Vikan - 02.12.1976, Page 45
gaus á móti honum hafði nærri þvi
riðið honum að fullu. Með vasaklút
fyrir vitunum fór hann til herbergis
Beverly til að líta á árangur erfiðis
síns. Hún svaf alveg eins og þegar
hann yfirgaf hana. En nú var
svefninn varanlegur. Eugene var
ekki viss við hverju hann ætti að
búast, nú þegar verkinu var lokið.
Það gladdi hann að komast að því
að hann mætti alls staðar samúð i
stað gruns. Eina súra eplið, sem
Eugene varð að bíta í kom frá hr. D,
en hann hafði búist við því. Þrem
vikum eftir jarðarförina, fékk fjár-
baldsmaðurinn stuttort uppsagnar-
bréf. Hann hringdi í Eugene og
sagði: ,,Hr. Hazard, ég tel að hér
eftir munið þér þarfnast þjónustu
minnar meir en nokkumtíma. Þér
ættuð að hugsa yður betur um.”
,,Ég er búinn að hugsa mig um,”
sagði Eugene og naut sigursins.
„Þér eruð rekinn, kunningi.”
„Það tekur mig að minnsta kosti
mánuð að ganga frá bókhaldinu...”
, ,Takið yður tíma, en munið að ég
er húsbóndinn núna. Og það fyrsta,
sem ég vil að þér gerið er að senda
mér ávisun upp á fimm þúsund
dollara.”
Peningunum var vel eytt. Eugene
fór í stutta, en upplífgandi ferð til
Bermúdaeyja. Þegar hann kom
þangað, losaði hann sig bæði við
sorgar- og giftingarbönd og steypti
sér út í hið ljúfa líf. Hann skemmti
sér konunglega.
Hann kom heim aftur eftir hálfan
mánuð með svarta borðann aftur
um ermina og gullhringinn aftur á
fingrinum. Rétt eftir að hann kom
heim fékk hann tvo gesti, báða frá
skrifstofu ríkissaksóknara.
„Ég skil ekki,” sagði hann. „Þið
viljið að ég komi með ykkur? en
hvers vegna?”
„Það er vegna konunnar yðar”,
svaraði annar. „Það kom upp
vafamól um orsök dauða hennar,
hr. Hazard.” Eugene fór að titra.
Hann vissi, að það ætti hann ekki
að gera vegna þess að það kæmi
upp um sök hans. Þegar hann stóð
frammi fyrir rikissaksóknaranum
sjálfum, hrópaði hann: „Ég kom
ekki nálægt þessu!”
„Enginn sagði það, hr. Hazard.”
„Af hverju látið þið mig þá ekki í
friði?” Embættismaðurinn gretti
sig. „Okkur skilst að þér hafið farið
til Bermúda, hr. Hazard.”
„Ég þarfnaðist hvOdar.”
„Eftir því sem okkur skilst nutuð
þér lífsins þar.”
„Kannski var ég bara að reyna að
gleyma. Það skiptir yður engu máli,
hvað ég geri.”
„Þér hafið að sjálfsögðu rétt fyrir
yður. Það kemur okkur ekkert við,
nema eitthvað annað felist að baki,
hr. Hazard. Svo sem morð.”
„Beverly var með lungnabólgu!
„hrópaði Eugene. „Hún kafnaði.
Þið getið ekki kennt mér um það!”
„Það eru tU aðrar leiðir tU að
kafna,” sagði ríkissaksóknarinn.
Hann hallaði sér fram á borðið og
lækkaði röddina. „Og við þekkjum
aðferðina sem þér notuðuð. Þér
kæfðuð hana með gasi, var það
ekki? Skrúfaðir frá gaseldavéhnni,
og skUdi hana eftir tU að deyja. Er
þetta ekki rétt?” Eugene var einnig
að fá einkenni köfnunar. Varir hans
urðu bláar, það strekktist á háls-
vöðvunum, og það leið yfir hann.
Þegar hann rankaði við sér, hvíslaði
hann: „En hvemig í ósköpunum
vissuð þið það?” Það var ekki fyrr
en játning hans hafði verið bókuð,
og undirskrifuð, að ríkissaksóknar-
inn sagði honum það.
„í sannleika sagt vorum við ekki
alveg vissir, hr. Hazard, en maður
nokkur að nafni Duprey lét okkur i
té nokkur áhrifmikU sönnunargögn.
Þekkið þér hann?”
„Hr. D”, stundi Eugene.
„Fjárhaldsmaður yðar. Hann
sagði okkur frá nokkmm atriðum úr
fortíð yðar og konu yðar. Síðan kom
hann að nokkm, sem gæti virst
mikUvægt.”
„Hvað var það?... Hvað!?!?”
hrópaði Eugene.
„Það var gasreikningurinn yðar,
hr. Hazard. Hann flaug upp úr öUu
valdi. Stærsti gasreikningur, sem
þér hafið nokkurntima fengið. Og
við spurðum sjólfa okkur, hvað kom
honum til að hækka svona skyndi-
lega þennan mánuð. Nema þá að þér
hafið notað þessi ósköp af gasi!”
*
í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki,
Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur
kökunum ljúffengt bragð ----------------------
og lokkandi útlit.
cFI0R&
er fyrsta flokks
SMJÖRLÍKISGERÐ KEA
MARGRÉTARKAKA
\
Reynið
nýja
uppskrift
100 g FLÓRU smjöriíki
175 g ROBIN HOOD hveiti
3 matsk. sykur
y2 egg
Fylling:
150 g marcipanmassi
75 g FLÓRU smjörlíki, brætt
50 g flórsykur
1/a egg
Skreyting:
Cocktailber og hnetur
Smjörlíkið mulið í hveitið, sykri
og síðan eggi bætt í. Deigið hnoð-
að saman og geymt í ca 1 klst. á
köldum stað. % hlutar deigsins
breitt út, og botn og kantar hring-
forms klæddir deiginu. Efninu i
fyllinguna hrært sáman og sett á
botninn. Það sem eftir er af deig-
inu breitt út, skorið í lengjur, sem
lagðar eru yfir rúðumunstur. Cock-
tailberin skorin sundur og sett i
rúðurnar á móti hnetunum. Bakað
i ca 25 mínútur við góðan hita
(200°C).
49. TBL. VIKAN 45