Vikan


Vikan - 19.05.1977, Síða 47

Vikan - 19.05.1977, Síða 47
ÞVÍLÍKT DRULLUMOJ Næsti leiðarhluti var hinn marg- umtalaði og illræmdi isólfsskála- vegur, og þvílíkt drullumoj. í byrjun var vegurinn alveg sæmi- legur og allt að því ágætur, en svo fór hann ört versnandi, og það endaði með þvl, að komið var að um það bil þrjúhundruð metra löngum kafla, sem var varla jeppa- fær. Þegar ekið var út í drullu- svaðið, varð fyrst að fara yfir hvarf, svo ferðin var ekki mikil, þegar í svaðiö kom. Nú var allt gefið í botn og bílnum þrælaö f drulluna á botnkeyrslu í öðrum gír. Escortinn sökk á kaf, náði sér upp aftur, lenti á hrygg í svaðinu og hreinlega stökk upp úr því, spólaði, rann til, titraði og skalf, svo ég hélt hann myndi hreinlega brotna í tvennt. Sibbi sló í mælaborðið og sagði „Áfram með þig", og áfram fór hann, þar til við komumst yfir alla drulluna. Þeir drullupyttir, sem við komum að eftir þetta, voru svo lítilfjörlegir á móts við þann stóra, að maöur hafði ekki nokkrar áhyggjur af þeim. Ekki neita ég því, að ég var ansi stoltur af Escortinum, þegar isólfsskálavegurinn var að baki og kannski svolitið feginn líka. Og þegar á tímastöðina kom, vorum við á réttum tíma og fengum ekki neinn mínus. DÓNSKUR BENS Á leiðinni að kirkjugarðinum í Hafnarfirði fengum við fjóra í mínus. Flóttamannaleiðin og upp að Geithálsi var hins vegar ekin á núlli. Síðan var farinn svokallaður Hafravatnshringur, og þegar við vorum að aka fyrir Hafravatn kom Bens á móti okkur, og helvl... dóninn tók sveig inn á veginn með þeim afleiðingum, að ég varð að fara út í kant, lenti þar í drullusvaði, og lá við, að ég festi bílinn. En þegar að síðustu tímastöðinni kom, gerðum við einhverja ferlega vitleysu og fengum tíu í mínus. Ekin var stysta leið að Loftleið- um og þar upp á pall til að skila tímakortinu. Árni Árnason, einn af skipuleggjendum þessa ralls, tók við kortinu, en Árni hefur verið einn af aðalmönnunum við að skipuleggja þau þrjú röll, sem hér hafa verið haldin. ÚRSLIT OG AFHENDING Úrslitin í þessu ralli uröu þau, að Ómar Ragnarsson og Jón Ragnarsson uröu í fyrsta sæti. Þeir fengu 6 refsistig og öll á Keppnisskrá og endanleg úrslit Rás- no. Ökumenn BM: Refsi- stig. Sæti. 1. Halldór Jónsson Úlfar Hauksson Fíat 128 rally 14 4. 2. Ómar Þ. Ragnarsson Jón R. Ragnarsson Simca 1100 6 1. 3. Vilmar Þór Kristinsson Sigurður I. Ólafsson Volkswagen Golf 6 2. 4. Jóns R. Sigmundsson Dröfn Björnsdóttir Fiat 128 rally 11 3. 5. Baldur Hlöðversson Hallgrímur Marinósson Skoda 110L 20 6. 6. Úlfar Hinriksson Sigurður Sigurðsson Ford Cortina 1600 70 15. 7. Guðjón Guðmundsson Sveinn Torfi Sveinsson Peugeot 504 89 16/17 8. Garöar Eyland Gunnar Gunnarsson Saab 99 31 10/11 9. Gunnar P. Gunnarsson Volvo 544. Lauk ekki keppni Þorgrímur Halígrimsson braut spindil. 10. Sverrir Ólafsson Þorsteinn Tómasson Ford Escort Rally 29 9. 11- Þórir Halldórsson Friðrik Friðriksson Mættu ekki ti1 keppni 12. Ásmundur Gunnlaugs. Sunbeam Alpine. Lauk ekki keppni. Haraldur Ingþórsson gat á vatnskassa. 13. Þorkell Guðnason Simca 1100TI. Lauk ekki keppni. Guðjón Skúlason gat á vatnskassa. 14. Örn Ingólfsson Maríus Gröndal T rabant 97 18. 15. Árni Bjarnason Sigbjörn Björnsson Ford Escort 1300 31 10/11. 16. Hjalti Hjaltason Lada 2102. Villtust og luku Erling S. Andersen ekki keppni. 17. Finnbogi Ásgeirsson Ford Capri. Brotnaði að Þorbergur Guðmundss. framan. 18. Sigurjón Harðarson Bjarni E. Haraldsson Skoda 110R 57 13/14. 19. Karl H. Cooper Sigurbjörn Árnason Trabant 50 12. 20. Guðjón Jónsson Guðmundur Einarsson Citroen GS 26 8. 21. Birgir Guðmundsson Birgir Halldórsson Ford Cortina 1600L 57 13/14. 22. Hafsteinn Aðalsteinss. Björn Guðjónsson Datsun 160J 23 7. 23. Jóhannes Jóhannesson Vauxhall Viva 89 16/17. Egill Sveinbjörnsson 24. Ólafur Benediktsson Þórólfur Halldórsson Lancer1400 18 5. Þeir voru alltaf kallaöir gömlu mennirnir, þessir á Peugotinum. Þeir festu bllinn fyrir utan veg, en gátu losað hann aftur. Þegar svo á næstu tímastöð kom, kvað við mikið húrrahróp frá áhorfendum. radar. Ökutæki þeirra var Simc- alloo. Annað sæti hrepptu Vilmar Þór Kristinsson og Siguröur I. Ólafs- son, þeir hlutu einnig 6 refsistig, en voru settir í annað sæti, þvf þeir fengu þau á tímastöðvum. Bíllinn þeirra var VW Golf. i þriðja sæti lentu Jón R. Sigmundsson og Dröfn Björns- dóttir. Ég held, að öllum hafi þótt réttlátt, að þau fengju þetta sæti, því Jón hefur lent I fjórða sæti í hinum tveim röllunum og var búinn að fá viðurnefnið Jón fjórði. Bíll Jóns var af gerðinni Fiat 128 rally. Fjórða sætið hlutu HaHdór Jónsson og Úlfar Hauksson, sem óku einnig Fiat 128 rally. Verðlaunaafhendingin fór fram að Hótel Loftleiðum, seinna um kvöldið. Allt liðið hafði verið rekið heim í bað og í önnur föt og síðan skikkað til að mæta aftur til að klappa og vera með. Það var góð stemmning hjá rallmönnum, og sigurvegarinn Ómar Ragnarsson vippaði sér upp á sviðið og skemmti mönnum af sinni al- kunnu snilli. Þar lék hann meðal annars heila jeppakeppni og vakti svo mikinn hlátur, að menn héldu naumast vatni. Bílaumboðið Vökull flutti inn bílinn, sem varð í fyrsta sæti, og fékk það bikar í viðurkenningar- skyni. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri Vökuls tók við vinningnum. Hann gerði sér lítið fyrir í leiðinni og gaf klúbbnum 50 þúsund krónurtil klukkukaupa, og á hann heiður skilinn fyrir það. i 10.-11. SÆTI En það er af okkur Sibba að segja, að við lentum í 10.-11. sæti eftir þetta allt, með 31 mínus. Ekki get ég neitað því, að ég var svolítið spældur. Og mér fannst verða lítið úr öllu því veseni, sem ég hafði gert í sambandi við keppnina, fengið lánuð dekk hjá Barðanum, bíl hjá Sveini Egilssyni og varla hugsað um annað en rall í heilan mánuð. Forráðamenn klúbbsins segjast ætla að halda stórt rall í sumar og ég er auðvitað strax farinn að pæla i því. Á.B. 20. TBL.VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.