Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 40

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 40
STJÖRMJSPA Kr. hhinn 22. júni 2J. júli Nú geturðu leyft þér að láta bjartsýnina ná tökum á þér að nýju. Eitthvað, sem þú hefur lengi beðið eftir, gerist í þessari viku, og veldur þér mikilli gleði. Vnííin 24.\L-pí. 2.t.nkJ. Þú kannt að fá fréttir, sem breyta öllu fyrir þig og þína. Þessi vika getur orð- ið þér eftirminni- leg, ef þú kærir þig um, og þú hittir áhugaverða persónu. Ilrulurinn 21. niiirs 20.jiril Að öllum líkindum verður þetta nokkuð erfið vika, og verður mikið umstang í kringum þig. Þér gefst því lítill tími til hvíldar, og þú verður lítið heima við. N.iulirt 21. ij>ril 2l.niai Nú er kominn tími til að þú látir hendur standa fram úr erm- um og takir til ó- spilltra mála við verkefni, sem þú hef- ur látið sitja á hak- anum alltof lengi. Heillatala er 9. I.jóni*) 24. júli 24. j|>úM Deilur innan fjöl- skyldu þinnar gætu orðið nokkuð alvar- legar, ef þú hefur ekki hemil á skaps- munum þínum. Reyndu að ræða mál- in í ró og næði og komast að sam- komulagi. Sicingcilin 22.dcs. 20. jan. Viðskiptin ganga ekki alveg eins vel og þú hafðir gert ráð fyrir, en það er engin ástæða til að gefast upp. Erfiðleikarnir eru til að yfirstíga þá. \alnshcrinn 21. jan. l'J.fchr. Þú ættir að láta verða af að skrifa einhverjum þér ná- komnum, sem bíður spenntur frétta af þér. Eitthvað, sem þú tekur þér fyrir hendur, verður ekki eins árangursríkt og vonir stóðu til. Tsihurarnir 22.mai 21. júni Það er ekki nóg að vera uppfullur af nýjum hugmyndum og tala í sífellu um þær, nú er kominn tími til að fram- kvæma hlutina. Þú færð óvænta heim- sókn á mánudags- kvöldið. Það dugir ekki að sitja og ætlast til að hlutimir komi af sjálfu sér, þú verður að gera eitthvað í málunum þessa dag- ana. Það er ekki nóg að vera bara bjart- sýnn. Spnrridrckinn 24.okl. Varastu að eyða um efni fram, og sóaðu ekki fjármunum þín- um, nema í nauð- synlegustu hluti. Þú ættir að eyða meiri tíma með fjölskyldu þinni en þú hefur gert að undanförnu. lioitmiióiirinn 24.nói. 21.dcs. Þú ættir að varast að lána peninga í þess- ari viku, þar sem ekki er víst að þú fáir þá endurgoldna. Gefðu nieiri'gbum að því, sem er að gerast i kringum þig. I'iskarnir 20. fchr. 20. mars Varastu að taka of mikið mark á orðum annarra þessa dag- ana, þar sem fólki hættir til að lofa upp í ermina á sér. Vinur þinn kann að búa yfir vitneskju, sem kem- ur vel fyrir þig. móður hans væri rætt svo blátt áfram. Hann sat eins og úr steini. Hún tók í hendi hans. ..Nú skulum við taka fyrir hitt morðið,” sagði Edward. Hvað vitum við um morðið á Rósu gömlu? Húií henti tómat í einn af vinum ykkar úr mótorhjólaklíkunni. Hann hljóp i burtu, hótandi henni öllu illu. Einhvern tíma þetta sama kvöld, var hún kyrkt með sínum eigin trefli og skilin eftir í varðskýlinu við hliðið. Og hvað hefur síðan gerst? Ekkert. Enginn hefur verið ákærð- ur. Og það verður enginn ákærður, nema við leggjum okkur alla fram. Við vitum öll, hvernig mótorhjóla- klíkan er vön að hafa það, þegar lögreglan reynir að yfirheyra þá, þá ljúga þeir hver fyrir annan. Hafið þið í hyggju að láta þá komast upp með þetta, leyfa þeim að þvælast um borgina og gorta af því valdi, sem þeir hafa yfir okkur?” „Og hver ætlar að stöðva okkur?” hrópaði Giuliano. Hann stökk fimlega upp á pallinn. ,,Þú ert búinn að skemmta þér nóg, gamla Ljón,” sagði hann fullur fyrirlitningar. ,,Nú er komið að mér.” „Hlustið ibúar Roccaleone. Þið þekkið mig. Þið vitið, hver ég er. Forfeður ykkar þjónuðu mínum og í staðinn fengu þeir vemd gegn óvinum sínum. Héma áður fyrr var auðvelt að vita hverjir óvinimir vom. Það var fólk úr öðmm borgum. Nú em óvinir okkar mitt á meðal okkar. Og þið vitið hverjir þeir em — vegna þess að ég hef valið þá úr.” Regina fann að hún hélt krampa- kenndu taki um hendi Matteos. Mannfjöldinn var þögull og hlustaði af athygli. ,,Þið hafið hlýtt hér á heilmikið af ásökunum,” hélt Giuliano áfram, ,,og frá hverjum hafa þær komið? Frá kommúnistum, flestallar. Hver haldið þið að örlög ykkar yrðu, ef kommúnistar næðu hér völdum? Ef þið vitið það ekki frá þeim löndum, sem kommúnistar ráða þegar yfir, þá emð þið of heimsk til að hægt sé að bjarga ykkur.” „Þau hlusta öll á hann,” hvíslaði Matteo að Regínu. „Af hverju stöðvar Edward hann ekki?” En Edward stóð til hliðar við Giuliano og lét honum eftir miðju pallsins. „Ef þið viljið ekki stjóm kommúnista í Roccaleone — ”, Rödd Giulianos bergmálaði frá hinum fornu kastalaveggjum — „þá verðið þið að losa ykkur við þá. Rekið þá í burtu, þá og aðra, sem óæskilegir em, eins og þennan vesalings Englending hann Gifford. Hlustið á mig, íbúar Roccaleone. 4 SKUGGA %/ÓNSINS Ég bið ykkur sömu kjör og þið bjugguð svo ágætlega við í margar aldir. Ég losa ykkur við óvini ykkar og í staðinn veitið þið mér hollustu ykkar.” „Guð minn góður,” tautaði Matteo, „hann trúirþessu i raun og vem. Hann er geðveikur.” „Þeirykkar, semekki vilja fylgja mér — ” Giuliano lét augun reika yfir mannfjöldann — „ættu að fara að pakka saman. Og þú, herra Edward, skalt koma þér heim til þín. Hér er ekkert pláss fyrir þig.” Carla stökk á fætur, en mark- greifinn hélt aftur af henni. „Láttu Edward um þetta,” sagði hann. Edward gekk fram á pallbrúnina og starði á fólkið, alveg eins og Giuliano hafði gert. „Kæm vinir, mynduð þið virkilega kjósa að fylgja grimmilegum fasista? — því það er einmitt lýsingin á Giuliano Malaspina. Hann hefur þegar leitt aðra á villigötur.” Hann lét augun hvíla á piltunum á mótorhjólunum. „Þettaem ykkar synir, þeir erú framtíð Roccaleone. Þetta em börnin, sem við börðumst fyrir, ég og þið, vinir mínir, við hættum lífi okkar og limum fyrir þá. Vittorio Malaspina lét lífið fyrir þá. Það er biturlegt, að það skuli vera sonur hans, sem leiðir þá út í ógæfu.” Nú var mannfjöldinn aftur með Ljóninu. „En það er ennþá ekki um seinan,” hrópaði Edward sigri hrósandi. Það er morðingi á meðal okkar, maður, sem er nógu kænn til að skilja, hvernig hann gat notfært sér Giuliano. Hann ætlaði að myrða konu. Morðið sjálft var einfalt. Vanda- málið var að láta ekki góma sig. En hann fékk góða hugmynd. Hann klæddi sig eins og einn úr mótorhjólaklíkunni. Þá gerði ekkert til þótt einhver sæi hann. Það var meira að segja mikilvægt, að einhver sæi hann. Allt sem hann þurfti að gera, var að hlaupa niður að borgarhliðinu og fela búning sinn, meðan vitni að glæpnum fullyrtu i mesta sakleysi, að einn úr mótorhjólaklíkunni væri morðinginn. Og drengirnir lugu, eins og venjulega að lögreglunni, til að bjarga öðrum undan glæp, sem enginn þeirra hafði svo framið.” Edward þagnaði aðeins og um leið heyrðist mikið skvaldur frá mannfjöldanum. Piltamir á mótor- hjólunum störðu hver á annan. 40VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.