Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1976, Side 17

Vikan - 02.12.1976, Side 17
tnyndum. Hann er glæsilegri en Marlon Brando og Charles Bronson, hefur meira aðdráttarafl tsUeðikgi 'dford en Jack Nicholson og Steve McQueen, fær hærra kaup en Paul Newman og Clint Eastwood og er dáðari en vinur hans Dustin Hoffman. Öneitanlega ein skærasta Hollywood-stjarnan í dag. þótt maður hafi alltaf verið og haldi áfram að vera nákvæmlega saman persónan. Róbert er mjög vinsæll af þeim sem umgangast hann í daglegu lifi. Hann er alls ekki merkilegur með sig og borðar til dæmis oft með tæknimönnum og öðrum slíkum, þegar hann er að vinna i kvik- myndaverum. Samt sem áður er hann súperstjarna og vart minna þekktur en Clark Gable og Rudolf Valentino. Hann hefur myndað sér sinn eigin stíl. sem ekki verður leikinn eftir. Kvenfólk á öllum aldri er yfir sig hrifið af honum og karl- menn dá hann vegna hæfileikanna. Barbra Streisand lék eitt sinn á móti honum í kvikmynd og lét þá svo ummælt: — Róbert er ekki aðeins hrífandi leikari, heldur líka innilegur og gáfaður maður, sem langar til þess að kynnast öllu af eigin raun. Málari / leikari. Það var eiginlega tilviljun, sem réði því, að Robert Redford varð leikari. Hann ólst upp í bænum Santa Monica í Kaliforníu, þar sem faðir hans var mjólkurpóstur og þegar móðir hans dó hætti hann í skóla, dvaldi í eitt ár í Evrópu og lagði stund á málaralist. — Einn vina minna trúði á mig og kom upp sýningu fyrir mig. Ég seldi myndir fyrir 200 dollara, sem rétt nægðu fyrir fargjaldi heim til New York. Þetta var 1959. í New York fór hann í leiklistarskóla og líkaði þar mjög vel, svo að hann hélt áfram á þeirri braut. Frumraun hans á sviði var i leikritinu ,,Barefoot in the Park”, en það liðu mörg ár þar til hann vann sér fastan sess i Holly- wood. Hlutverk, sem hann tók að sér, valdi hann áf mikilli nákvæmni og neitaði t.d. hlutverki i mynd- inni, sem gerði Dustin Hoffman frægan, vegna þess að honum fannst hlutverkið ekki vera við sitt hæfi. ÁGÆTiS HJÖNABAND. Enda þótt Robert Redford eigi mjög stóran hóp kvenaðdáenda, er hann alltaf jafn ánægður með eigin- konu sina, Lolu, sem hann kynntist þegar hann var rúmlega tvítugur. — Ég hafði ekki ráðgert að gifta mig fyrr en ég væri orðinn 35 ára, segir hann. — En þegar ég hitti Lolu vissi ég að hún var sú rétta og greip því tækifærið. Þau Robert og Lola eiga þrjár dætur, 15, 13 og 5 éra og búa í fjallendi Utahríkis, en það er ennþá tiltölulega strjálbýlt. Þar setti hann á fót hressingarskála og skíðaþjón- ustu svo að fólk 'gæti hvílt sig þar og gleymt ys stórborganna. Sjálfur býr hann i húsi, sem hann byggði þar sjálfur ásamt konu sinni, áður en hann varð frægur. Það segir hann hafa verið eitt af þvi skemmti- legasta sem hann hafi gert. — Leik- arar eiga fullan rétt á einkalífi, eins og aðrir, segir hann. SÁ EFTl RSÓTTASTI í HOLLY- WOOD. Það var myndin ..Butch Cassidy and the Sundance Kid", sem færði Robert Redford frægðina. Paul 49. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.