Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 38
°I SKUGGA
%TONSINS
„Er þessi yfirlýsing og þessir
pappírar gOdir, lagalega séð?”
spurði læknirinn. „Filomena er
dáin og einnig Oreste. Presturinn er
eina vitnið.”
„Auðvitað eru þeir i fullu gildi,”
sagði markgreifinn ákveðinni
röddu. „Mér dettur ekki í hug að
efast um áreiðanleika þeirra. Sú
vitneskja að Matteo muni taka við
af mér, gerir mér dauðan léttbær-
an."
„Og er það þetta, sem þú ætlar
að segja borgarbúum, Edward?"
spurði Tessaro.
„Meðal annars, Cesare.”
„Annars hvers?” spurði læknir-
inn.
Edward brosti litillega. , ,Það segi
ég þér ekki. Mín eina von er, að ég
komi öllum á óvart.”
Fundurinn var í þann mund að
hefjast. Það heyrðist kliður frá
mannfjöldanum, þegar borgarstjór-
inn klifraði upp á pallinn. Þessi
kjörni fulltrúi borgarbúa var þrek-
vaxinn og sköllóttur, lyfjafræðing-
ur að mennt. Hann leit vandræða-
lega yfir mannfjöldann og starði
síðan kvíðafullur á hliðið, sem enn
var opið.
Carla hljóp léttilega upp tröpp-
urnar og á eftir henni kom faðir
hennar. Edward leiddi Regínu að
sætaröðinni fyrir framan pallinn.
Matteo sat við hlið hennar, en siðan
komu læknirinn og presturinn.
Stuttu siðar birtist mótorhjóla-
klikan, Giuliano fremstur í flokki.
Þeir stjökuðu fyrirlitlega við þeim,
sem stóðu næst pallinum, og
röðuðu sér upp við pallinn á
mótorhjólunum. Allir jafnháðslegir
á svip og svartklæddir frá hvirfli til
ilja.
„Ekki hélt ég að Giuliano myndi
koma,” sagði Regína við Matteo.
„Hann kemst ekki hjá því,”
svaraði hann. „Allir borgarbúar eru
Regína leit á
Matteo til að sjá,
hvernig hann tæki
þvi, að morðið á
móður hans væri
rætt svona blátt
áfram. Hann sat
eins og úr steini.
Hún tók i hönd
hans.
hér saman komnir og hann verður
að fá að vita, hvað er að gerast.”
Regína leit yfir mannfjöldann og
kom auga á nokkra, sem hún
þekkti. Þarna var Dino, en sonar-
sonur hans var einn af fylgisveinum
Giulianos. öðrum megin við pallinn
stóðu Hugh og Bernard Gifford.
Nokkru aftar sá hún Beppo. Það
gladdi hana. Þótt Beppo fengist
ekki til að vera um kyrrt og hjálpa
sínum gamla félaga, þá hafði hann
þó komið hingað í dag til að styðja
hann.
Borgarstjórinn reis á fætur.
„Kæru íbúar Roccaleone,” hóf
hann hátíðlega mál sitt og einn úr
mótorhjólaklíkunni heyrðist flissa
hátt. Þeir sem næstir honum voru
sussuðu á hann, en það var
augnaráð Giulianos, sem kom
honum til að þagna.
Borgarstjórinn ræskti sig og byrj-
aði aftur. „Kæru íbúar Roccaleone.
Þið vitið öll hvers vegna við komum
hér saman í dag. Ódæðisverk hafa
sett stóran blett á hinn góða orðstír
borgar okkar. Tvær konur hafa
verið myrtar á grimmilegan hátt...”
Fram að þessu hafði fólkið
hlustað af athygli. En Regina velti
því fyrir sér, hversu lengi það yrði.
Giuliano hlustaði aðeins með öðru
eyranu. Hann starði hugsandi á
Cörlu og Edward. Hann og félagar
hans voru allir í sínum venjulega
búningi, en berhöfðaðir. Augu
Regínu hvörfluðu yfir andlit þeirra,
einn eða tveir virtust vera á aldur
við Giuliano, en hinir allir miklu
yngri, varla meira en drengir.
Það var erfitt að viðurkenna, að á
meðal þeirra væri að minnsta kosti
einn morðingi. Þetta voru hraust-
legir ungir sveitapiltar. Það var
auðvelt að ímynda sér þá í
ærslafullum uppátækjum, eins og
til dæmis að hrekkja akandi
vegfarendur. Það var jafnvel hægt
að útskýra uppátæki, eins og
árásina á hús Bernards Giffords.
Þessum unglingum fannst tilvalin
skemmtun að stríða þessari gömlu
kveif.
En morð, sem vakti skelfingu
meðal allra borgarbúa, og þar á
meðal hjá þeirra eigin ættingjum,
gat ekki verið framið af þeim. Til
þess þurfti algjört illmenni. Það
hlaut að vera Giuliano. Þegar hann
væri farinn myndi klikan flosna
upp.
Regina vissi, að það var það, sem
Edward treysti á, og sennilega
átti þessi fundur að verða til þess að
Giuliano missti foringjahlutverk
sitt. Hún leit áhyggjufull á frænda
sinn.
Borgarstjórinn hafði nú lokið
ræðu sinni og bað nú alla þá, sem
höfðu orðið fyrir barðinu á mótor-
hjólaklíkunni, að ganga fram og
bera fram ákærur sínar. Það varð
löng þögn, þangað til sá fyrsti kom,
ófús, en hvattur af nágrönnum
sínum.
Þetta var hávaxinn maður. Hann
var náfölur. Hann sleikti varimar
og leit á Giuliano, mjög tauga-
óstyrkur. Borgarstjórinn klappaði
honum á bakið, og hálf stamandi
sagði hann sögu sína. Giuliano
hreyfði sig ekki hið minnsta og þvi
gerðist annar svo djarfur að ganga
fram. Eftir það var ekkert hik á
þeim, sem þurftu að kvarta. Þeir
töluðu hver á eftir öðrum og lýstu
því, sem þeir höfðu orðið fyrir.
Nú var komið að Gifford. Þetta
var síðasta ógnarverkið og svo
mikilvægt, að hann var látinn koma
upp á pallinn.
Regína sá Giuliano gjóa augun-
um á stuðningsmenn sina.Þetta var
eins og eitthvert merki til þeirra,
hún sá að þeir voru tilbúnir að
framkvæma eitthvað. „Og hver af
okkur gerði þetta, Gifford?” Giu-
liano greip hátt og skýrt fram í fyrir
gamla manninum.
Eins og einn maður beygðu þeir
sig allir niður og tóku upp hjálma
sina og gleraugu, sem höfðu legið
Framhaldssaga eftir Isobel Lambot
38VIKAN 42. TBL.