Vikan - 19.05.1977, Page 5
Eigendur GLÓÐARINNAR eru
ekki viö þegar við komum, en
afgreiðslustúlkan, Helga Gísla-
dóttir, sem starfað hefur þar í
tæpt ár tekur okkur opnum
örmum, svo að okkur finnst við
vera einhver sérstök mikilmenni.
Viljum við eindregið mæla með
því, að þeir ferðalangar, sem til
Akraness koma, bregði sér á
Glóðina, því þar er matur og
þjónusta með ágætum. Við þökk-
um svo eigendunum hjartanlega
fyrir okkur!
Hér látum við staðar numið að
sinni, en í næsta blaði fáum við að
heyra sitthvað um sögu Akraness,
lítum inn í verksmiðjuna Marm-
orex o.fl.
A.K.M. & A.Á.S.
Hafsteinn Austmann, listmálari.
enda höfum við reynt að leggja
okkur fram við að veita góða
þjónustu, og það held ég, að allar
verslanir hér á Akranesi geri.
Einn þátt, sem varðar verslanir
hér, vil ég minnast á, en það eru
ferðamálin og aukinn ferða-
mannastraumur, sem hefur átt
sinn þátt í aukinni verslun hér.
Helgi er reyndar formaður
kaupmannafélagsins á Akranesi,
og með honum í stjórn er m.a.
Aðalsteinn Aðalsteinsson, en
hann rekur málningar- og hrein-
lætistækjaverslun. Við þá félaga
spjöllum við dágóða stund, og
þeir benda okkur á nokkur ágæt
efni í blaðið.
Það er farið að nálgast hádegi,
og okkur er ekki til setunnar boðið
hér. Hins vegar er okkur boðið í
mat á matsölustað í bænum.
BURÐARÁSARNIR BORÐA Á
GLÓÐINNI!
GLÓÐIN, Kirkjubraut 4, Akra-
nesi, er lítill og vinalegur grill-
staður. Við komuna til Akraness
hafði okkur verið tilkynnt, að á
GLÓÐINNI biði okkar hádegis-
verður í boði eigenda staðarins, en
það eru þau Margrét Jónsdóttir
og Grétar Ólafsson. Meðan verið
er að grilla steikina okkar og setja
salatið, kartöflurnar og sósuna á
diska, snúum við okkur að hópi,
sem situr við næsta borð og
snæðir hádegisverð af mikilli vel-
þóknun:
— Borðið þið yfirleitt hérna í
hádeginu? Eða er það kannski
bara í tilefni af síðasta vetrardegi?
— Já, það gæti alveg eins verið
þess vegna.
— Eruð þið kannski að halda
upp á eitthvað annað?
— Nei, nei, það bara nennti
enginn að hlaupa út í búð og
kaupa í matinn.
— Eruð þið í skóla, eða vinnið
þið kannski á saman stað?
— Já, við vinnum öll hjá Bæjar-
skrifstofunum.
— Er þetta allt starfsfólkið hjá
Bæarskrifstofunum, eða bara hluti
þess?
— Ja, það mætti kannski segja,
að þetta séu burðarásarnir!
Mikill hlátur gellur við í sam-
starfsfólkinu. — Nei, það eru
miklu fleiri, sem vinna þar. Yfirleitt
tökum við með okkur nesti eða
kaupum okkur eitthvað úr búð-
inni, en nú erum við bara aðeins
að breyta til.
— Er þetta eini matsölustaður-
inn hérna, eða er einhver annar
hér svipaður?
— Jú, það er hótelið. En þetta
er eini grillstaðurinn hérna á
Akranesi.
„Félagarnir" heita Einar, Gunn-
ar, Ása, Heiða og Þóra. Einar
hafði orð fyrir þeim. Þegar Jim
gerir sig líklegan til að mynda þau,
gellur við í einhverjum, að úr
þessu gæti bara orðið hjóna-
skilnaður, og svo skellihlægja þau
öll. Við skulum nú vona, að ekkert
verði úr skilnaðinum — ekki viljum
við vera ábyrg fyrir svoleiðis
hlutum!
GÓLFKLUKKUR
★ Stórglæsilegar ítalskar
gólfklukkur.
★ Hver klukka sannkallað
listaverk.
★ Afaklukkur fara aldrei
úr tízku. Þær endast öldum
saman og verða verðmætir
ættargripir.
★ Getum einnig útvegað
yfir 100 mismunandi gerðir
úr eik, hnotu og maghoni
innlagðar og skreyttar.
★ Komið og kynnið ykkur
verð og gæði
★ Fjölbreytt úrval af
svissneskum úrum til ferm-
ingargjafa.
★ Mjög hagstætt verð.
★ Sendum í póstkröfu
um allt land.
Garðar Ólafsson,
úrsmiður — Lækjartorgi. Sími 10081.
20. TBL.VIKAN 5