Vikan - 19.05.1977, Side 22
hvernig hann talaði, sem var eins og
það væri fyrirfram æft og ákveðið.
Þau borðuðu á litlu dimmu og
rándýru veitingahúsi i miðborginni.
Þau komu snemma, og staðurinn
var hálftómur, Hinum megin í
salnum sá hún hávaxinn mann,
harðlegan á svip með þykk gler-
augu, niðursokkinn í þykkan doð-
rant, meðan hann borðaði. Skyndi-
lega kom hún auga á kunnuglegt
andlit við annað borð.
Nick lyfti glasi sínu í átt til
hennar, og hún kinkaði stuttlega
kolli.
Það var ánægjulegt og jafnvel
hressandi að vera i félagsskap
Tonys. Er hann hafði talað látlaust
i hálftíma, sagði hann allt í einu:
..Manstu, við vorum að tala um
drauga í morgun, og þú minntist
eitthvað á verur i munkakuflum.”
..Já.” sagði Caroline varlega.
,.Ja, ég meina.....” Hann iðaði
óþægilega í stólnum. og Caroline sá
votta fyrir svitadropum á efri vör
hans. ,,Ég meina, þú hlýtur að hafa
haft ástæðu til að nefna þetta. Ég
meina....'' Og síðan sagði hann
fljótmæltur: ..Sástu eitthvað?"
Hún var ekki viss, hvernig hún
ætti að svara þessu. Hann virtist
mjög áfjáður í að hevra svar
hennar.
,.Ja. ég geri ráð fyrir. að faðir
þinn hafi sagt þér frá því." sagði
hiin léttilega. ..Meðan ég beið eftir
verðinum, fannst mér ég sjá röð af
syngjandi verum í munkakuflum,
með kross i broddi fylkungar.
Auðvitað var þetta allt tóm
imyndun. Ég hef bara látið
hugmyndaflugið hlaupa með mig i
gönur."
Tony létti augsýnilega. ,,Ég geri
ráð fyrir, að þú hafir verið að lesa
um ábóta gamla Guillaume og hafir
ímyndað þér þig sjá hann með
munkum sínum.”
"Er það ekki maðurinn, sem lét
mála fjórtándu aldar myndina, sem
fannst nýlega? Ég sá hana aðeins í
dag. Hún er heldur ljót, finnst þér
ekki?”
TT ANN samsinnti því ákaft og
* sagði: ..Éggeri ráð fyrir, aðþú
vitir allt um Guillaume gamla?”
,,Ja, ég hef lesið sögu kirkjunn-
ar."
,.En þekkirðu sögusagnirnar?"
..Hvaða sögusagnir?” spurði hún
snöggt.
Toný hallaði sér fram á borðið, og
augun i honum urðu stór og
ljómandi.
..Hann gerði sko ýmislegt ljótt,
hann ábóti gamli Guillaume.”
Nick stóð upp til að fara, og hún
fylgdi honum eftir með augunum,
þegar hann skálmaði út úr salnum.
Hún beið eftir. að hann liti við, og
þegar það brást, varð hún hálf
vonsvikin
,,Ungfrú Hay — Caroline —
hefurðu áhuga á djöflatrú?”
Það rifaði aðeins í blá augu hans,
og lostafullt andlit hans var
blóðrautt.
,,Nei,” sagði Caroline, ,,ég held
naumast, að ég hafi það.”
Þau gengu heim eftir dimmum
bugðóttum götunum, og hún bauð
Tony góða nótt í skuggalegri
forstofunni og fór með hálfgerðum
létti upp til sín. Stuttu seinna
heyrði hún hann fara út aftur. Hálf
skömmustuleg fór hún út -að
glugganum og horfði á hann ganga
yfir portið. Hann leit um öxl einu
sinni, eins og hann væri hálf
hræddur um, að einhver væri að
fylgjast með sér.
Hún settist niður og byrjaði að
skrifa athugasemdir um vinnu
dagsins. Hún hafði ekki komist
langt, þegar frú Wheeler barði að
dyrum.
..Ungafrú Hay, það er siminn.”
Hver gat það verið? Gæti það
verið — ? Hún fór niður og tók upp
tólið.
..Halló?”
Röddin, sem svaraði, var hreint
ekki sú, sem hún hafði búist við, og
full undrunar tók hún andköf.
..Caroline? Þetta er Laurel.”
Eftir augnablik tókst henni að
stynja upp: ,,Hamingjan sanna,
halló”
,.Caroline,” sagði Laurel, ,,ég
hringdi til þess að bjóða þér í mat.
Fyrst þú verður hér í Haidansbury
um tíma.... Hvað verðurðu annars
lengi?”
Rödd hennar var þrungin spennu.
Það var þá þetta, sem hún vildi
vita. Hve lengi Caroline yrði
þarna.
AROLINE kvaðst ekki vita,
hve starf hennar í dómkirkj-
unni myndi taka langan tima. Og ef
svo ólíklega vildi til, að Laurel væri
að reyna að sættast við hana,
sagðist hún hafa ánægju af að
þiggja boðið og hafði á orði, hve
vinsamlegt það væri af Laurel að
bjóða henni.
,,Við verðum að ákveða daginn,”
sagði Laurel.
,,Ég er laus öll kvöld,” svaraði
Caroline sannleikanum samkvæmt.
Laurel svaraði stuttlega: „Hvað
með annað kvöld?”
,,Það væri fínt.”
Þegar hún kom aftur upp til sín,
háttaði hún, lagðist upp í rúm og
starði út i myrkrið.
Hvernig myndi þetta verða annað
kvöld með Nick og Laurel? Átti hún
að þora að vona, að Laurel hefði
breyst? Eða Nick?
Hennar eigin tilfinningar gagn-
vart Nick voru þær sömu. En hún
vildi ekki einu sinni játa það fyrir
sjálfri sér.
Framhald í næsta blaði.
Electrolux
m
ÞVOTTAVÉL
Verð kr. 166.000
Við bjóðum hagstæð greiðslukjör
þ.e. útborgun kr. 66.000 og
eftirstöðvar greiðist á sjö mánuðum,
Vélin tekur 5 kg. af þurrum þvotti.
Vinduhraði 520 snún/min.
,___rougnr^2— VtTTYATT4 fÖMTVÁTT
-QO-vvii , eat--------------
~~ KULÖttTVATT ’
KULÖflTVÁTT feqf
CtWTR:ruOCHtNG C
22 VIKAN 20. TBL.