Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1976, Page 3

Vikan - 02.12.1976, Page 3
tt Iþœr eru ljósbrúnar. Færið þær upp úr, og lútið þær á pappír, sem sýgur vel í sig feitina. Deigið nægir i 60 1 kleinur. HÁLFMÁNAR 400 g smjör eða smjörlíki 2 dl (150 g) strásykur 2 1/2 dl (175 g) kartöflumjöl 7 dl (425 g) hveiti Skraut: grófur sykur möndlur 1 egg sulta eða hlaup Loks er desember runninn upp með öllum sínum jólaundirbúningi og ómældri tilhlökkun. Eitt það fyrsta sem við gerum er að taka fram kökukeflin og baka smákökur til jólanna, og hér birtast nokkrar uppskriftir, sem eru tilvaldar í jólabaksturinn. Fyrstu uppskriftimar eru úr Matreiðslubókinni þinni, sem Bókaútgáfan örn og örlygur gaf út á síðasta ári og kemur í annarri útgáfu um þessar mundir. Smjör og sykur er hrært vel saman. Kartöflumjöli og hveiti er hnoðað vel saman við. Geymið deigið á köldum stað um stund. Fletjið deigið þunnt út, og mótið úr því kökur með glasi. Látið sultu eða hlaup á kökurnar, brjótið þær saman og þrýstið jöðrunum vel saman. Kökurnar eru settar á vel smurða plötu, penslaðar með þeyttu eggi og grófum sykri stráð á þær. Bakið þær í 10—15 mín. við 200° hita. Deigið nægir í 80 hálfmána. KANILHJÖRTU Notið Hálfmánauppskriftina. Skraut: 3/4 dl (60 g) strásykur 3 msk kanill 1 egg Fletjið deigið þunnt út. Búið til kökur úr því með hjartalaga móti. Raðið kökunum á smurða plötu. Penslið þær með þeyttu eggi, og stráið þykku lagi af kanilsykri á þær. Bakið þær i 8 min. við 200° hita. Deigið nægir í 100 kökur. SYKURHRINGIR 200 g smjör eða smjörliki 4 dl (250 g) hveiti 2 msk vatn 2 msk rjómi eggjahvíta grófur sykur Hveiti og smjör er mulið saman og vætt í með köldu vatni og rjóman- um. Deigið er hnoðað vel og geymt á köldum stað um stund. Síðan er það flatt út og haft, um 1/2 sm a þykkt. Kringlóttar kökur eru mót- aðar úr þvi með glasi og gat gert í miðja kökurnar með fingurbjörg (sjá mynd). Létið kökurnar á vel smurða plötu, penslið þær með þeyttu eggi og stráið grófum sykri á þær. Bakið þær um 5 mín. við 250° hita. Deigið nægir i 35 hringi. ! „ Veistu hvaö Ljóminn er Ijómandi góöur” 49. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.