Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1976, Síða 13

Vikan - 02.12.1976, Síða 13
unnlacigs Ingimundar af því að vera hér, og nú þori ég að gera ýmislegt, sem ég hélt áður að ég gœti ekki.’ Og hann horfði með stolti á rækjukokkteilinn, sem svo sannarlega hafði tilætluð áhrif á munnvatnskirtlana. Matseðillinn þetta kvöld var skrifaður á töfluna og var að sjálfsögðu sérlega íburðarmikill í tilefni síðasta kvöldsins. Hann hljóðaði svo: Rækjukokkteill Buff stroganoff Karrikjúklingur Ostabakki Mokkafromage. Ingimundur þótti sjálfkjörinn til að kreista sítrónur og sprauta rjóma. Félagar hans töldu, að það mundi skylt daglegu starfi hans á skatt- stofunni! Og einn þeirra sagði mér í miklum trúnaði, að hann efaðist stórlega um, að hann hefði getað einbeitt sér að náminu, hefði hann verið um- kringdur kvenfólki, það hefði svo truflandi áhrif á sig! Og svona til enn frekari áherslu bað hann mig blessaða að tala heldur við manninn með rækjurnar, meðan hann væri að leggja síðustu hönd á salatið. Maðurinn með rækjurnar reynd- ist heita Sigurður Kristjánsson og vera yfirkennari við Iðnskólann. Hann lét mig ekki trufla sig hið minnsta og hélt hinn rólegasti áfram að ausa listilega gerðri kokkteilsósunni (ég er enn að naga mig í handarbökin fyrir að hafa ekki fengið hjá honum uppskriftina) yfir rækjurnar og skreyta með salat- blöðum, sitrónusneiðum, tómatbát- um og kaviar. Sigurður er greinilega enn yngri í anda en á velli, og þátttaka hans í þessu námskeiði sýnir, að það er aldrei of seint að læra að verða sjálfbjarga í eldhúsinu. ,,Ég stend nú einmitt í þeim sporum núna að þurfa að sjá um mig sjálfur”, sagði Sigurður og brosti ljúfmannlega. ,,Ég hef haft bæði gagn og gaman Sigurður Kristjánsson yfirkennari i Iðnskólanum eys sósunni góðu yfir rækjurnar. ,,...hann komst að, að kvennaskóla- pía, um kvennalistir alla hluti veit”. Stella áminnir Gunnlaug um að gæta að botninum. imM■ Tómas Waage veggfóðrarameistari beitti lipurlegum handtökum við tilreiðslu salatsins, enda með 9 mánaða reynslu sem kokkur til sjós. Eftir námskeiðið i Húsmæðraskól- anum á Kolbeinn Gíslason jafn auðvelt með að útbúa glæsilegan ostabakka og að leysa tæknifræði- leg spursmál. Ábyrgðarmaður buffsins reyndist einn af þekktari lögfræðingum þessa lands, Gunnlaugur Þórðar- son. Hann stóð við eldavélina og hrærði allt hvað af tók í pottunum, en lét sig ekki muna um það að láta nokkrar sögur fjúka í leiðinni. Þegar frásagnargleðin bar hann ofurliði, var Steinblómið (gælunafn Gunnlaugs á Stellu) óðara komið á vettvang: „Passaðu botninn Gunn- laugur!” og „Hver á að sjá um buffið Gunnlaugur?!” „Mesta geðstillingarkona, sem ég hef nokkum tíma kynnst”, segir Gunnlaugur, og svo lýsir hann því, þegar hann bauð 30 norrænum lögfræðingum í mat. Þá var mat- seðillinn á þessa leið: 49. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.