Vikan

Eksemplar

Vikan - 02.12.1976, Side 36

Vikan - 02.12.1976, Side 36
Sþáin gildir frá fimmtudegi ril miðvíkudags HRÚT'JRINN 27. mars - 20. april Þú átt við einhver vandamál að etja, en gagnstætt allri venju koma lausnimar fyrir- hafnarlaust upp í hendumar á þér. Vertu ánægður með lífið og tilvemna. NAUTIÐ 21. aprít — 21. mai Þó að eitthvað blási á móti þér, þá skaltu ekki kippa þér upp við það, því að þetta er aðeins bundið við mjög stuttan tíma. Þú færð óvænta heimsókn einhvem daginn. TVÍBURAPNIR 22. maí - 2i. júní _ Þú nærð betri árangri í samskiptum þínum við aðra, ef þú lætur jafnt yfir alla ganga og beitir lipurð í stað þvingana. Vertu ekki of eyðslusamur um helgina. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Skjóttu þér ekki undan refsingu, sem þú hefur fyllilega unnið til vegna gáleysis. Hugleiddu hvort þú ættir ekki að taka þér einhver ný verkefni á hendur. LJÓNIÐ 24.júli -- 24. agúst öfundsjúk manneskja reynir að spilla fyrir þér, en vertu réttsýnn og láttu engan komast upp með það að gera lítið úr hamingju þinni. Happatalan er níu. MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Það væri viturlegt ef þú legðir nokkum hluta tekna þinna til hliðar. Vertu vel á verði og láttu sem fæst fram hjá þér fara. Þú gætir dottið i lukkupottinn. mn VOGIN 24. sept — 23. okt. . Kunningi þinn hefur ágirnd á eign sem þér J tilheyrir eða eftil vill fj ármunum þínum, en að svo stöddu er ekki ástæða til að þú hleypir honum nær þeim en orðið er. fíS? SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Haltu þig að þeim störfum sem eru knýjandi, því að þú getur ekki almennilega hvilt þig fyrr enallterklappaðogklárt. Notaðu kvöldin vel og vertu mikið heima. # BC)GMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú skaltathuga vel hvort þeir fjármunir, sem þú berð úr býtum með striti þínu, fara ekki í hluti, sem vart eru nokkurs virði. Notaðu helgina til þess að hvíla þig. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. •" 24 Lærðu að njóta þeirra ávaxta, sem þú hefur sj álfur skapað. Hamingj a þín er mikið komin undirafstöðusjálfsþins tilþess semþú hefur. Heiilalitur er gulbrúnt. VATNSBERINN Þessi vika i - 19. febr. þér óvenjuleg á 21. jan. Víff/ Þessi vika mun reynast ,A3 ■jJ' gleymirseint. Þessirdagar verða útlátasamir hvað snertir fjármálin. FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Það standa fyrir dymm einhverjarbreytingar á högum þínum, ef til vill flytur þú í nýtt umhverfi eða umgengst mikið fólk, sem þú hefur lítil kynni af. STdÖRNUSPÁ þurrkur. Hún sat og ræddi við gest sinn meðan hún saumaði. Poirot fannst rödd hennar afar áheyrileg og fullþokka. ,,Ég vona að þér njótið jólahátíð- arinnar hér, herra Poirot. Hérna verður bara fjölskyldan og nokkrir nánir vinir. Tvö barnabarnanna, vinur annars þeirra, Bridget og Diana frænkur minar og loks David Welwyn, sem er mjög gamall og náinn vinur. Bara fjölskylduveisla eins og þér sjáið. En Edwina More- combe sagði að það væri einmitt þess konar, sem þér óskuðuð sérstaklega eftir að sjá. Gamaldags jól. Ekkert gæti verið meira gamaldags en hérna! Maðurinn minn vitið þér, lifir bókstaflega í fortíðinni. Hann vill að allt sé nákvæmlega eins og það var þegar hann var tólf ára hnokki og kom hérna um helgar.” Hún brosti meðsjálfri sér. ,,Allt eins og það var, jólatréð, sokkarnir hengdir upp, ostrusúpan og kalkúninn — tveir kalkúnar, annar soðinn hinn steiktur — plómubúðingurinn með hringum og piparsveinshnappinum og öllu hinu innaní. Við getum þvi miður ekki haft sexpens í honum núorðið þvi að þau eru ekki úr ekta silfri lengur. En allir gömlu eftirréttirnir, elvas plómur og carlsbad plómur, möndlurog rúsinur, sykraðir óvextir og engifer. Drottinn minn dýri, ég hljóma nánast eins og pöntunar- listi frá Fortnum og Mason! ” ,,Ég fæ vatn í munninn, mad- ame.” ,,Ég býst við að við munum öll þjást af meltingartruflunum um kvöldmat á morgun,” sagði frú Lacey. „Við erum ekki vön að borða svona mikið nú orðið, ekki satt?!! Hún var trufluð af gleðihrópum fyrir utan gluggann. Hún kíkti út. , ,Ég veit ekki hvað þau eru að gera þarna úti. Þau eru sjálfsagt að leika sér eitthvað býst ég við. Ég hefi alltaf verið svo hrædd um, vitið þér, að þessu unga fólki leiddist hvernig við höldum jólin hátíðleg. En sú hefur aldrei orðið raunin á, þvert á móti. En ef við lítum á son minn og dóttur og vini þeirra, þá var annað hljóð í strokknum hjá þeim. Þau fullyrtu að öll þessi fyrirhöfn væri tóm vitleysa og miklu betra væri að fara á dansleik á einhverju hótelinu. En yngri kynslóðinni virðist finnast þetta afskaplega spennandi. Nú og þar fyrir utan,” bætti frú Lacey við af móðurlegri umhyggju, ,,eru skóla- strákar og skólastelpur alltaf svöng, ekki satt? Þau hljóta að vera svelt í skólanum. Það vita jú allir að krakkar á þessum aldri borða álíka mikið og þrír hraustir karlmenn.” Poirothióogsagði: ..Þaðvarmjög fallega gert af ykkur hjónunum að leyfa mér að taka þátt í jólagleð- inni með fjölskyldunni á þennan hátt.madame.” , ,Ö, okkur er mikil ánægja af því að hafa yður hjá okkur,” sagði frú Lacey. ,,Og ef yður finnst Horace þurr á manninn,” hélt hún áfram, „skuluð þér ekki láta það á yður fá. Hann er bara þannig. ” Það sem eiginmaður hennar hafði í rauninni sagt var: „Mér er ómögu- legt að skilja hvers vegna þú vilt endilega láta einn af þessum skollans útlendingum vera að eyðileggja fyrir okkur jólin. Hvers vegna getum við ekki boðið honum að koma einhvern tíma seinna? Ég þoli hreinlega ekki útlendinga! Þó það, þá það, Edwina Morecombe bað okkur að bjóða honum. Hvers vegna hún er að vasast í þessu er mér ómögulegt að botna í. Mér þætti gaman að vita það? Hvers vegna býður hún honum ekki að vera hjá sér um jólin?” „Vegna þess,” hafði frú Lacey sagt, „að hún fer alltaf til Claridges á jólunum, eins og þú veist vel.” Maður hennar hafði litið á hana rannsakandi augnaréði og sagt: „Þú ert ekki með neitt í pokahominu Em, erþað?” „Með eitthvað í pokahorninu?” sagði Em og starði sakleysislegum bláum augunum á bónda sinn. ,, Auðvitað ekki. H vers vegna ætti ég aðveraþað?” Lacey gamli ofursti hló djúpum, drynjandi hlátri. „Það hefur ekki fariðframhjá mér, Em,” sagði hann. „Þegar þú lítur sem sakleysislegast út ertu oftast nær að bralla eitt- hvað.” Um leið og hún rifjaði þetta upp með sjálfri sér sagði frú Lacey: „Edwina sagði að hún héldi að þér gætuð kannski hjálpað okkur... Ekki hef ég hugmynd um hvernig, en hún sagðiaðþérhefðuð einu sinni hjálpað vini hennar við — við mál, sem á einhvern hátt likist okkar. Ég — ja, kannski hafið þér ekki hugmynd um hvaðégávið?” Poirot leit á hana uppörvandi. Frú Lacey var tekin að nálgast sjötugt, teinrétt, með mjallhvítt hár, rjóðar kinnar, blá augu, hlægilegt nef og kinnbein, sem lýstu ákveðni. , ,Ef það er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða yður er mér það mikil ánægja,” sagði Poirot. „Mér skilst að hér sé um að ræða unga stúlku, sem hefur látið blindast af ástinni. Frú Lacey kinkaði kolli. „Já. Það kann að virðast undarlegt að ég skuli — ja, tala við yður um þetta. Ég á við — þér eruð okkur algerlega ókunnur.” „Og þar að auki útlendingur, ” bætti Poirot við skilningsríkur. „Já,” sagði frú Lacey., „en kannski er bara auðveldara að tala við yður fyrir bragðið. Hvað umþað, Edwina virðist álíta að þér vissuð kannski eitthvað — hvernig á ég nú að orða það — eitthvað að gagni um þennan Desmond Lee-W ortley. ’ ’ Poirotþagðiandartakmeðan hann dáðistað snilligáfu Jesmonds og því hve auðveldlega honum hafði tekist að fá lafði Morecombe til að vinna í hansþágu. „Það fer ekki, skilst mér, sérlega gott orð af þessum unga manni?” byrjaði hann varfærnislega. „Nei, svo sannarlegaekki! Það fer afar slæmt orð af honum! En það virðist ekki skipta Söru neinu. Það hefur heldur aldrei nein áhrif til hins betra að segja ungum stulkum að menn séu þekktir að endemum? Það — það gerir þær bara ennþá blindari!” 36 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.