Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 7

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 7
Kristín Ólafsdóttir og Oddur Kristjánsson: „Mikið átak að leysa upp eigið heimili. ." Hjónin Kristín Ólafsdóttir og Oddur Kristjánsson ákváðu að flytja að Hrafnistu eftir að Kristín missti heilsuna. „Það er mikið átak að leysa upp eigið heimili,” segir Kristín. „Sérstaklega þar sem maðurinn er enn við góða heilsu. Oddur hefur alltaf starfað við sjávarút- veg, aðallega við sölu á fiskaf- urðum, og starfar enn. En við reyndum að hugsa málið af skynsemi, og þar var öryggið, sem aðbúnaðurinn hér veitir, þyngst á metunum. Og við höfum ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Hér er ekki mikið innbyrðis félagslíf sem stendur, heimilið er svo nýtt og fólki gengur seint að kynnast. Það er svo þykk skelin á okkur íslend- ingum, og við tökum lífinu svo hátíðlega. Annars held ég að mestu við- brigðin í lífi mínu hafi verið er við fluttum búferlum frá Reykjavík til Snæfellsness. Við bjuggum þar í 8 ár, og breyting- in frá þvi að búa i Reykjavík var gifurleg. T.d. var hvorki raf- magn né vatn í íbúðarhúsinu, samgöngur afar slæmar, varla hægt að ná í lækni þó líf við lægi og mikil einangrun. Það sem bætti þetta þó allt saman upp var að fólkið þarna á Nesinu var yndislegt og hjálpsamt. Hér eru konur í miklum meiri- hluta, svo að það eru áreiðan- lega rétt að konur lifa mun lengur en karlar. Ég held að ellin sé konum auðveldari en karl- mönnum, og ræður þar miklu um hversu vanar þær eru að stunda handavinnu, sem oft er það eina, sem fólk getur gert, þegar kraftar þverra. Þess vegna finnst mér alveg nauðsynlegt að strákum jafnt sem stelpum sé kennd handavinna í skólunum. Sá.sem alltaf getur fundið sér eitthvað að gera. getur aldrei orðið mjög óhamingjusamur.” Jónína Þórarinsdóttir: Kennslukona í 40 ár og eignaðist öll sín börn á sumrin! Jónína Þórarinsdóttir og Sigríður Benediktsdóttir voru með þeim fyrstu sem vistuðust að hinni nýju Hrafnistu. Báðar bjuggu þær einar eins lengi og heilsan leyfði, og sögðu að oftast kostaði það töluvert sálarstríð að gefa upp eigið heimili og sig við að fara á dvalarheimili. En umskiptin væru mun auð- veldari en fólk ímyndaði sér, hér væri aðbúnaður allur hinn besti og mikill kostur að eiga greiðan aðgang að félagsskap við aðra. Jónína starfaði rúm 40 ár sem kennslukona, þar af 36 ár á ísa- firði. Þá var kennsla eina at- Framhald á bls. 35. Jóhann, Árni og Eyjólfur: „Aðbúnaðurinn áður fyrr hljómar eins og lygasaga f dag .." í einni setustofunni hitti blaðakonan 3 aldnar kempur, þá Jóhann Guðmundsson, Árna Guömundsson og Eyjólf Þórar- insson. Allir höfðu þeir helgað starfsævi sína sjónum. Jóhann hafði verið á skaki á kútterum, Árni á mótorbátum og Eyjólfur á togurum. Jóhann var einn af farfuglunum, en býr annars hjá syni sínum og tengdadóttur. Allir voru þeir sammála um að aðbúnaður sjómanna og verka- fólks á þeim tímum hlyti að hljóma eins og lygasaga í eyrum þeirrar kynslóðar sem vex upp í dag. Þeir voru mjög ánægðir með dvöl sína á Hrafnistu, en fannst of mikið bruðlað með innréttingar, of margar hjóna- íbúðir miðað við þörf, og plássið ekki nýtt sem skyldi, t.d. alltof stórar setustofur. Eðlilegar ályktanir þeirrar kynslóðar, sem enn er í fersku minni sár fátækt og atvinnuleysi. Árni rifjar upp að þegar hann vann í verka- mannavinnu tvítugur að aldri var kaup hans 2 krónur og 50 fyrir 12 tíma vinnu. Seinna var hann á bát hjá tengdaföður sínum, og var eitt sinn skilinn eftir í landi til að hafa umsjón með fiskverkuninni. Þar stóðu konurnar beinloppnar við að þvó fisk upp úr sjó í norðan- gaddi. Þær höfðu í flimtingum hvort Árni ætlaði að reynast þeim harðari húsbóndi en tengdapabbinn, og kvörtuðu sár- an yfir því að hafa ekkert skýli. Árni tók sig til og sló upp segli til að hlífa þeim við mesta næð- ingnum. „Þad er mikið að þú skulir ekki byggja yfir kerling- arnar,” hnussaði í tengdapabba, er hann kom að landi. En þetta varð samt upphaf stórbættrar aðstöðu fyrir fiskverkunarkon- urnar. Árni var á svo kölluðum útilegubátum, menn voru sára- sjaldan í landi. Rétt skutust heim til að kyssa sínar Jieittelsk- uðu. Þá var engin kauptrygging, menn fengu bara sinn hlut af afl- anum, nver sem hann var. Eyjólfur telur togarana í dag al- gjörar lúxusfleytur miðað við þá, sem sem hann átti að venj- ast. Vaktirnar voru miklu lengri, og sjómennirnir urðu sjálfir að gera að fiski og beita lóðir. Þeim félögum bar saman um að íslendingar væru fremur inni- lokaðir og ættu erfitt með að kynnast nýju fójki. Því væri ekki komin svo mikil reynsla á félagsstarfsemina á þessu nýja •dvalarheimi. 35. TBL. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.