Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 9
®É>
— Teldu förin, svo viö vitum,
hvað barnið er komið með
margar tennur.
— Ég veit það eru margir, sem
syngja í baði, en ég hef aldrei
heyrt um neinn, sem verður að
hafa undirleik.
— Giftingar til hægri, skilnaðir
til vinstri!
— Pabbi lét flytja símann,
þegar hann fékk reikninginn
síðast.
I NÆSTU VIKU
STEINKA í STUÐI Á
LJTOPNU
Steinunn Bjarnadóttir hafði lítt haft sig í frammi um
margra ára skeið, þegar hún allt í einu stökk fram á
sjónarsviðið með Stuðmönnum og söng lagið um hana
Stinu stuð og fleira gott. Og úr því hún var komin á
bragðið, skellti hún sér i að syngja inn á plötu lagið um
hann Bjössa bollu og fleira gott. Steinunn er reyndar
búsett í þeirri ágætu borg London, en bregður sér öðru
hverju til heimalandsins, og i einni slikri heimsókn
gómaði Vikan hana. í næsta blaði fáum við sem sagt
Steinku i stuði á útopnu.
UNGFRÚ HEIMUR 1907
í litlu fjallaþorpi í Montenegro í Júgóslavíu kúra litil
grá steinhús í voldugum fjallasal. Þarna virðist tíminn
hafa staðið kyrr síðustu 600 árin. Þetta er þorpið
Godinje. Staðurinn er kunnur fvrir tvennt: Ljúffengt
vín og Milenu Lekovic. elstu núlifandi fegurðardrottn-
inguna og þá fvrstu, sem hlaut titilinn ..Ungfrú
heimur”. í næsta blaði fáum við örlítið að kynnast
þessari 95 ára gömlu fegurðardrottningu.
PEYSUR HANDABÁÐUM
Oft fer tíminn fyrir framan sjónvarpið fyrir litið. en þá
er upplagt að hafa eitthvað þægilegt á prjónunum. svo
að tíminn fari ekki algjörlega til spillis. Í næsta blaði
birtum við uppskriftir af ljómandi fallegum peysum.
sem er bæði einfalt og fljótlegt að prjóna, og við höfðum
engu síður til karlanna en kvennanna, þvi við erum
sannfærð um það, að þeir geta ekki síður prjónað, ef þeir
bara vilja^ og skorum nú á þá að sprevta sig á
myndarlegri og góðri peysu, eins og sjá má í næsta
blaði.
STJÖRNUSPÁ
ÁSTARINNAR
Fyrir nokkrum árum birtist í Vikunni stjörnuspá
ástarinnar, sem unnin var af kunnum sænskum
stjörnuspekingi. Þessi skemmtilega spá virðist nú lesin
og nýtt upp til agna, þvi hér linnir ekki fvrirspurnum
frá gunnum og jónum um það, hvernig þessi og hin
merkin eiga saman. Þessu er svolítið erfitt að sinna,
auk þess sem það er heldur einhæft lestrarefni, og því
bregðum við á það ráð að birta þessa spá i heild sinni i
næsta blaði.
VIKAN. Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson,
Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari:
Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn og auglýsingar í Síðumúla 12. Símar
35320—35323. Afgreiðsla og dreifing i Þverholti 11. Simi 36720. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 400.
Áskriftarverð kr. 1500 pr. mánuð, kr. 4500 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 8460 fyrir 26 tölubl.
hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst.
42. TBL. VIKAN 9