Vikan


Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 21

Vikan - 19.05.1977, Qupperneq 21
hliðar og stóð upp. ,,Fæðið hér verður verra og verra með hverjum deginum sem líður,” sagði hann reiðilega. Það var þolinmæði í rödd djáknans, eins og hann væri hræddur um að móðga Tony, þegar hann sagði: ,,Ætlar þú að borða ht iiiin i kvöld, drengur minn?” „Nei,” Tony gaf enga frekari skýringu, en brosti til Caroline og fór út. Djákninn sneri sér til Caroline og brosti afsakandi. „Jæja, ungfrú Hay, eigum við að fara og skoða dómkirkjuna núna?” Caroline tók eftir, að það vottaði fyrir baugrum undir vingjarnlegum og fremur fjörlegum augum hans. Ef til vill vann hann of mikið. Hún vissi, að biskupinn var í Kanada, og án efa jók það skyldur undirmanna hans. Eða kannski djákninn hefði áhyggjur af einhverju. Það var gaman að ganga um dómkirkjuna með honum. Frásagn- ir og athugasemdir djáknans, sem var vel-að sér um sögu kirkjunnar, urðu til þess að auka enn aðdáun hennar á fegurð dómkirkjunnar. Þetta var aðeins almenn skoðun- arferð. Caroline myndi sjálf athuga ástand tréverksins seinna. Þau námu staðar um stund til þess að skoða málverk frá miðöldum, sem nýlega hafði fundist í hliðarkapellu. Það átti að tákna dómsdag, til annarrar hliðar voru hinir hólpnu á leið upp til guðs, hinum megin hinir fordæmdu á leið niður til heljar. Uppgötvun málverks þessa var mikils virði fyrir dómkirkjuna, og djákninn virtist mjög hrifinn af því. En Caroline fannst það frekar ógnvekjandi. Ekki varð hjá því komist að taka eftir því, hversu mikil áhersla var lögð á pinslir hinna fordæmdu, og sumt af því, sem listamaðurinn lét gerast í logum helvítis, var vægast sagt mjög ógeðslegt. Seinna gekk Caroline til baka með djáknanum, klæddi sig í gallabuxur og peysu, tók með sér ritföng og fór aftur til dómkirkj- unnar til þess að byrja rannsóknir ó altaristöflunni. fíún var niðursokkin við vinnu sína, uns dimma tók, þá gekk hún aftur heim i hús djáknans. u M leið og hún kom inn í forstofuna, sá hún sér til undrunar Tony koma út úr dagstof- unni, hann hafði verið að bíða eftir henni. „Þarna ertu. Má bjóða þér út að borða? Þá fáum við kannski tækifæri til að fá eitthvað ætilegt.” Hún hló. „Þakka þér fyrir. það væri fínt. Ég ætla samt að skipta um föt fyrst, ég er öll í ryki." „Það er blettur á nefinu á þér," sagði hann alvarlega, um leið og hann tók upp vasaklút og nuddaði óhreinindin gætilega burt. Hún leit upp, svo hár hennar féll aftur og fann augu hans, fagurblá og starandi hvíla á sér. Þrátt fyrir að nenni fyndist hann óþarflega feit- laginn, þá hafði hann eitthvert dýrslegt aðdráttarafl á hana. Hann gerði sér augljóslega fulla grein fyrir kvenleika hennar og var ekkert að dylja það. Henni fannst samt. að hún fyndi eitthvað meira en eðlilegan áhuga hans, eitthvað. sem gerði hana órólega. Það var eitthvað í augnaráði hans og 20. TBL.VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.