Vikan


Vikan - 19.05.1977, Síða 4

Vikan - 19.05.1977, Síða 4
Hand san Mýkir, grædir og verndar hörundid. Handsan er handáburður í háum gæðaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. Hand Hand san san handcream crema para LAS MANOS i'SSSSS’ Hand san |«isr sawihs, tWM, WrthiMrt Heildsölubirgóir: Halldór Jónsson hf. Sími 86066. — Nei, ég er að fara í Borgarnes. — Ætlarðu að mála þar? — Eruð þið að gera at í mér? Má ég sjá blaðamannapassann? Hlé á samræðunum á meðan við leitum að passa. Það er naumast. Maðurinn er greinilega veraldarvanur. Ég held áfram að spyrja, þegar ég hef haft upp á passanum: — Ertu á leið í Borgarnes til þess að mála þar? — Nei, ég er að fara að setja upp sýningu þar. — Hefurðu ferðast með Akra- borginni áður? — Já, en það er orðið langt síðan. Þetta er annars ágætt skip. Ég hef ferðast dálítið með ferjum erlendis. — Hefurðu málað mikið að undanförnu? - Já, já. — Eru þetta þá ný verk, sem þú sýnir í Borgarnesi? — Nei, þetta er þannig tilkomið, að ég er á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna. Marg- ir kaupstaðir og kauptún halda einhverskonar listahátíðir eða listavikur, og þetta verður á einni slíkri. Það var beðið um 20-30 myndir eftir tvo menn, svo að ég er líka með myndir eftir Hring Jóhannesson. ALLTOF MIKILL SNJÓR Við þökkum Hafsteini fyrir og rennum sjónum yfir aðra farþega. Við höfum sannarlega heppnina með okkur, því að þarna eru áreiðanlega erlendir ferðalangar. — Hvaðan eruð þið? — Viðerumfrá Bandaríkjunum. — Og hvert eruð þið að fara? — Við ætlum bara hérna yfir flóann. — Eruð þið búin að vera lengi á íslandi? — Nei, bara eina viku. — Ætliði að stoppa lengi? — Nei, aðeins tvo daga í viðbót. — Hvernig líkar ykkur hérna? — Ágætlega. Það er bara of mikill snjór. Við hefðum gjarna viljað fara til norðurlands, en þar er alltof mikill snjór. Það er líka dálítið kalt hérna. — Hvers vegna komuð þið til íslands? — Við höfðum séð myndir héðan, og okkur fannst þær svo fallegar, að við ákváðum að fara hingað og sjá landið með eigin augum. Þau heita Sally og Steve og hafa nýlokið háskólaprófi í líf- fræði. Reyndar eru þau á leið til Evrópu í sumarleyfi og ætla ef til vill að kom hér við á heimleiðinni. Þorvaldur Guömundsson, skipstjóri. Haukur Kristjánsson, 1. stýrimaóur. REYKJAVÍK FÆR VÍST NÓG Við erum nú að leggja að landi á Akranesi. Reyndar ætlum við að byrja á því að fara í nokkrar búðir, sem við höfðum áður hringt í og fengið góðar undirtektir hjá. Eftir nokkurt ráp höfnum við loks í verslun Helga Júlíussonar úrsmiðs Hann tekur okkur opnum örmum og vill allt fyrir okkur gera. Við leggjum fyrir hann nokkrar spurn- ingar: — Hvernig er að reka verslun hér á Akranesi? — Að sumu leyti er erfitt að vera með verslun hér, svo nálægt Reykjavík, sérstaklega sérverslan- ir. Þó finnst mér verslun hafa aukist hér á síðustu árum, og ég held, að öll verslunarþjónusta hér sé góð. Flest fólk kaupir hlutina hér, ef þeir fást, heldur en að sækja þá til Reykjavíkur. Fleirum og fleirum er farið að verða Ijóst, að það er allra hagur að versla sem mest á heimaslóðum. Því meiri verslun, þeim mun betra vöruval og þjónusta og meira í opinber gjöld. Það er nógu stór hluti sem Reykjavík fær í sinn hlut. — Hefur þú rekið þessa verslun lengi? — Já, ég er búinn að vera úrsmiður hér í rúm tuttugu ár. Nú er sonur minn tekinn við verk- stæðinu, en hann lærði í Dan- mörku og Sviss, var um tíma hjá Omega þar. Ég sé hins vegar um verslunina. Fyrst héldu margir, að úrin hlytu að vera miklu betri i Reykjavík, en það er nú liðin tíð, 4 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.