Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 5

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 5
Eigendur GLÓÐARINNAR eru ekki viö þegar við komum, en afgreiðslustúlkan, Helga Gísla- dóttir, sem starfað hefur þar í tæpt ár tekur okkur opnum örmum, svo að okkur finnst við vera einhver sérstök mikilmenni. Viljum við eindregið mæla með því, að þeir ferðalangar, sem til Akraness koma, bregði sér á Glóðina, því þar er matur og þjónusta með ágætum. Við þökk- um svo eigendunum hjartanlega fyrir okkur! Hér látum við staðar numið að sinni, en í næsta blaði fáum við að heyra sitthvað um sögu Akraness, lítum inn í verksmiðjuna Marm- orex o.fl. A.K.M. & A.Á.S. Hafsteinn Austmann, listmálari. enda höfum við reynt að leggja okkur fram við að veita góða þjónustu, og það held ég, að allar verslanir hér á Akranesi geri. Einn þátt, sem varðar verslanir hér, vil ég minnast á, en það eru ferðamálin og aukinn ferða- mannastraumur, sem hefur átt sinn þátt í aukinni verslun hér. Helgi er reyndar formaður kaupmannafélagsins á Akranesi, og með honum í stjórn er m.a. Aðalsteinn Aðalsteinsson, en hann rekur málningar- og hrein- lætistækjaverslun. Við þá félaga spjöllum við dágóða stund, og þeir benda okkur á nokkur ágæt efni í blaðið. Það er farið að nálgast hádegi, og okkur er ekki til setunnar boðið hér. Hins vegar er okkur boðið í mat á matsölustað í bænum. BURÐARÁSARNIR BORÐA Á GLÓÐINNI! GLÓÐIN, Kirkjubraut 4, Akra- nesi, er lítill og vinalegur grill- staður. Við komuna til Akraness hafði okkur verið tilkynnt, að á GLÓÐINNI biði okkar hádegis- verður í boði eigenda staðarins, en það eru þau Margrét Jónsdóttir og Grétar Ólafsson. Meðan verið er að grilla steikina okkar og setja salatið, kartöflurnar og sósuna á diska, snúum við okkur að hópi, sem situr við næsta borð og snæðir hádegisverð af mikilli vel- þóknun: — Borðið þið yfirleitt hérna í hádeginu? Eða er það kannski bara í tilefni af síðasta vetrardegi? — Já, það gæti alveg eins verið þess vegna. — Eruð þið kannski að halda upp á eitthvað annað? — Nei, nei, það bara nennti enginn að hlaupa út í búð og kaupa í matinn. — Eruð þið í skóla, eða vinnið þið kannski á saman stað? — Já, við vinnum öll hjá Bæjar- skrifstofunum. — Er þetta allt starfsfólkið hjá Bæarskrifstofunum, eða bara hluti þess? — Ja, það mætti kannski segja, að þetta séu burðarásarnir! Mikill hlátur gellur við í sam- starfsfólkinu. — Nei, það eru miklu fleiri, sem vinna þar. Yfirleitt tökum við með okkur nesti eða kaupum okkur eitthvað úr búð- inni, en nú erum við bara aðeins að breyta til. — Er þetta eini matsölustaður- inn hérna, eða er einhver annar hér svipaður? — Jú, það er hótelið. En þetta er eini grillstaðurinn hérna á Akranesi. „Félagarnir" heita Einar, Gunn- ar, Ása, Heiða og Þóra. Einar hafði orð fyrir þeim. Þegar Jim gerir sig líklegan til að mynda þau, gellur við í einhverjum, að úr þessu gæti bara orðið hjóna- skilnaður, og svo skellihlægja þau öll. Við skulum nú vona, að ekkert verði úr skilnaðinum — ekki viljum við vera ábyrg fyrir svoleiðis hlutum! GÓLFKLUKKUR ★ Stórglæsilegar ítalskar gólfklukkur. ★ Hver klukka sannkallað listaverk. ★ Afaklukkur fara aldrei úr tízku. Þær endast öldum saman og verða verðmætir ættargripir. ★ Getum einnig útvegað yfir 100 mismunandi gerðir úr eik, hnotu og maghoni innlagðar og skreyttar. ★ Komið og kynnið ykkur verð og gæði ★ Fjölbreytt úrval af svissneskum úrum til ferm- ingargjafa. ★ Mjög hagstætt verð. ★ Sendum í póstkröfu um allt land. Garðar Ólafsson, úrsmiður — Lækjartorgi. Sími 10081. 20. TBL.VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.