Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 39

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 39
við fætur þeirra, og settu á sig. Háðsleg glott þeirra ögruðu Eng- lendingnum. Gifford horfði á þá hjálparvana. „Út með það,” sagði Giuliano, ,,segðu okkur hver það var.” Axlir Giffords sigu. Hann sneri sér við og leit bænaraugum fyrst á borgarstjórann og svo á Edward. ,,Ég....ég veit það ekki,” játaði hann. Giuliano rak upp skellihlátur og hinir hnipptu hver í annan og glenntu sig fíflalega i átt að pallinum. Þeir tóku allir af sér hjálmana og köstuðu þeim á milli sín eins og svörtum boltum. Borgarstjórinn horfði á þá skelf- ingu lostinn. Hann var að missa alla stjórn á fundinum. Þá gekk Edward fram og stóð og horfði niður á unglingana. „Við eigum eftir að taka morðin fyrir. Og það er ekkert til að hlæja að. Tvær konur hafa verið myrtar.” Um leið sló þögn á alla. Mannfjöldinn beið eftirvæntingar- fullur og meira að segja hlátur Giulianos kafnaði í hálsi hans. „Við skulum taka þessi mál fyrir, eitt í einu. Fyrst er það Filomena Tebaldi. Hvaða sannanir höfum við? Henni var hrint niður stiga í húsi systur sinnar. Hún höfuð- húpubrotnaði og dó samstundis, áður en hún gat nefnt morðingja sinn.” Lágvær kliður barst frá mann- fjöldanum. „Það sást til morðingj- ans,” hélt Edward áfram. „Það sást til hans, þegar hann var að fara út úr húsinu. Hann var í svörtum leðurjakka, með hjálm á höfði og með gleraugu. Samskonar jakki, hjálmur og gleraugu fundust í skýlinu við borgarhliðið.” „Og hvað er nýtt i þessu?” spurði Giuliano. „Ekkert, nema þú hafir einhverju við að bæta,” svaraði Edward um hæl. „Allt í lagi, við skulum hlusta á, hvað þú hefur að segja. Síðan getum við öll farið heim,” sagði Giuliano með fyrirlitningarsvip. Hann stóð klofvega yfir mótor- hjólið, með krosslagða handleggi. „Þakka þér fyrir,” sagði Edward. Regína leit á Matteo, til að sjá, hvernig hann tæki þvi, að morðið á Tvær konur höfðu verið myrtar, ofbeldismennirnir réðu lögum og lofum í bænum. Loks virtist eitt- hvað eiga að gerast, og allir í bænum voru nú saman komnir til þess að fá að sjá réttlætið sigra. Einhvers- staðar í mannþröng- inni leyndist morð- inginn. 's yr"*’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.