Vikan

Issue

Vikan - 02.12.1976, Page 39

Vikan - 02.12.1976, Page 39
,,En hvað þér hafið rétt fyrir yður, ’ ’ sagði Poirot. ,, Þegar ég var ung, ” hélt frú Lacey áfram, ,,(mikið er nú annars langt síðan) þá vorum við varaðar við ákveðnum ungum mönnum, og auð- vitað varð það bara til þess eins að auka áhuga okkar á þeim, og ef einhverri okkar tókst að ná þeim út á dansgólfið eða vera með þeim einum einhvers staðar í dimmu gróður- húsi....” Hún hló. ,,Þess vegna vildi ég ekki að Horace gerði neitt af því sem hann ætlaði sér.” „Segið mér eitt,” sagði Poirot, ,,hvað er það í raun og veru sem veldur yður áhyggjum?” „Sonurokkardóístriðinu,” sagði frú Lacey. „Tengdadóttir mín lést þegarSarafædddistsvoað hún hefur alltaf verið hjá okkur, og við ólum hana upp. Kannski hefur okkur ekki tekist uppeldið sem skyldi — það veit ég ekki, en okkur hefur alltaf fundist að hún ætti að fá að vera eins frj áls og frekast hefur verið unnt.” „Það held ég að sé ákaflega æskilegt,” sagði Poirot. „Það þýðir ekki að berjast við tíðarandann.” „Nei,” sagði frú Lacey, „mér hefur alltaf fundist það út í hött. Og að sjálfsögðu gera stúlkur nú orðið svona nokkuð.” Poirot leit hugsand á hana. ,, Ég held að venj an sé að kalla fólk eins og Sara umgengst kaffihúsa- pakkið,” sagði frú Lacey. „Hún fer ekki á dansleiki eða svoleiðis nokkuð. Þess í stað býr hún í tveimur, fremur óyndislegum herbergjum í Chelsea niðri við ána og klæðist alls konar skringilegum fötum, svona rétt eins og hinir úr þessum sama hópi, svörtum eða skærgrænum sokkum. Mjög þykkum sokkum. (Mér finnst þeiralltaf stinga mig!) Og hún fer um allt án þess að þvo á sér hárið eða greiða sér.” „Ca, c’est tout a fait naturelle,” sagði Poirot. „Þetta er tíska nú- tímans. Þau vaxa upp úr þessu.” „Já, ég veit,” sagði frú Lacey. ,, Ég hef ekki áhy ggj urafþessháttar. En sjáið þér, hún er farin að vera með þessum Desmond Lee-Wortley, og hann hefur afar vafasamt orð á sér. Hann lifir svo að segja á auðugum stúlkum. Það virðist sem svo að þær sjáiekkisólinafyrirhonum. Minnstu munaði að hann kvæntist stúlku úr Hope fjölskyldunni, en fjölskylda hennar lét svipta hana sjálfræði eða eitthvað því um líkt. Og auðvitað er það einmitt það, sem Horace vill ólmur gera. Hann segir að það verði að gera eitthvað svoleiðis til að vernda hana fyrir honum. En ég held að það sé ekki góð hugmynd, herra Poirot. Ég meina — þau stinga sér baraí burtu til Skotlands eða írlands eða Argentínu eða eitthvað, og gifta sig annaðhvort eða búa saman ógift. Og þótt það brjóti í bága við lögin og allt það — það yrði alls engin lausn þegar allt kæmi til alls, eða hvað? Ég tala nú ekki um ef hún yrði barnshafandi. Þá yrðum við að láta undan og leyfa þeim að giftast. Og þá, að minnsta kosti sýnist mér að það fylgi næstum alltaf í kjölfarið, kæmi að skilnað eftir eitt eða tvö ár. Siðan kæmi stúlkan heim og að einu eða tveimur árum liðnum giftist hún aftur einhverjum, sem er svo góður og vel upp alinn að hann er nánast leiðinlegur, og þau koma sér fyrir einhvers staðar. Það sem mér þætti verst væri ef barn væri með í spilinu, vegna þess að það er aldrei eins, að vera alinn uppafstjúpa hversu góður sem hann nú kann að vera. Nei, ég held að það sé miklu betra að haf a það eins og við gerðum í minu ungdæmi. Ég á við að sá sem við urðum ástfangnar af í fyrsta skipti í þá daga vareiginlegaalltaf einhver óæskileg- ur náungi. Ég man að ég bar hræðilega ástríðu í brjósti til ungs manns sem hét — hvað hét hann nú aftur? — skrítið, ég get ómögulega munað skímarnafnið hans! Tibbitt var ættarnafnið. Tibbitt karlinn. Auðvitað harðbannaði faðir minn honum að stíga fæti sínum inn fyrir okkar dyr, en honum var boðið að koma á sömu dansleiki og okkur og við dönsuðum mikið saman. Og stundum stungum við af og sátum saman einhvers staðar úti, og stundum gátu vinir okkar komið því svo fyrir að við komumst saman í skemmtiferðir. Auðvitað var þetta allt saman ákaflega spennandi og allt harðbannað, en við skemmtum okkur konunglega. En maður gekk þá ekki eins — ja, eins langt og stúlkurgeranúátímum. Ogsvo eftir nokkurn tíma hvarf herra Tibbitt úr huga mínum. Trúiðþér því, þegar ég hitti hann svo aftur fjórum árum seinna var ég steinhissa á því að ég skyldi nokkurn tíma hafa séð eitt- hvað við hann. Þá virtist mér hann einstaklega leiðinlegurungur maður. Yfirborðskenndur, þér vitið. Gat engan veginn haldið uppi sam- ræðum.” „Manni finnast alltaf æskuárin bes t, ” sagði Poirot s volítið spekings - lega. „Ég veit,” sagði frú Lacey. „Þetta er þreytandi er það ekki. Ég má ekkiþreyta yður. Samt sem áður vil ég alls ekki að Sarah, sem er i rauninni indæl stúlka, giftist þessum Desmond Lee-Wortley. Hún og David Welwyn, sem býr hérna núna, vorualltafsvohrifin hvort af öðru, og við vorum að vona, Horace og ég, að þau giftust þegar þau yrðu eldri. En auðvitað finnst henni hann bara leiðinlegurnúna, og hún er gjörsam- lega blinduð af ást til Desmonds.” „Ég skil yður ekki fullkomlega, madame,” sagði Poirót. „Er hann hérna núna, hérna í húsinu, þessi Desmond Lee-Worthley?” Framhald i næstu VIKU. * Iladda fer í búðir Fyrir þá sem hafa gaman af að mála, en treysta sér þó ekki til að skapa sín listaverk sjálfir, er alveg tilvalið að mála eftir númerum. Þessar myndir fást í Tómstundahúsinu, Laugavegi 164, og kosta frá kr. 335, 15 X 20 cm til 2.020, 41X51 cm. Verslunin Blóm og ávextir hefur opnað nýja verslun að Bankastræti 11. Þar fæst þessi gamli oliulampi sem kostar kr. 24.700. Þessi glæsilegi gólflampi er belgískur. Hann er úr smíðajámi og með ljóshlíf úr nautshúð. Hann kostar kr. 46.000 í Ljós og Raftæki, Glæsibæ. Barbapapanáttkjólar í stærð- unum 100—130 cm frá kr. 1.983 og náttbuxur í stærðunum 70—80 cm kr. 1.470. Verslunin Anna Gunnlaugsson, Starmýri 2. Hjá Þorsteini Bergmann, Laufásvegi 14, Laugavegi 4, Skólavörðustíg 36 og Hraunbæ 102, fæst þessi litla kröftuga ryksuga. Hún heitir Moulinex og er franskættuð. Mér finnst sérstök ástæða til að mæla með henni þar sem hún kostar aðeins kr. 11.650. MiCROMA MICROMA MICROMA MICROMA MICROMA Microma tölvu- eða rafeindaúr með fljótandi kristöllum kosta frá kr. 16.000 í Radíóbúðinni, Klapparstig 26 og Skipholti 19. 49. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.