Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 47

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 47
Hvað varð um Snowdon lávarð ? Hjónaband Tonys og Margrétar prinsessu var frá upphafi álitið all stormasamt og af og til voru á lofti sögusagnir um að hann og Margrét prinsessa væru í þann veginn að skilja. Eitthvað virðist þetta hafa verið meira en sögu- sagnir, því fyrir tæpum tveimur árum skildu Margrét og Snowdon lávarður, eins og hann var jafnan kallaður, að boröi og sæng. i opinberri tilkynningu frá drottn- ingarhöllinni var það orðað svo, að ,,þau hefðu orðið sammála um að búa ekki saman." En hvað varð um lávarðinn? Fyrstu mánuðina eftir að Tony Armstrong-Jones, eins og hann kýs nú að láta kalla sig, flutti úr Kensington-höllinni hafði- hann ekki ákveðinn samastað, en var til skiptis hjá ættingjum og vinum. Hann tók sér góðan tíma í að leita að húsi við sitt hæfi og hafði skoðað um 75 hús, þegar hann loksins ákvað að kaupa eitt í Kensingtonhverfinu í London. Honum finnst staðurinn hafa mikinn kost í för með sér, því þá er ekki langt fyrir börn hans tvö að koma í heimsókn, þegar þau dveljast hjá móður sinni í Kens- ington-höll í skólaleyfum. Börnin tvö, sem nú eru 13 og 15ára, fá að umgangast föður sinn eins mikið og þau vilja, og bindur hann miklar vonir við.að með því að búa svo nálægt sínu fyrra heimili geti hann haldið nánu sambandi við börnin. i nýja húsinu hefur ræst sú ósk Tonys að eignast eigið heimili, sem hann getur innréttað og búið húsgögnum eftir eigin smekk. Meðan hann bjó í Kensington- höllinni, fékk hann engu ráðið um húsbúnaðinn. Þegar hann flutti þangað, var heitasta ósk hans sú, að fleygja út öllum gömlu, virðu- legu húsgögnunum og fá í staðinn nýtískuleg, litskrúðug húsgögn, en um það var að sjálfsögðu ekki að ræða. i nýja húsinu nýtur Tony nærveru vinkonu sinnar, sem heitir Lucy Lindsay-Hogg, og er sagt að hún hafi átt sinn þátt í að gera nýja húsið að því heimili, sem Tony hefur alltaf þráð. Lucy, sem Tony var sérstök ánægja að því að geta búið nýja heimHið sitt húsgögnum eftir eigin smekk. I hálfan annan áratug varTony Armstrong- Jones nær stöðugt fréttaefni blaða um heim allan er 33 ára, er dóttir auðugs, írsks iðnrekanda. Hún var áður gift kvikmyndaleikstjóranum Michael Linsay-Hogg, en skildi við hann fyrir 6 árum. Hún þekkir því hjónabandið og hættur þess og segist gera sér fulla grein fyrir, hvað hún sé að gera. Kunnings- skapur hennar og Tonys er orðinn nokkuð langur, en þau unnu meðal annars saman í Ástralíu snemma árs 1975, þegar Tony vann að gerð kvikmyndar fyrir BBC. Lucy, sem vinnur sem aðstoð- armaður við upptökur hjá BBC, er vön því að vinna — vinna mikið og á ýmsum timum sólarhings. Er því sagt, að hún hafi fullan skilning á hinum óreglulega starfi Ijósmynd- arans. Margrét prinsessa, sem aldrei hafði dýft hendi í kalt vatn, átti aftur á móti erfitt með að setja sig inn í vinnu- og Ijósmynda- áhuga eiginmannsins, og þeir starfsfjötrar, sem konungsfjöl- skyldan setti á Tony, urðu ekki til að bæta hjónabandið. Tony vantar ekki vinnutilboðin þessa dagana, þvi boðið er í hann bæði austan hafs og vestan. Hann hefur aðallega unnið við gerð heimilda'.vikmynda að undan- förnu, en hvenær sem er getur hann snúið sér að auglýsinga- myndum og blaðaljósmyndum. Hann er sagður geta þénað um 1000 sterlingspund á dag, eða jafngildi 360 þús. ísl. króna og ætti því ekki að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhagnum. Tony Armstrong-Jones er að verða mjög sáttur við sjálfan sig og hið nýja líf, enda hefur hann það sem flestir sækjast eftir: Eigið heimili, góða (vin)konu, sem er orðinn góður félagi barna hans, og vellaunaða vinnu, sem hann getur valið sjálfur. 42. TBL. VIKAN47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.