Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 5

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 5
Arabar ndingar Danir Viðtal við Karl Mooney byggingaverkfræðing, sem starfar við vatnsmiðlunar- framkvæmdir skammt frá Tehran í Iran. Hirðingakonur og börn þeirra við tja/d sitt. Mennirnir eru úti við hjarðmennsku. Þetta fóik fer með griðarstórar hjarðir (kindur og geitur) um 300 km ieið mifii sumar- og vetrarhaga. Sumarhagar þeirra fara undir vatn, þegar stíflan verður fullgerð. GAMALDAGS GESTRISNI Karl Moorey stundaði á sínum tíma nám í Menntaskólanum að Laugarvatni, en að því loknu hélt hann til Skotlands og lagði þar stund á byggingaverkfræði við háskólann í Dundee. Þar sem faðir Karls var Bandaríkjamaður.sagðist hann hafa mátt velja um, hvort hann vildi heldur vera bandarískur eða íslenskur ríkisborgari og valdi síðari kostinn, en það gekk hálf erfiðlega að koma því inn í hausinn á blessuðum Bandaríkja- mönnunum, að hann vildi frekar vera íslenskur ríkisborgari. Síðan spurði ég Karl að því, hvers vegna hann hefði farið til náms í Skotlandi. — Á þessum tíma var ekki hægt að Ijúka verkfræðinámi hér heima, og það var svo dýrt að fara til Bandaríkjanna, að Skotland varð fyrir valinu, aðallega vegna tungu- málsins. — Þú hefur dvalið í Skotlanai nokkuð lengi, ert kvæntur skoskri konu og hlýtur því að vera orðinn nátengdur landi og þjóð. Er mikill munurá íslendingum og Skotum? — íslendingar og Skotar eiga að mínum dómi það sameiginlegt, að þeir bjuggu til skamms tíma við mjög slæm skilyrði, bæði efna- hagslega og frá náttúrunnar hendi. Skotar bjuggu aðallega við landbúnað og sjósókn eins og við Íslendingar og lifðu í skugga sterkari þjóðar, án þess þó að tapa þjóðerniskennd sinni. Skotar lifa ennþá við gamaldags gestrisni eiris og íslendingar og eru þannig miklu persónulegri í viðskiptum en flestir aðrir útlendingar, sem ég hef kynnst. Þeir hafa alla tíð þurft að vera ákveðnir eins og við og hafa aldrei tapað sjónum af heiðarleikanum fremur en við. Efnahagslega hafa þeir átt erfiðara uppdráttar nú í seinni tíð, og þess vegna búa Skotar við minni velmegun en islendingar. Sá munur kemur m. a. fram í húsakosti, en veðráttan þar er líka önnur, og þeir hafa ekki þörf fyrir eins góð hús og við hér. Yfirleitt er hægt að treysta meira á skipulagið í Skotlandi, en hlutirnir eru hins vegar ekki eins sveigjanlegir þar og hér, fyrir bragðið. Skotar standa líka mjög fast á sínu. I GEGNUM FJÖLL OG FIRNINDI — Flvað svo með iran. Hvers .yegna ertu að vinna þar núna? — Fyrir u. þ. b. ári var mér boðið starf í iran i sambandi við gerð stórrar vatnsstíflu! Það á að 42. TBL. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.