Vikan - 02.12.1976, Síða 21
SNMRA
FUGLm
MRMNS
jufnskjótt og hann kæmi aftur á
Hótel Bristol.
David fór aftur út í bílinn. Þessi
stutta viðdvöl hafði ekki verið til
einskis. Hvíti Fíatbíllinn, sem hann
hafði tekið eftir spölkom fyrir aftan
sig, hafði ekki annað að geyma en
fjölskyldu. Bjór var sóttur handa
foreldrunum, en börnin fengu is.
Engan annan Fíatbíl var að sjá á
bílastæðinu. En auðvitað vissu þeir
hvaða leið hann ætlaði að fara.
Mark Bohn hlyti að hafa sagt þeim
það líka.
Áður en hann snéri kveikju-
lyklinum seildist David eftir vega-
kortinu. Honum fannst betra að
vita hvert hann var að fara. Hann
braut kortið þannig að hann sæi
þann hluta þess ssm hann þurfti.
Breið, rauð lína lá í vestur frá
Merano og það mynduðust buxur
þar sem þjóðvegur 40 lá í norður.
Þetta var einmitt það sem Bohn
hafði séð, hugsaði hann, veg er lá í
norður og yfir landmærin og inn í
Sviss. Hann kom strax auga á
Tarasp og það var eins og kaldur
gustur færi um mjóhrygg hans. Það
var strikað undir nafnið Tarasp.
Hann neyddi sjálfan sig til þess
að skoða leiðina, sem hann átti að
fara núna næst og hann sá að Santa
Maria var merkt inn á kortið þar
sem það stóð á hæð fyrir ofan þjóð-
veginn. Já, þetta var St. Mary, á
því var enginn vafi. Jo var senni-
lega þegar komin þangað. En þessi
fjandans Fíatbíll? Hann sló því
föstu að mennirnir tveir hefðu ekki
nokkurn áhuga á honum. Kvíði
hans jókst og hann lét frá sér kortið
um leið og hann ræsti bilinn. Hann
sveigði út á þjóðveginn. Er hann
var kominn framhjá þorpunum,
sem lágu meðfram veginum næstu
fimmtán, tuttugu míiurnar, gat
hann aukið hraðann. Rólegur nú,
sagði hann við sjálfan sig, piano
piano va lontano. Þér mun ganga
ferðin betur ef þú lendir ekki í
útistöðum við ítölsku lögregluna.
Hún var þarna á eftirlitsferð og
hann hafði séð einn bíl stöðvaðan.
Hann stillti sig þess vegna og ók á
löglegum hraða, en bölvaði hverri
mílu á leið sinni.
18.
„Krieger hafði rétt fyrir sér,”
sagði Jo og benti á Santa Mariu-
kirkju. Kirkjan var lítil, en var þó
ekki þessleg að gefa sig, þar sem
hún gnæfði þarna hátt uppi yfir
veginum. „Við hlutum að koma
auga á hana.”
í þetta sinn fyrtist Irina ekki þótt
minnst væri á Krieger. David,
hugsaði hún ánægð, myndi auð-
veldlega koma auga á Santa Mariu.
Og hann myndi finna þær líka. Á
því yrðu engir vafningar. Smátt og
smátt hvarf efinn úr huga hennar.
Himinninn var heiðskír og sterkur
næðingur lék um bílinn er þær óku
eftir þessum langa dal. Frá þvi þær
komu inn í dalinn höfðu þær séð
litlu kirkjuna og turnspíruna. Hún
virtist óhagganleg þar sem hún
stóð. Að baki hennar voru hrjóstr-
ugar hlíðar, en er ofar dró urðu þær
að grimmúðlegum fjöllum. Hún var
enn í nokkurri fjarlægð, en hinir
einstöku hlutar hennar komu nú æ
betur í ljós og hún tók sífelldum
breytingum eftir því sem sjónar-
hornið varð annað. Þverhnípt berg
var fyrir neðan hana og það varð
stærra og stærra. Það var engu
líkara en það væri að detta fram yfir
sig. „Eins og stefni á risastóru
skipi, sem er að því komið að skera
veginn í tvennt,” sagði Irina.
„Ætli það taki ekki nokkur ár í
viðbót,” sagði Jo og reyndi að vera
upplífgandi. Til allrar hamingju,
hugsaði hún, tók þjóðvegurinn á sig
stóran sveig skömmu áður en komið
var að klettinum eins og hann bæri
tilhlýðilega lotningu fyrir honum.
Vegurinn lá eins langt frá klett-
inum og unnt var án þess að hann
lenti úti i ánni, sem rann eftir
endilöngum dalnum. Fyrir neðan
klettinn voru stór björg, og urð eins
og eftir aurskriðu. Meðfram vegin-
um höfðu líka verið nokkur skilti
með varnaðarorðum. Caduta Massi.
„Skriðuföll,” þýddi Jo fyrir Irinu.
„En hafðu engar áhyggjur. Við
þurfum ekki að klifra þarna upp.”
„En hvernig komast pilagrím-
arnir þangað?”
„Þeir fara ekki upp þetta þver-
hnípi beint af augum, svo mikið er
víst. Krieger segir að hérna megin
við Santa Mariu sé útivistarsvæði.
Við hljótum að koma að því bráð-
lega.” En hvar var það? Skógurinn
beggja vegna þjóðvegarins byrgði
þeim nú alla sýn. Bilarunan sem
hafði farið fram úr þeim var nú
þegar komin að bugðunni á vegin-
um. Fyrir aftan þær var stór vöru-
flutningabíll, sem virtist ætla að
aka framúr þeim. „Ekki núna
kallinn,” sagði Jo reiðilega. „Þú
getur haldið þér þarna og skýlt mér.
Æ, fari þeir til fjandans þessir
tyrknesku bilstjórar. Þeir eru sífellt
að reyna að koma manni út af
veginum. Þeiraka fullfermdir sunn-
an af Balkanskaga og alla leið til
Hamborgar eða Amsterdam, og
ekki vantar þá stærilætið. Sjái þeir
einhvern á Cadillac eða Jaguar, eru
þeir vísir til þess að reyna að koma
honum út í skurð. Já, haltu þér bara
á mottunni.” Henni var svo mikið
niðri fyrir að hún hafði næstum ekið
framhjá afleggjara, sem lá út á
bersvæði meðfram veginum. Hún
varð að taka krappa beygju til
hægri og þar tók við grasflöt, en
fyrir ofan var klettavigi Santa
Mariu. Að baki sér heyrði hún for-
mælingar á tyrknesku og hvellt
hljóð úr bilflautu. „Sömuleiðis
minn kæri,” sagði Jo og leitaði að
afviknum stað til að leggja bílnum.
Skammt undan kom hún auga á
tvo litla rútubíla, sem hafði verið
lagt samsíða veginum. Fyrir
handan þá voru nokkur borð og
bekkir og börn að leik. Enn lengra i
burtu stóðu þrír Volkswagenbílar,
sem virtust heldur betur úr sér
gengnir. Jo sá að niturnar voru
nógu langt hvor frá annarri til þess
að hún gæti smeygt bilnum inn á
milli þeirra. Fordinn hæfði ná-
kvæmlega í eyðuna. Nú sést hann
ekki frá þjóðveginum, hugsaði hún.
Eini gallinn var sá að hún gat
ekki heldur séð út á veginn. Hana
langaði til þess að fylgjast með
hvita bílnum, sem hafði ekið i
humátt á eftir þeim síðasta hálf-
tímann. „Vertu fljót,” sagði hún
við Irinu. Hún lagaði hárkolluna
á henni, þannig að lokkarnir féllu
vel að vöngunum. Því næst tók hún
matarpokann og fór út úr bilnum.
„Við getum alveg eins fengið okkur
að borða núna,” sagði hún glaðlega
og gekk í áttina að borðinu, sem var
næst þeim. Við hinn enda borðsins
sátu bílstjórarnir . Hin borðin tvö
voru þéttsetin, en þar sátu litlar
telpuhnátur í röð og þrjár nunnur
voru til þess að líta eftir þeim.
Jo settist niður en forðaðist nær-
göngult augnaráð bilstjóranna og
beið eftir Irinu.
Irina hafði brosað að þessari
togstreitu milli Jo og tyrkjans. Og
hún hafði hlegið er Fordinn hlunk-
aðist yfir ósléttan grasflötinn,
þannig að farangurinn i aftursæt-
inu hófst á loft. Hún var nú komin í
yfirhöfn Jos og hárkollan var á
sínum stað, en taskan hékk á öxl
liennar. Allt í einu var aftur komin
kergja í hana. Hún herpti saman
varirnar og varð þung á brúnina. Þó
hafði hún vit á því að tala lágt.
„David mun engan veginn sjá
bílinn,” sagði hún. „Og hann mun
ekki taka eftir okkur innan um allt
þetta...” Hún hreyfði höfuðið í
áttina að tuttugu litlum telpnaaug-
um, kringlóttum og opnum, sem
horfðu áhugasöm á þær.
„Og ég vona að það sama gildi
um aðra,” sagði Jo rólega. „Sestu
Irina. Snúðu baki i veginn. Ég skal
fylgjast með David.”
„Geturðu séð...”
„Já, ef þú vildir setjast niður í
stað þess að standa þarna og byrgja
mér sýn.”
Irina hikaði, en svo gerði hún eins
og henni var sagt. „Eftir hverju
ertu að skima, öðru en David?”
„Hvitum bíl.”
, ,Var okkur veitt eftirför?”
,, Ég veit það ekki. ”
„Eitthvað hlýturðu að vita.”
Annars hefði Jo ekki gert allar
þessar varúðarráðstafanir. „Segðu
mér...”
„Svona, tökum þessu nú dálítið
létt. Erum við ekki í skemmtiferð?"
Jo kinkaði kolli og brosti til mann-
anna tveggja við hinn enda borðs-
ins. Þeir heyrðu ef til vill ekki hvað
þeim fór í milli og skildu kannski
ekki einu sinni ensku, en þeir sýndu
samt óþarflega mikinn áhuga.
„Slakaðu á,” sagði hún við Irinu.
„Þeir innfæddu eru vinsamlegir hér
um slóðir. Þeir eru einungis að
reyna að gera sér grein fyrir þvi
hvaðan við séum. í þeirra augum
erum við eins og úr annarri veröld."
49. TBL. VIKAN 21