Vikan


Vikan - 19.05.1977, Side 10

Vikan - 19.05.1977, Side 10
Vikan fer í búðir Verslunin BJARG, Skólabraut 21, Akranesi, framleiðir þessi skrifborð, sem eru úr tekki. Þau eru með sex skúffum, og kostar borðið kr. 46.500. BJARG selur einnig skrifstofustóla, og kostar þessi á myndinni kr. 24.600. Hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, Kirkjubraut 11, Akranesi, fæst allt milli himins og jarðar, en þar rákumst við á þessi útvarpstæki og sjónvarpstæki. Sjónvarps- tækið, sem er af gerðinni Loewe, er 12 tommu, og kostar það kr. 80.790. ..Poppy” útvarpstækið, sem er með innbyggðu kasettu- tæki, kostar kr. 53.456, en Loewe útvarpstækið kostar kr. 16.400. 1 versluninni DRANGEV, Skólabraut 26, Akranesi fást þessar ensku dömupeysur úr acryl í 4 mynstruðum litum, Verðið er 4.900. Rúllukraga- peysan undir fæst í 6 litum og kostar kr. 1.900. Verslunin OÐINN, Kirkjubraut 5, Akranesi, selur alls kyns leikföng og annað fyrir börn. Hjólið, sem við sjáum á myndinni, kostar kr. 8.900 með skúffu, en þríhjól án skúffu kosta kr. 7.420 og kr. 7.920. Skóverslunin STAÐARFELL, Kirkjubraut 1, Akranesi, selur skóna, sem við sjáum á þessari mynd. Clarks herraskór' kosta frá kr. 4.995, stigvélin sem eru úr portúgölsku leðri, kr. 14.560 og bamastígvél kr. 4.500. MÁLNINGARÞJONUSTAN, Stillholti 2, Akranesi, hefur á boðstólum gólfteppi í mjög miklu úrvali úr ull, acryl og nælon. Verðið er frá kr. 2000 ferm. og er til mjög mikið af mynstrum. MÁLNINGAR- ÞJÖNUSTAN selur einnig bað- mottusett og málningarvörur, svo eitthvað sé nefnt. PÓSTURDíN ALDURSTAKMARK TIL ÚTLANDA? Kæri Póstur! Ég hef nú aldrei skrifað þér áður, svo ég vona, að þetta bréf lendi ekki i hinni landsfrægu ruslakörfu, henni Helgu. Ég les nú oftast Vikuna, og mér finnst blaðið fara versnandi. Það eina sem lesandi er í því, eru mynda- sögurnar og Pósturinn. En get- urðu sagt mér, hvort það þarf einhvern vissan aldur til að fara út til útlanda, einn eða með jafnöldr- um sínum? Hvernig passa saman vogin (stelpa) og vetnsberinn (strákur)? En vogin (stelpa) og meyjan (strákur)? Hvaða merki passar best við vogina, og hver er happalitur og tala vogamerkisins? Og svo þetta venjulega: Hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með fyrirfram þökk, H.J. Það erþó alltaf bót í máli, aö þú hefur gaman af myndasögunum og Póstinum í Vikunni. Hugsaðu þér bara, ef þú hefðir ekki gaman afneinu í henni. Það fer alveg eftir því, hvað fólk er þroskað, hvað það þarfað vera gamalt til að fara til útlanda, en þaö eru engin lög til yfir það! Ætli samþykki foreldr- anna nægi ekki. Um samband vogarstelpu og vatnsberastráks segir eftirfarandi: Samband ykkar verður rómantískt og spennandi. Þið þreytist aldrei hvort á öðru. Meyjarstrák og vogarstelpu er hins vegar ekki spáð /ang/ífu sambandi. Hrúts- merkið á einna best viö vogina, en /jónsmerkið passar einnig vel, og pari úr vogarmerki er spáð mjög góðu og skemmtilegu sambandi. Happa/itur vogarmerkisins er fjólublár og happatala 19. Skriftin ber vott um fljótfærni og bendir til, að þú sért uppstökk. Þú ert ekki nema svona 13 ára. FLUGFREYJUSTARF 0. FL. Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður. Ég hef alltaf ætlað að skrifa þér, en ekki komiö mér að því. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga. Ég ætla ekki að biðja þig að ráða fram úr ástarmálum fyrir mig, heldur ætla ég að spyrja þig um allt, sem mér dettur í hug og langar að vita varðandi starf. Spurningarnar verða um áhuga- mál mitt, og það er flugfreyjustarf. Mig langar að vita sem allra mest um þetta starf. Einnig ætla ég að biðja þig að svara nokkrum aukaspurningum. Ætli það sé ekki best að skella sér í spurningarnar. Hér koma þær: 1. Hvaða menntun þarf að hafa til að geta gegnt þessu starfi? 2. Hvað þarf maður að kunna mörg tungumál, og hver eru helstu tungumálin? 3. Hvað má maður vera þungur og hvað hár? Er eitthvert lágmark? 4. Hvað þarf maður að vera gamall, og hvernig námskeið tekur maður? 5. Hvernig er þessu starfi háttað? Við skulum segja, að þetta sé nóg um þetta starf. En þá ætla ég að spyrja þig aukaspurningar, en fyrst ætla ég að segja stuttan kafla úr því, sem ég ætla að spyrja um. Þannig er mál með vexti, að ég er alveg útundan í lífinu. Vinkona mín er voða vinsæl hjá öllum, bæði yngri og eldri aðilum. Það líta allir svo stórt á hana, t. d. þorir enginn að segja neitt illt við hana, en mörg viðurnefni fæ ég. Hún er eins og Guð í þeirra augum. Ef einhver segir eitthvað við hana, og hún segir honum að halda kjafti eða eitthvað svoleiöis, þá gerir hann það. En af mér að segja, þá er ég hreint og beint fyrirlitin, ég má varla hreyfa mig, ég get ekkert skemmt mér með öðrum, get ekki talað við neinn, ég er í engum félagsskap, hef ekkert samband við aðra. Ég get ekki lifað svona lengur. Ég á ekki nema eina vinkonu, aðra þekki ég ekki. Ef ég fer á böll.sit ég ein úti I horni og góni út í loftið. Vinkona m(n er svo eftirsótt, að ótrúlegt er. Einu sinni vildi enginn með hana hafa. Ég veit ekki, hvernig ég á að koma mér inn í félagslífiö með öðrum. Hvernig veröur líf mitt í framtíð- inni? Út frá þessu þarf ég að spyrja 10 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.