ að hafa ráðninguna skýrari. SVAfí TIL „NÆTURGALANS" Draumráðanda er reyndar meinilla við aö birta einungis ráðningar, en ekki draumana sjátfa, því öðrum /esendum en þeim, sem svarið beinist til, er ekkert gagn né ánægja að slfku. / þessu tilfelli geri ég þó undantekningu, en bið um /eið /esendur að forðast slíkt. Yfirleitt má hæglega gera drauma þannig úr garði, að engum geri til, þótt þeir birtist, efaðeins nöfnum er sleppt. þó verður draumráðandi sjálfur að fá að vita nöfnin, þau geta skip máti við ráðningu. Fyrri draumur þinn er aðeins fyrir öllu góðu. Parið, sem mest kemur við sögu í þeim draumi, á hamingjuríka sambúð í vændum. Seinni draumurinn er ekki ber- dreymi. Dreymi mann, að hann sé að drukkna er það heillatákn, og drukknun í vatni er fyrir ágóða. Stundum er drukknun ta/in fyrirþví, að dreymandi fer af fandi þurt Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mig langar að fá ráðningu á. Mér fannst ég vera á ákaflega stórri flöt. Hún var ákaflega fallega grasgræn. Það var mjög fallegt veður, heiðskír himinn og sól og gola. Mér fannst ég vera þarna ásamt börnum á að giska tíu ára. Sjálf er ég 21 árs. Við vorum með fljúgandi flugdreka alla vega lita. Ég var svo heilluð af allri þessari fegurð, sem í kringum mig var, að ég fór að kanna umhverfið. Þá kom ég á brún á stórum kringlóttum dal eða laut. Þar voru 5 stór hús eins og tveggja til þriggja hæða blokkir, alveg skjannahvítar og fallegar. Það var alveg sérstök smíði á þeim. í kringum öll húsin voru tré, runnar, blóm og grænt gras. Svo fannst mér ég vera komin inn ( eitt húsið. Þetta var þá musteri með moldar- gólfi, og á veggjunum voru málverk af Jesú og Maríu mey. Mjög fallegar myndir. Þetta var stór salur. Fyrir miöjum salnum var stórt kringlótt búr ca 4 fermetrar að stærð. Inni I búrinu var beinagrind af könguló, sem fyllti nær út í búrið, svo stór var hún. Hún gekk hring eftir hring í búrinu. Fyrir framan búrið stóð beinagrind af manni í dökkri skikkju. Beinagrindin hreyfði handleggina upp og niður og hneigði höfuðið í takt við handleggina. Það var eins og hún væri að blessa fólkið (það var þarna fleira fólk, en ég þekkti það ekki). Fyrir aftan beinagrind- ina var tjald, og mér fannst eins og þar væri mótor, sem héldi beinagrindinni og köngul- lónni gangandi. Það var altari fyrir framan beinagrindina, svipað og I kirkjum. Við þetta vaknaði ég og var alveg heilluð af því, sem ég sá I draumnum. Ég vonast eftir birtingu sem allra fyrst. Með fyrirfram þakklæti. Birna. Sé nokkurt mark að draumum, fer ekki hjá þvf, að þessi þorðar þér mikla hamingju. Ég ræð hann þannig, að þú kynnist ungum manni, sem verður ákaflega hrifinn af þér, og í tengslum við þennan unga mann vænkast hagur þinn á allan máta. Þú hækkar í stööu, þú kynnist nýju fólki, þú eignast nýtt heimiH. Og áður en langt um fíður hringja brúökaupsklukkurnarfyrirþig. MI6 BREYMBl 40 VIKAN 42.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.