Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 17
„Herra Marx, haldið þér ekki, að þér séuð aðeins að villast?" Hún sagði þetta alveg eins og Marga- reth Dumont, kvenhetjan í mynd- um Marx. Það var nóg til að kveikja á kvikindisskapnum í Groucho. Hann fór út úr bílnum og klifraði upp í Ijósastaur til að reyna að átta sig á umhverfinu, eftir því sem hann sjálfur sagði. i því ók lögreglan framhjá og stoppaði til að kanna málið. Þá vantaði klukkuna 20 mínútur í fimm. Daginn eftir vissu allir í Los Angeles, að lögreglan hafði fundið frú Luce upp við Ijósastaur, en efst í staurnum hékk enginn annar en Groucho Marx. Groucho komst upp á kant við fleiri frægar konur, t.d. Gretu Garbo. ,,Hún var með hatt eins stóran og öskutunnulok," sagði hann, ,,og afgangurinn af henni var umvafinn stórum frakka með Erin Fleming var alltaf við hliðina á Groucho, hvert sem hann fór. Hún svaraði oft aðgangshörðum blaðamönnum og varði Groucho fyrirþeim með afli, ef það reyndist nauðsynlegt. karlmannalegu sniði. Ég var í góðu skapi, svo ég lyfti varlega upp hattbarðinu. „Hvernig dirfist þér," sagði Garbo kuldalega. „Afsakið, sagði ég, en ég hélt, að þetta væri einhver af félögum mínum frá Kansas City." Við flugmann einn sagði Groucho: ,,Ég gæti aldrei flogið eins og þér. Mér verður óglatt af því einu að líma frímerki á flugumslag." Og við mjög ófríða konu: ,,Ég gleymi aldrei andliti, sem ég sé, en í yðar tilfelli ætla ég að gera undantekningu." Eitt sinn er hann var að yfirgefa kvöldverðarboð sagði hann við gestgjafann: ,,Ég fékk svo góðan kvöldverð....í gær." Groucho sneri af sér marga lög- fræðinga með svörum sínum. Eitt sinn skrifuðu lögfræðingar Warner Brothers Groucho og sögðu honum, að mynd hans ,,Nótt í Casablanca" mætti ekki bera það heiti, vegna þess að Warner bræður hefðu, 5 árum áður, gert mynd, sem hefði heitið Casablanca (með Humphrey Bogart). Groucho skrifaði í nafni bræðra sinna og svaraði: ,,Kæru Warner bræður. Þið haldið því fram, að Casablanca sé ykkar og enginn megi nota nafnið nema með ykkar leyfi. En hvað um Warner Brothers? Hafið þið einkarétt á því líka? Þið hafið áreiðanlega rétt til að nota nafnið Warner, en hvað með Brothers — Bræður? Starfslega séð voru við, Marxararnir, orðnir bræður löngu á undan ykkur. Og hvað um alla hina bræðurna? Til dæmis bræð- urna Karamazov?" Síðar í bréfinu sagði hann: „Enginn gráskeggjaður lagasnáp- ur skal geta æst til deilna milli Warner og Marx bræðranna. Við erum allir bræður og verðum vinir, þar til síðasti metrinn af filmunni með ,,Nótt í Casablanca" verður kominn upp á spólu!" Lögfræðingar Warner Brothers báðu Groucho þá um að gefa þeim hugmynd um efni myndar- innar. Hann svaraði: ,,Kæru Warner Brothers. Ég get sagt ykkur mikið um efni myndarinnar. Ég leik þar hlutverk doktors í guðfræði, sem gerilsneyðir inn- fædda...." Lögfræðingarnir ítrekuðu beiðni sína, og Groucho afgreiddi máið með þessum orðum: ,,Því miður verð ég að segja ykkur, að það hafa orðið dálitlar breytingar á innihaldi sögunnar. í nýju útgáf- unni leikég hlutverk Bordello, litlu vinkonunnar hans Humphrey Bogart." Eftir þetta heyrði Marx ekki meira frá lögfræðingum Warner Brothers. Á 82. afmælisdegi sínum var Groucho spurður, hvernig hann vildi, að hans yrði minnst. „Lifandi, auðvitað," svaraði hann. ,,Og ef ekki, þá verð ég að láta mér lynda að leika lík." 42. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.