Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 22

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 22
BOÐBERAR OTTANS Þaðan sem Sara stóð gat hún rétt séð dyrnar á húsvagni herra Turners til hægri, en svæðið var autt og Sara var að þvi komin að snúa sér frá glugganum, þegar litill ljósglampi vakti athygli hennar. Skyndilega fannst henni að hún væri komin til Wales, i sólríka hlíð. Þau höfðu lagst niður i mjúkan mosann og Alec hafði rétt verið búinn að taka hana í fang sitt, þegar hann hafði ýtt henni burtu og stokkið á fætur. ..Helvítis gægir. Sjáðu.” Fingur hans hafði bent á staðinn og Sara hafði séð það koma og fara, örlitið ljós á stærð við títuprjónsodd langt fyrir ofan þau. Eins og til að staðfesta endur- minningar hennar hafði litli ljós- glampinn kviknað aftur meðal aldingarðstrjánna. Ósjálfrátt færði Sara sig og var falin sjónum. Hún heyrði Alec koma upp stigann og hvíslaði rám: ,,Alec.” Hún dró hann inn í barnaherberg- ið, benti út og sagði: ,,Sjáðu þarna úti. Geturðu séð hann?” ,,Séð hvern?” ,,Manninn, sem horfir á húsið.” „Hvað ertu að tala um?” „Það var maður að horfa á húsið í gegnum kíki.” „Jæja, það er enginn núna. Sjáðu sjálf.” Og það var enginn. Hann leiddi hana ákveðinn niður í eldhúsið og lét hana setjast niður. „Sástu virkilega mann horfa á húsið?” spurði hann hana. „Ekki beint. Ég sá glampa á kíkinn hans.” „Heldurðu að það geti ekki verið, að það, sem þú sást, hafi verið glerbrot, sem glampaði á frá sólinni?” „Það gæti ekki verið, því þá hefði það verið stöðugt.” „Ekki ef þú hefur hreyft þig, þó ekki væri nema örlítið?” „Hvers vegna sást þú það þá ekki?” „Vegna þess að sólin lækkar svo ört að núna gæti eitthvað hafa komið á milli þess og sólarinnar — grein, greinarbrot, lauf,” „Þú hefur víst rétt fyrir þér.” „Ég veit ekki, hvað er að þér þessa dagana. Fyrst var það þetta mál með kortið í gærkvöldi og núna þetta. Og þú virðist mótfallinn öllu.” Sara sat þegjandi. Það var satt. Skyndilega breyttist skap hans. „Heyrðu, elskan, heldurðu að þú látir ekki hugarflugið hlaupa með þig í gönur?” Allt í einu gróf hún anditið í hendur sínar og létti af sér með því að gráta. Alec kraup fyrir framan hana, tók utan um hana og strauk þegjandi hár hennar. „Liður þér betur?” Hún kinkaði kolli. „Veistu að ég held að það.sem raunverulega angrar þig, séu áhyggjur af barninu. Reyndu að hætta því, elskan. Það er engin ástæða til að óttast.” Sólin skein gullstöfum inn um rúðótta glugga kirkjunnar og myndaði geislabaug yfir höfðum kórdrengjanna. Sara söng með hugann eingöngu við sinn eigin styrk, sem óx í ríkum mæli. Sú ákvörðun hennar að vera rökfastari og ekki svo upptekin af sjálfri sér auðveldaði hanni daginn og hún fór í rúmið staðráðin í að hugsa ekki um ótta sinn. En hún gat ekki sofið. Loks gafst hún upp við að reyna það. Hún gekk yfir að glugganum og rétti út höndina til að opna hann. Hún var sem stein- runnin. Það var áreiðanlega ein- hver, sem stóð hinum megin á túninu. Hún lokaði augunum og þröngvaði sér til að vera eins róleg og hún hafði verið í kirkjunni í morgun. Hún opnaði augun og leit aftur. Ekkert. Sara kom upp á yfirborðið og strauk blautt hárið frá augunum. Hún naut ánægju frelsisins, hversu auðvelt var að hreyfa sig, létt- leikans, sem hún fann alltaf fyrir í sundlauginni. Heima skildi hún sunddótið eftir á vélarhlíf bílsins á meðan hún reikaði um garðinn. Að lokum kom hún þó aftur að bílnum og þegar hún tók upprúllað handklæðið af vélarhlíf- inni datt úr því lítið hvítt kort. Framhald i næsta blaði 22VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.