Vikan


Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 20.10.1977, Blaðsíða 46
Hún stóð á einum brautarpallin- um og horfði á lestina til Jótlands aka inn. Michael hafði farið nokkuð snemma. því að hann ætlaði fyrst að sækja vin sinn. Það var margt um manninn á brautarpöllunum. Lena efaðist um. að hún kæmi auga á hann i mannmergðinni. Því var hún eiginlega hér? Vildi hún fá staðfestingu á tortryggni sinni í hans garð? Var það af því að hún efaðist um, að hann ætlaði til Jótlands? Allt í einu kom hún auga á Michael. Hver vöðvi var spenntur, og eitt andartak var eins og henni létti. Hann ætlaði þá með lestinni! En þá kom hún auga á vininn: Unga stúlku. með sítt, ljóst hár. Michael hló og talaði við hana og hjálpaði henni hoffmannlega upp í lestina. Hönd í hönd hurfu þau inn. Lena var náföl og skjálfandi, þar sem hún stóð í felum á brautar- pallinum. Lestin hreyfðist hægt af stað. En hún fór ekki burtu, fyrr en hún var alveg horfin sjónum. Þá hljóp hún af stað. Burtu, burtu, hrópaði rödd innra með henni. Tárin streymdu niður kinnarnar. Michael! ... ó, hvernig getur þú gert þetta, hvernig getur . þú verið svona andstyggilegur! Hún fór ekkert meira út þennan dag, — og ekki heldur þann næsta. Hún lokaði sig bókstaflega inni i litlu íbúðinni. Hún vildi ekki sjá nokkra sálu. Hún reyndi að komast til botns i málinu. Hvernig átti hún að bjarga sér ein með barnið, sem hún átti vona á. Hún iðraðist þess nú að hafa ekki sagt Michael, hvernig komið var fyrir henni. Hann var faðir barnsins og varð að taka á sig ábyrgðina, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Hún ætlaði að segja honum að taka sitt hafurtask og fara, strax og — Nei, meinarðu það, áttu metið í 100 metra hlaupi? hann kæmi heim frá Jótlandi. Og hún vildi aldrei sjá hann meira eftir það. Þriðja daginn, sem hún var ein, var hún mjög langt niðri. Hún lá í rúminu mestan hluta dagsins og reykti hvern vindlinginn á eftir öðrum. En skyndilega var hún búin að taka ákvörðun: Hún ætlaði að láta eyða fóstrinu. Henni fannst hún of ung og óreynd til að taka ábyrgð á barninu ein. Hún ætlaði að fara til Mæðra- hjálparinnar næsta dag og fara fram á fóstureyðingu. Jj ENNI tókst ekki að fram- ikvæma áætlun sína. Michael stóð allt i einu i dyrunum með ferðatöskuna í hendinni og brosandi út að eyrum. -— Halló! Þá er ég kominn heim aftur! Hún starði orðlaus á hann. Hvernig vogaði hann sér að brosa svona glaðhlakkalega til hennar. Hvernig vogaði hann sér að láta eins og ekkert hefði í skorist? — Ertu ekki glöð? Eg kem mörgum dögum fyrr heim en áætlað var, og ég hefi tekið mikilvæga ákvörðun: Ég ætla að hætta að lesa. — Hvað segirðu? Honum tókst sannalega að koma henni á óvart. — Já, ég ræð ekki við þetta, ég er viss um, að ég fell! 0, auðvitað, hugsaði hún. Það er augljóst, hvernig liggur í þessu. Það er auðvitað stelpan, sem hann var með á Jótlandi, sem hefur talið hann á að hætta. Hún nennir auðvitað ekki að sjá fyrir honum. Hún hefur beðið hann um að fá sér vel launaða vinnu. — Hvenær ferðu? spurði hún með kuldalegri rödd. Hann hrökk við. — Fer? Ég var að koma heim. — Ég á við, hvenær þú ætlir að flytja héðan og yfir til hennar. — Til hennar. Hvað ertu að fara? Ég skil ekki, hvað þú átt við. Ertu frísk? Mér finnst þú líta svo illa út. — Þú ert fifl! Hún snéri sér undan og faldi andlitið í höndum sér. Hann stóð ruglaður og utan við sig og starði á hana. — Hvað hefur gerst hér á meðan ég var i burtu? — Svaraðu þér sjálfur. Hvað hefur gerst með þig? öllu er lokið. Ég vil aldrei sjá þig meira. Aldrei! — Jæja... þú heldur þá, að ég sé með annarri stúlku. Það er greini- lega ekkert að hugmyndaflugi þínu. Tortryggni þin gagnvart öllu og öllum þrífst alltaf jafnvel með þér. Vesalings þú, að lifa lífinu á þennan hátt. — Hættu, hættu þessu. Ég sá hana — þú fórst með henni til Jót- lands. Hún var þessi vinur þinn. Það var hún, sem þú varst svo upp- tekinn af, að þú varst úti á hverju kvöldi. Þess vegna vilt þú ekki giftast samkvæmt gömlum og góðum sið. Þú vilt frjálsræði, þú vilt hafa aðrar stúlkur jafnframt! Farðu, segi ég. Farðu! Hann fór. Hún varð steini lostin yfir því. Hún hélt, að hann kæmi með langar skýringar og lygasögur, hann var snillingur í að spinna upp trúverð- ugar sögur! Hún sat lengi og starði á dymar í þeirra von að hann snéri aftur. Eskaði hún hann ennþá? Reyndi hún bara að dylja tilfinpingar sínar fyrir honum? Hún sat nú og óskaði heitt og innilega, að hann hefði verið um kyrrt, að hann hefði sagt henni sannleikann — að það hefði verið önnur í spilinu, en hann iðraðist. Hún hefði fyrirgefið honum, og svo hefði hún getað sagt honum frá barninu, ogþau hefðu glaðst saman yfir litla anganum, sem óx inni í henni. En hið sanna var þá, að unga stúlkan, sem hann var með, skipti öllu máli fyrir hann. Þess vegna fór hann. Hún átti engra kosta völ. Barnið varð að fjarlægja. Hún varð að komast til Mæðrahjálparinnar og skýra þeim frá aðstæðum. Hún óskaði ekki eftir að fæða barnið sitt við slíkar aðstæður. Hún var grátandi, þegar hún byrjaði að taka sig til. Klukkan var ekki nema tæplega fjögur. Hún hafði tök á að ná inn á skrifstofuna. H ÚN var ekki nema rétt komin út á gangstétt, þegar leigu- bill renndi upp að hliðinni á henni, og Michael stökk út úr bílnum með stúlku sér við hönd. Lena starði steinilostin. Hvemig vogaði hann sér þetta? Þetta var stúlkan, sem hann var með í Iestinni. Stúikan, sem hann var með á Jótlandi. — Lena! Hann hrópaði á hana, sleppti höndinni á stúlkunni og hljóp til Lenu, sem var svo undrandi, að hún hreyfði sig ekki. — Fljót, sagði hann og greip hana í arminn föstum tökum. — Við þurfum að ræða áríðandi mál... við fömm upp i ibúð... — Nei, slepptu mér. Við eigum ekkert vantalað. En hann sleppti ekki takinu, og þegar fólk fór að gefa þeim gætur, gafst hún upp. Michael hlaut að hafa frá einhverju mjög mikilvægu að segja, fyrst hann kom heim í leigubíl með þennan kvenmann. EGAR þau komu upp í íbúð- ina, sagði hann: — Má ég kynna, þetta er Marianne Janssen, kona Jörgens vinar míns. Lena rak upp stór augu og hristi höfuðið algjörlega skilningsvana. — Þannig var, að Jörgen varð að fara degi fyrr til Jótlands, vegna veikinda í fjölskyldunni. í staðinn vomm við Marianne samferða í lestinni. Ég virði Mariönnu mikils, en hún er ekki min. Hún er eiginkona Jörgens. Lena fann, hvernig blóðið þaut fram í kinnarnar. En hún þurfti ekki að blygðast sín. Hvernig gat hún vitað þetta. Hún hafði sjálf séð þau saman. — Marianne og Jörgen em líklega líka í óvígðri sambúð, sagði hún skjálfrödduð. — Nei, þau giftu sig fyrir nokkmm mánuðum í Ráðhúsinu. Þau em meira að segja með hringa! Og getum við þá verið vinir öll saman? Marianne var ósköp aðlaðandi stúlka, og það leið ekki á löngu, áður en þær vom orðnar mestu mátar. Um kvöldið, þegar þau Michael vom loksins ein, sagði hún honum, að hún væri með barni. — Barn! Augu hans ljómuðu af stolti og hamingju. — Því hefurðu ekki sagt mér það fyrir löngu? — Ég þorði það ekki... þú krafðist næðis við námið, og hvernig hefði orðið með fjárhaginn. — O, við hefðum bjargað okkur. Það er hægt að fá svo góða aðstoð nú til dags, en nú ætla ég að vinna sjálfur fyrir launum. Ö, ég er hamingjusamasti maður i heimi! Lena sat og horfði ofan í gólf- teppið. Hugsanir hennar vom á ringulreið. Hún sem hafði verið svc nærri því að flýja frá þeirri ábyrgð, sem lífið lagði henni á herðar. Og hvers vegna: Bara vegna þess, að tortryggni hennar gagnvart öllu og öllum hafði kæft alla skynsamlega hugsun í höfðinu á henni. Já, það var statt, augað sá margt, en það var í heilanum, sem átti að skilgreina myndina. Því hafði hún gleymt. — Og nú giftum við okkur! sagði Michael glaðlega rétt á eftir. — Á gamaldags hátt. Gullhringar og allt það tilstand. Ég er viss um, að það er best þannig. Svo faðmaði hann hana að sér og kyssti hana blítt og innilega. Það var ekki hægt að efast um tilfinningar hans. Hún fann strax, að hann var hennar, hún ein átti hjarta hans! 46VIKAN 42. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.