Vikan


Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 12

Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 12
„Aldreiað fresta til i fegurðarsamkeppni, sem ferðaskrifstofan Sunna stóö fyrir, var á dögunum kjörin Ungfrú Reykjavík. Þrjár stúlkur tóku þátt í keppninni og síðan munu þær keppa um titilinn Ungfrú island 22. maí næstkomandi, ásamt stúlkum utan af landi. Hlutskörp- ust í keppninni Ungfrú Reykjavík varð Sigurlaug Halldórsdóttir, en ásamt henni tóku þátt í keppninni þær Anna Björk Eðvarösdóttir og Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Vikan leit inn á heimili Sigurlaugar og ræddi lítilsháttar við hana um keppnina og fleira, og síðan svaraöi hún nokkrum misjafnlega gáfulegum samviskuspurningum, sem við lögðum fyrir hana. Sigurlaug er fædd í Reykjavík 9.11.1959 og er því 17 ára að aldri. Hún stundar nám við Menntaskól- ann i Reykjavík og lýkur prófum úr 4. bekk þaöan í vor. Við spurðum hana um tildrög þess, að hún fór í þessa keppni. — Upphafið var þannig, að Heiðar Jónsson kom að máli við mig í janúar síöastliðnum og bauð mér að taka þátt í þessari keppni. Og eftir að hafa hugsaö mig vel um, ákvað ég að slá til. — Hvernig fór keppnin sjálf fram? — Við vorum þrjár valdar af sérstakri dómnefnd úr hópi 30-40 stúlkna. Við vorum síðan kynntar á Sunnukvöldum, komum fram fjór- um sinnum í allt, í mismunandi fötum. Gestirnir á þessum kvöld- um greiddu svo atkvæði, og síðan voru þau talin saman að þessum kvöldum loknum, og úrslitin kunngerð. Ég fer svo til Japans og tek þar þátt í keppninni Miss International. Anna Björk keppir hins vegar í Miss Europe, og Guðbjörg í Miss Scandinavia. — Hver eru aöaláhugamálin? — Fyrst og fremst er það dansinn, en ég hef lært dans frá 3ja ára aldri í dansskóla Her- manns Ragnars Stefánssonar, og vonast til að halda áfram. (Til gaman* má geta þess, aö Sigur- laug hefur haft sama dansherr- ann, Ásmund Pál Ásmundsson frá 6 ára aldri). Svo les ég mjög mikiö, en ég er lítið fyrir skáldsögur, les mest eitthvaö i sambandi við landafræði, líferni fólks í afskekkt- um löndum og dýralíf. Svo hef ég óskaplega gaman af að læra tungumál og er mikið fyrir að ferðast. — Og þá er komið að ,,sam- viskuspurningunum': 1. Ertu með eöa á móti bjórnum? — Ég er meö honum, ef hann verður seldur í áfengisverslunun- um, en algjörlega á móti því, að hann verði seldur í matvöru- verslunum. 2. En áfengum drykkjum yfir- leitt? — Ég er á móti þeim og bragða þá ekki sjálf. 3. Reykirðu? — Nei, það geri ég ekki. 4. Hvað er það versta, sem fyrir þig gæti komið? - Að missa fæturna eða verða blind. 5. Hvar viidirðu heist eiga heima? — Á íslandi — en annars á afskekktri eyju í Kyrrahafinu. 5. Hvaða rithöfundi hefurðu mest dáiæti á? — Það er enginn sérstakur í uppáhaldi hjá mér, ég les mest af fræðslubókum. 6. Hver er eftirlætis málarinn þinn? — Degas. r BORGARHUSGOGN HREYFILSHUSINU VIÐ GRENSASVEG - SIMI8-59-44 Lítiö inn, það Miklabraut Borgarhusgogn Litaver Hreyfill borgar sig Fellsmúli URVAL AF: Húsgögnum, Ljósatœkjum, lömpum og skrautmunum, sem prýða hvert heimili. VELJIÐ ÍSLENZK HÚSGÖGN - Biðjið um myndalista — Póstsendum 12 VIKAN 20. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.