Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.12.1976, Qupperneq 44

Vikan - 02.12.1976, Qupperneq 44
Gjöf ársins 1976 Eplarós. Þetta er sjötta skeiðin í dýrmætri seríu frá Georg Jensen. Skeiðin er úr Sterl- ing silfri, gullhúðuð og með blómamynd úr email. Hvert ár kemur ný skeið með nýju blómamynstri. Upplag hverr- ar skeiðar verður mjög tak- markað. Jóhannes Norðfjörð h/f. Hverfisgötu 49, Sími 13313 Laugavegi 5, Sími 12090 ■______SMÁSAGA norm hj eftir P ■ ■ ■ %■ HENRY SLESAR og dauðinn Beverly kom heim úr skíðaferð með slæma lungnabólgu. Hún fór í rúmið með öll leikrit Camille, og Eugene var ekki aðeins undirlagður af fátækt, heldur einnig draumórum; með hverjum degi óx löngun hans til að kyrkja hana. Þegar Beverly Hazard réði fjár- haldsmann, fannst eiginmanni hennar, Eugene, að það þýddi lok sérstaks tímabils. Það hafði verið dásamlegt timabil, sem Eugene, byroniskur, ljóshærður maður, níu árum yngri en Beverly, hafði notað til að sóa fjármunum hennar kæru- leysislega, með mestu ánægju og samviskulaust. „Þetta er það fáránlegasta, sem ég hef nokkumtima heyrt,” sagði hann við konu sína þegar hann heyrði fréttirnar. ,,Að þurfa að vera háður þessum — ókunnuga manni varðandi peninga, eins og ég væri smábam. Og láta hann borga alla reikningana.” „Hann hefur gjörbreytt fjármál- um nokkurra kunningja minna,” muldraði Beverly og dillaði sér fyrir framan einn af tuttugu og átta speglum í húsinu þeirra i úthverf- inu. „Mér er sagt að hr. D sé mjög duglegur maður. Herra D (fullt nafn hans var Duprey) var nógu duglegur til að andmæla Eugene í fyrsta skipti sem þeir hittust. Hann skoðaði Eugene hátt og lágt gegnum þykku gler- augun sín, hrærði í grófu yfirskegg- inu og sagði: „Hvað meinið þér, ekki nóg? Ég álít, að hundrað dollarar á viku séu hæfilegir vasa- peningar fyrir hvem sem er.” „Það fer eftir vasanum,” sagði Eugene grobbinn. „Það vill svo til að minn er djúpur. Ég krefst þess að þér hækkið áætlunina.” „Þvímiður”sagði hr. Dþurrlega. „Ég get ekki gert það.” 'Hvers vegna?” „Vegna vinnuveitanda mins,” svaraði hr. D um hæl. „Nú ef yður væri sama, hr. Hazard, þá á ég mjög annríkt núna. Einkaritari minn mun láta yður fá ávísun á leiðinni út.” Tveim dögum seinna hringdi Eugene i hr. D og sagði: „Ég þarf hundrað dollara í viðbót. Viljið þér gera svo vel að gefa út ávísun?” „Til hvers eru peningarnir?” „Ég held það skipti yður engu.” „Þvi miður herra Hazard, ef þér viljið ekki útskýra eðli þarfa yðar, get ég ekki hjálpað yður.” „Það er reikningurinn frá barn- um,” sagði Eugene reiðilega, „frá klúbbnum mínum.” „Ég borga alla reikninga yðar, hr. Hazard. Segið klúbbnum yðar að senda þá bara til mín.” „En skiljið þér ekki að þeir neita að skrifa meira hjá mér fyrr en ég borga!” „Drekkið heima”, sagði hr. D rólega. Eugene fór að róðum hans. Þegar Beverly kom að honum um kvöldið var hann dauðadrukkinn að leita að tilfallandi smámynt í bólstruðum húsgögnunum. Ástandið versnaði með degi hverjum. Beverly var ánægð með batnandi stöðu í fjórmálum fjöl- skyldunnar, en Eugene var svo miður sín vegna skorts á reiðufé, að hann fór að fá undarlegar, illkvittn- ar hugmyndir. Kvöld eitt fór hann á almenningsbókasafn, en það var ódýr skemmtun, sem hr. D hefði verið ánægður með. I lestrarsalnum erfiðaði hann í gegnum fjögur bindi af bókum, sem báru hinn almenna tiltil: Glæpafræði. Hann fór án þess að finnast hann hafa fundið lausn á vandamálinu. En tveim mánuðum seinna gladd- ist hann yfir að hafa öðlast þá þekkingu á ofbeldi, sem hann hefði aflað sér. Beverly kom heim úr skíðaferð með slæma lungnabólgu. Hún fór í rúmið með öll leikrit Camille, og Eugene var ekki aðeins undirlagður af fátækt, heldur einnig draumórum; með hverjum degi óx löngun hans til að kyrkja hana. En kyrking var of hættuleg, lesturinn hafði kennt honum það. Kyrking skildi eftir merki ó hálsi fórnardýrs- ins. Það var önnur leið, einfaldari og heimilislegri, og hann komst að því sér til mikillar ánægju, að hún var í einstöku samræmi við sjúk- dóm hennar. Hann fann það undir K, Köfnun, í bók sem kallaðist: Manndráp og greining þeirra... einkenni köfnunar, hvort sem hún stafar af hengingu, kyrkingu, gas- eitrun, eða sjúkdómum svo sem Iungnabólgu, eru venjulega hin sömu, svo sem blýgrá slímhúð, bláar eða svartar varir, bláar neglur á tám og fingrum. Útlit eftir dauða gefur ekki til kynna að dauða hafi ekki borið eðlilega að höndum og þessvegna verða yfirvöld að reiða sig á önnur sönnunargögn til að ókvarða nákvæmlega dauðaorsök... Á föstudagskvöldið, meðan kon- an hans svaf uppi i herberginu, sem hún dvaldist í meðan á veikindun- um stóð, gaf Eugene þjónustufólk- inu frí yfir helgina. Á laugardags- morguninn fór hann sjálfur upp með morgunverðinn handa henni. Bev- erly gladdist yfir þessu óvænta framtaki. „Hvað hefur komið fyrir þig Eugene?” Hann glotti. „Viltu að ég mati þig, kanínuskinn?” Hún tisti eins og hún væri nýgift. Þetta reyndist vera hinn ánægjulegasti morgunn, og Eugene gladdist yfir að svo var, þar sem hann var hennar síðasti. Þegar hann yfirgaf herbergið klukkan tíu, eftir að hafa látið hana taka inn meðulin, voru augu Beverly að lokast og hún sofnaði undir áhrifum svefnlyfja. Það tók hann hálfa klukkustund að ganga fró öllum gluggum, uppi og niðri. Dymar út ó smásvalir baka- til á húsinu voru óþéttar og hann tróð handklæðum í rifurnar. Hann gerði það sama við eldhúsdyrnar. Síðan fór hann að gaseldavélinni, sneri öllum tökkum á fullt og slökkti logana. Lyktin varð óðar óþægileg, en hann vissi, að nokkur tími myndi líða þangað til gasið næði til efri hæðarinnar. Hann skyldi sannarlega gefa því nægan tíma — satt að segja heila helgi. Hann yfirgaf húsið nokkrum mínút- um seinna, og tók með sér það nauðsynlegasta, en það hafði hann tekið saman um nóttina. Hann tók minni bílinn og fór á hótel í borginni. Seint á sunnudagskvöldið kom hann til baka. Hann stóð við útidyrnar og drap vandlega í vindl- ingnum sem hann var að reykja, og stakk siðan lyklinum í skróna. Síðan gekk hann inn í húsið. Ský af hinu bítandi ósýnilega gasi, sem 44 VIKAN 49. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.