Vikan

Útgáva

Vikan - 02.12.1976, Síða 20

Vikan - 02.12.1976, Síða 20
Ivi./rvrv ,** REMEDIA h/f, kynnir nýja tegund gervibrjósta frá DOW CORNING. 1. Þau eru mjög áþekk eðlilegum konubrjóstum að lögun mýkt og viðkomu. 2. Þau eru framleidd úr ..Silicone" hlaupi með sérstöku gervihörundi. 3. Þau hafa því sem næst sömu þyngd og konubrjóst og halda sama hitastigi og líkaminn. 4. Gervihúðin er úr sérstöku efni (non-slip), sem loðir við hörund yðar og hindrar að gervibrjóstið renni til eða aflagist og veitir áþekka tilfinningu eins og um eðlilegan líkamshluta sé að ræða. 5. Þau eru hönnuci með tilliti til þess að þau fylli nákvæmlega í hviift venjulegs brjóstahaldara og leggist þétt að líkamanum. Þess vegna er engin þörf fyrir sérsaumaða brjóstahaldara. 6. Brjóstin þola vatn og hnjask.íþeim eru engin vökvakennd efni.sem leka eða gufa upp. Húðin utan um þau er þeim eiginleikum búin, að hún lokar aftur götum, sem koma við nálarstungur eða af svipuðum orsökum. 7. Þau eru fáanleg í öllum stærðum. Alger bylting I framleiðslu gervibrjósta. Verið frjálsar í sundi og sól. I lemediahf. Miðstræti 12. Sími 27511 Pósthólf 451 Reykjavfk Franz Hartmann hafði að vísu talað af sér, en það var ekki við hann að sakast fyrir það. Hann hafði einfaldlega ekki vitað hvað var í húfi. Ef skella átti skuldinni á einhvern, var það auðvitað Mark Bohn. Bohn sá Mercedesbílinn og kom því á framfæri við Ludvik og fylgifiska hans (David minntist þess nú að þeir þekktu öll belli- brögðin, réðu yfir senditækjum og ekki skorti þá baráttuviljann). Þeg- ar þetta var haft í huga máttu þau Irina teljast lánsöm að komast óséð til Merano. Hann hafði að visu ekki valið leiðina um Bolzano og þar með komið til Merano að sunnan. í þess stað hafði hann valið leið, sem var fáfamari, en erfiðari, og komið til Merano úr norðri. En öll þessi óbærilega fyrirhöfn hafði verið unn- in fyrir gig. Þrátt fyrir alla bílana, sem þau höfðu tekið á leigu og ráðabrugg Kriegers varð útkoman neikvæð, vegna þess að Franz hafði kjaftað frá. Eða þá verið seinn til svars. Það kom í sama stað niður. Milan og Jan þurftu ekki annað en að horfa á þennan falslausa mann reyna að virðast slægvitur. Þar með vissu þeir að hann hefði einhverju að leyna og fóru þess vegna inn í bílageymsluna. Þannig komust þeir á einhvem hátt að raun um að Irina var farin. Þetta var hið eina, sem þau höfðu verið að keppast við að leyna og auðvitað þurftu þeir að uppgötva það. Og Kriger, hugsaði hann, hvaða þýðingu hafði það fyrir hann að staldra við í Merano og hætta þannig lífi og limum? Þessir tveir tékkar i Rauða ljóninu vom að vísu svolítið lemstraðir, en þeir áttu örugglega ýmislegt vantalað við Krieger. Þeir ásamt Ludvik ætluðu sér áreiðanlega ekki að gefast upp fyrr en þeir hefðu lokið sér af. En hver var ástæðan? Krieger hafði ekki náð að segja honum ástæðuna til fulls. Sá möguleiki var fyrir hendi, að þeir hefðu komist að raun um, að hann hefði séð Milan og Jan yfirgefa morðstaðinn. En hvemig? Æ, gleymdu því, hugsaði hann, þú hefur nóg annað að hugsa þó að þú sért ekki að reyna að geta í allar þessar eyður. Samt ætlaði hann að eyða þremur mínútum eða svo, komast í síma og láta Krieger vita. En hvar var hann að finna? David vissi það ekki einu sinni. Þó hlaut að koma að þvi, að hann færi aftur á hótelið og David ætlaði að láta liggja fyrir honum skilaboð þar. Hann kom við í næsta þorpi og stansaði hjá matsölustað, sem hon- um fannst líta út fyrir að hafa sima. Hann vissi nákvæmlega hvað hann ætlaði að segja og í huganum þýddi hann skilaboðin yfir á þýsku og reyndi að hafa þau eins sakleysisleg og unnt væri. „Árangur neikvæð- ur. Engin ástæða til þess að framlengja dvölina.” Sá sem tók við skilaboðunum á hótelinu virtist ákveðinn og snaggaralegur í hugs- un. Hann hafði setningarnar tvær nákvæmlega eftir honum. Vissu- lega fengi herra Krieger skilaboðin 20 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.