Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 12

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 12
„Aldreiað fresta til i fegurðarsamkeppni, sem ferðaskrifstofan Sunna stóö fyrir, var á dögunum kjörin Ungfrú Reykjavík. Þrjár stúlkur tóku þátt í keppninni og síðan munu þær keppa um titilinn Ungfrú island 22. maí næstkomandi, ásamt stúlkum utan af landi. Hlutskörp- ust í keppninni Ungfrú Reykjavík varð Sigurlaug Halldórsdóttir, en ásamt henni tóku þátt í keppninni þær Anna Björk Eðvarösdóttir og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Vikan leit inn á heimili Sigurlaugar og ræddi lítilsháttar við hana um keppnina og fleira, og síðan svaraöi hún nokkrum misjafnlega gáfulegum samviskuspurningum, sem við lögðum fyrir hana. Sigurlaug er fædd í Reykjavík 9.11.1959 og er því 17 ára að aldri. Hún stundar nám við Menntaskól- ann i Reykjavík og lýkur prófum úr 4. bekk þaöan í vor. Við spurðum hana um tildrög þess, að hún fór í þessa keppni. — Upphafið var þannig, að Heiðar Jónsson kom að máli við mig í janúar síöastliðnum og bauð mér að taka þátt í þessari keppni. Og eftir að hafa hugsaö mig vel um, ákvað ég að slá til. — Hvernig fór keppnin sjálf fram? — Við vorum þrjár valdar af sérstakri dómnefnd úr hópi 30-40 stúlkna. Við vorum síðan kynntar á Sunnukvöldum, komum fram fjór- um sinnum í allt, í mismunandi fötum. Gestirnir á þessum kvöld- um greiddu svo atkvæði, og síðan voru þau talin saman að þessum kvöldum loknum, og úrslitin kunngerð. Ég fer svo til Japans og tek þar þátt í keppninni Miss International. Anna Björk keppir hins vegar í Miss Europe, og Guðbjörg í Miss Scandinavia. — Hver eru aöaláhugamálin? — Fyrst og fremst er það dansinn, en ég hef lært dans frá 3ja ára aldri í dansskóla Her- manns Ragnars Stefánssonar, og vonast til að halda áfram. (Til gaman* má geta þess, aö Sigur- laug hefur haft sama dansherr- ann, Ásmund Pál Ásmundsson frá 6 ára aldri). Svo les ég mjög mikiö, en ég er lítið fyrir skáldsögur, les mest eitthvaö i sambandi við landafræði, líferni fólks í afskekkt- um löndum og dýralíf. Svo hef ég óskaplega gaman af að læra tungumál og er mikið fyrir að ferðast. — Og þá er komið að ,,sam- viskuspurningunum': 1. Ertu með eöa á móti bjórnum? — Ég er meö honum, ef hann verður seldur í áfengisverslunun- um, en algjörlega á móti því, að hann verði seldur í matvöru- verslunum. 2. En áfengum drykkjum yfir- leitt? — Ég er á móti þeim og bragða þá ekki sjálf. 3. Reykirðu? — Nei, það geri ég ekki. 4. Hvað er það versta, sem fyrir þig gæti komið? - Að missa fæturna eða verða blind. 5. Hvar viidirðu heist eiga heima? — Á íslandi — en annars á afskekktri eyju í Kyrrahafinu. 5. Hvaða rithöfundi hefurðu mest dáiæti á? — Það er enginn sérstakur í uppáhaldi hjá mér, ég les mest af fræðslubókum. 6. Hver er eftirlætis málarinn þinn? — Degas. r BORGARHUSGOGN HREYFILSHUSINU VIÐ GRENSASVEG - SIMI8-59-44 Lítiö inn, það Miklabraut Borgarhusgogn Litaver Hreyfill borgar sig Fellsmúli URVAL AF: Húsgögnum, Ljósatœkjum, lömpum og skrautmunum, sem prýða hvert heimili. VELJIÐ ÍSLENZK HÚSGÖGN - Biðjið um myndalista — Póstsendum 12 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.