Vikan - 02.12.1976, Side 2
PIPARKÖKUR
75 g smjör eða smjörlíki
1 1/2 dl síróp
1 1/2 dl (125 g) strásykur
1 1/2 dl (125 g) púðursykur
1 1/2 dl rjómi
3 tsk kanill
2 tsk engifer
3 tsk. negull
4 tsk natron
10 dl (600 g) hveiti
Velgið smjör og síróp í potti.
Blandið öllum þurrefnunum og
kryddinu saman, og setjið síróps-
blönduna og rjómann saman við
þau. Deigið er fremur lint, en
þéttist, ef það er geymt á köldum
stað í sólarhring. Hnoðið síðan
deigið, fletjið það þunnt út og mótið
það með myndamótum t.d. í
stjörnur, hjörtu og dýramyndir.
Bakið kökumar í 4—5 mín. við 225°
hita. Deigið nœgir í um 100 kökur.
BRÚNAR KÖKUR
200 g smjör eða smjörlíki
1 3/4 dl (140 g) strásykur
3/4 dl (120 g) siróp
1 1/2 msk kanill
1 msk negull
1 /2 msk engifer
rifinn börkur af 1 —2 appelsínum
2 tsk natron
1 dl (50 g) gróft saxaðar möndlur
7 1/2 dl (450 g) hveiti
Velgið smjör og síróp. Blandið
saman öllum þurrefnunum, krydd-
inu, appelsínuberkinum og möndl-
unum, og hrærið þeim saman við
smjörið og sírópið. Stráið hveiti á
borð, og hnoðið deigið í sivalninga,
sem eru um 3 sm í þvermál. Látið
deigið bíða næturlangt á köldum
stað. Skerið það með hníf í þunnar
sneiðar, látið þær á vel smurða
plötu og bakið þær í 4—5 min. við
225° hita.
MÖNDLUKÖKUR
150 g smjör eða smjörlíki
3/4 dl (60 g) strásykur
1 eggjarauða
50 g saxaðar möndlur
3 1/2—4 dl (um 200 g) hveiti
Hrærið smjörið mjög vel. Blandið
síðan þurrefnunum, eggjarauðunni
og möndlunum saman við. Hnoðið
deigið, kælið það og fletjið það út.
Látið deigið í vel smurð linsumót.
Bakið kökurnar í um 10 mín. við
200° hita. Deigið nægir í 25 kökur.
KLEINUR
4 eggjarauður
4 msk strósykur
2 msk smjör eða smjörlíki
rifinn börkur af 1 sítrónu
1 msk koníak
3 dl (175 g) hveiti
Sykur og smjör er hrært mjög vel
saman og eggjarauðumar settar
saman við, ein í senn. Blandið
rifnum sítrónuberki, koníaki og
hveiti í deigið, og hnoðið það vel.
Geymið deigið í um 2 klst., áður en
það er flatt þunnt út. Skerið
deigkökuna með kleinujárni í lengj-
ur, og skáskerið þær í bita. Gerið
rauf á miðju hvers bita, og snúið
kleinunni við. Steikið kleinurnar í
jurtafeiti eða matarolíu, þangað til
Vikan
49. tbl. 38. árg. 2. des. 1976 Verð kr. 350
GREINAR:
12 Steinblómið hans Gunnlaugs og þórskaffið hans Ingimund- ar. Litið inn á matreiðslunám- skeið fyrir karlmenn.
16 Hinn ómótstæðilegi Robert Redford.
42 Hvers vegna lifa konur lengur en karlar?
SÖGUR:
21 Snara fuglarans. 22. hl. fram- haldssögu eftir Helen Mclnnes
32 Ævintýrið um jólabúðinginn eftir Agöthu Christie. Fyrsti hluti jólasögu í fjómm hlutum.
44 Herra D og dauðinn. Smásaga eftir Hemy Slesar.
FASTIR ÞÆTTIR:
2 Matreiðsluþátturinn: Bakað til jólanna.
9 í næstu Viku.
10 Póstur.
27 Heilabrot Vikunnar.
36 Stjömuspá.
39 Hadda fer í búðir.
40 Á fleygiferð i umsjá Áma Bjamasonar: Subaro.
49 Poppfræðiritið: Rick Wake- man.
ÝMISLEGT:
31 Það borgar sig að selja Vikuna. Úrslit í sölukeppni.
46 Jólagetraun. Þriðji hluti.
52 Prjónað á börnin. Bamapeysa og bamajakki með köðlum.
Bakað til Jóknt