Vikan


Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 42

Vikan - 19.05.1977, Blaðsíða 42
Ég keypti mér fleiri og fleiri hringi, gullhringi og demants- hringi. Ég hugsaði með mér, að ég yrði að hætta að kaupa mér alla þessa skartgripi, því ég er ekkert hrifin af skartgripum yfirleitt. Eina skiptið, sem Keith varð hálf illur, var þegar ég keypti mér orgel fyrir 500 pund. Það voru bara duttlungar í mér; Keith vissi, að ég kæmi aldrei til með að spila á það, og það gramdist honum. Stuttu síðar byrjaði hann að drekka mikið, og ég vissi, að hann þráði ákaft að hitta aftur gömlu vini sína úr námunni. Hann starfaði ekkert og hafði ekkert að gera, svo hann sökkti sér niður í tómstunda- áhugamál. Sjáið til, það verður að finna sér nýjan lífsmáta, þegar allt i einu eru til peningar, sem ekki voru fyrir hendi áður. Keith keypti sér veiðistangir, byssur og myndavél- ar. Hann fór meira að segja að spila golf. á barnum á heimili okkar voru til aUar vintegundir. stórkostlega. Það var yndislegt að búa í stóru herbergi, og ýta bara á bjölluhnapp til að fá hádegisverð — kampavín í fallegri silfurfötu með ís og sjóðheitar steikur. Þeir kunna sannarlega lagið á að láta fólki líða vel þar. Þegar við komum aftur heim frá Bandaríkjunum, seldum við húsið okkar og keyptum okkur stórkost- legt, nýtísku hús á einni hæð fyrir 11.000 pund. Eldhúsið var allt úr gleri, með 90 skápum. Níutíu! Ég spurði Keith, hvernig i ósköpunum við ættum að fara að því að fylla upp í 90 skápa. Það tók marga mánuði að fylla þetta stóra hús með húsgögnum. Við settum þykk teppi um allt húsið, þykk glitofin gluggatjöld og gólfhita; rafmagns- reikningurinn varð 470 pund fyrir eitt tímabil. Ö, þetta var stórkost- Iegt, eftir að hafa vanist því að bera kol úr garðinum inn í gömlu bæjar- blokkina. 1S1 'WiKilimlÍISSISI mmm Örugg og nýtískuleg kven- og karlmannsúr á mjög hagstæðu verði. Kynnið VIÐ ÞURFTUM AÐ KLlPA OKKUR TIL AÐ TRÚA, AÐ ÞETTA VÆRI ALLT RAUN- VERULEGT. Við áttum yndislegt svefnher- bergi, lágt 300 punda hjónarúm með grænu satínáklæði og snyrti- borð með alveg eins grænu áklæði. Gólfteppið var dökkfjólublátt, og ofan á því voru hvitar mottur. Ö, þetta var yndislegt! Við áttum líka stóra lóð. Okkur Keith leið vel í þessu húsi. Ég þurfti oft að klípa mig til að trúa því, að þetta væri allt raunverulegt. Ef þið vissuð, hvernig æskuár min voru, skilduð þið mig. Ég var elst okkar systkinanna, síðan kom Jess, þá Maureen, George, Geoff, og að auki voru tvö börn föðurbróður míns, Michael og Margaret. Kona hans var dáin, og mamma tók börn þeirra að sér, þar sem enginn annar var til að annast þau. Það var erfitt að komast af, og húsið var alltaf yfirfullt. Pabbi þjáðist af flogaveiki og gat ekki unnið mikið, og mamma var asma- sjúklingur, en hún vann fyrir ÉG FALDI 500 PUND 1 NÆR- FÖTUNUM - ÉG VISSI, AÐ ÉG MUNDI ÞARFNAST ÞEIRRA. Dag einn fórum við til Leeds til að kaupa golfbúning á Keith. Hann vildi hafa mig með sér, því hann vissi, að ég hafði góðan smekk. Við gengum af tilviljun framhjá ferða- skrifstofu, og ég sagði: ,,Ö, hvað það væri yndislegt, ef við gætum farið til Bandaríkjanna”. Það næsta sem gerðist, var að við vorum um borð í flugvél á leið til Bandaríkj- anna — Los Angeles, Dallas og New York. Ég hafði falið 500 pund í nærfötunum mínum, því við mátt- um aðeins taka 250 pund hvort með okkur úr landi, og af minni fyrri reynslu að dæma, vissi ég, að það yrði ekki nóg. Ég fór í stóra, fræga verslun í New York og keypti mér allra handa fatnað; veski úr krókódilaskinni fyrir 80 pund, skó í stil á 90 pund. I villtustu draumum mínum hafði mig ekki einu sinni dreymt um að borga 90 pund fyrir skó. Það er stórkostleg tilfinning. Það var margt sem heillaði í Bandarikjunum. Mér leið alveg 42 VIKAN 20. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.