Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 35
Sigríður un. Þetta var svona álíka og að þú stigir upp í strætisvagn og væri sagt að sá næsti, sem kæmi inn, yrði þinn lifsfélagi um ómæld ár. Auðvitað stafaði þetta ástand eingöngu af fé- skorti, og þeir einstaklingar er gerðust þrautryðjendur að slík- um stofnunum lyftu miklu Grettistaki, sem kannski aldrei var þakkað sem skyldi. Ég held að þeir fordómar, sem enn finnast gegn dvalarheimil- um, stafi frá þessu timabili. Ann- ars verður maður minna og minna var við slíkt, enda hefur allur aðbúnaður gjörbreyst, öll nýrri heimilin eru ákaflega vel úr garði gerð. Satt að segja finnst mér ótrúlegt hvað svo fá- menn þjóð sem við íslendingar höfum getað bætt tryggingakerfi okkar á fáum árum. Ég held að fólk hugsi of lítið um það, hversu fáir eru til að greiða það gjald, sem þarf til að standa undir sífellt bættum lífskjörum og velferð. Ég tel mig hafa raunhæfan samanburð við sambærilegar stofnanir á Norðurlöndum, þar sem ég stundaði nám við háskól- ann í Osló við deild, sem sérhæf- ir fólk til starfa fyrir aldraða. Einnig hef ég sótt fjölmörg nám- skeið, bæði í Noregi og á hinum Norðurlöndunum. Mér er sérlega minnisstætt skemmtilegt fyrirkomulag á dvalarstað aldraðra í Bærum utan við Osló. Þetta var háhýsi með mörgum litlum ibúðum. Fólk réði því hvort það sá um matseld sína sjálft, eða notaði matstofuna. Vagn kom með matvæli á hverjum degi fyrir þá, sem kusu að elda sjálfir, vildi fólk heldur borða á matstofunni varð það að láta vita af því dag- inn áður. Á matstofunni unnu gömlu konurnar sjálfar í sjálf- boðavinnu. Þvottahús var á hverri hæð, og því fylgdi dag- stofa þar sem fólk gat hitað sér kaffisopa. Þetta þjónaði tvenn- um tilgangi, annars vegar að þannig kynnist fólkið betur, það tók auðvitað tal saman meðan beðið var eftir þvottinum, og eins var þetta ódýrara en að láta aðkeypta starfskrafta sjá um þvotta. Spunnist hafa umræður um það, að heppilegt kynni að vera að byggja saman elliheimili og barnaheimili, en slíkt þekki ég ekki nema af afspurn. Ég held að þetta geti verið góð hug- mynd, ef þess er gætt að sá eðli- legi hávaði er fylgir leik barna trufli ekki gamla fólkið, sem er mjög viðkvæmt fyrir hávaða. Ég veit t.d. um eitt dæmi frá Kaupmannahöfn, en þar var ástæðan raunar sú, að lóðin,sem elliheimilið var byggt á.hafði verið frátekin fyrir bar'naheimili. Þessar byggingar voru þó nokk- uð langt hvor frá annarri og tak- markaður samgangur, nema hvað börnin og gamla fólkið hélt sameiginlega upp á jól og aðrar stórhátíðir, og var það ákaflega vel heppnað. Þú spyrð um rómantik? Ég hef nú ekki orðið mikið vör við hana enn sem komið er, og meira að segja Kristmann hefur brugðist okkur með því að yfir- lýsa að hann ætli ekki að hafast meira að í eiginkonumálum! Annars eru auðvitað dæmi þess, að rómantíkin skjóti upp kollin- um, og að kynni fólks á þessum aldri leiði til hjónabands. Mér er minnisstæð afar raunaleg ástar- saga, sem ég varð einu sinni vitni að. Það voru tvö að draga sig saman, og hún var búin að gefa svo góðar vonir, að gamli maðurinn var búinn að kaupa sér nýja skó og hringana. En svo hryggbraut hún hann þegar á átti að herða, og það kom í ljós að hún hafði bara verið að spila með hann. Aumingja gamli maðurinn tók þetta svo nærri sér að hann reyndi að drekkja sér. Okkur tókst að koma í veg fyrir það, en skömmu síðar varð hann bráðkvaddur. Þetta var reglulegur harmleikur. Meðalaldur kvenna á íslandi er hærri en karla, og það verður maður líka var við á dvalarheim- ilunum, konur eru yfirleitt fjöl- mennari. Oft er eins og þeim gangi betur að halda lífsfjöri sínu en körlum, er aldurinn fær- ist yfir. Ég man eftir útlendingi einum, sem var spurður þeirrar sígildu spurningar, hvort honum þættu íslensku stúlkurnar ekki fallegar. — jú, svaraði hann, og það er kannski ekkert svo undar- legt við það að ungar stúlkur séu fallegar. En það sem mér finnst ganga kraftaverki næst, er hvað gömlu konurnar á íslandi eru fallegar! — Ég held að hann hafi nokkuð rétt fyrir sér í því. Sjálf kvíði ég ekki ellinni. Auðvitað hlýtur að fylgja því dálítið undarleg tilfinning er maður stendur frammi fyrir því að meiri hluti æviskeiðsins er lið- inn. Mér finnst það hljóti að vera eins og nokkurs konar upp- gjör að liðnum degi. Því verk- efni er lífið lagði þér i hendur er að ljúka, og þú hlýtur að velta því fyrir þér hvernig til hafi tek- ist með úrlausnina. Vissulega er allt undir heilsunni komið, alveg eins og á öllum öðrum æviskeið- um. En fái maður að halda henni, og kann að laga sig að breyttum aðstæðum held ég að þetta tímabil ævinnar þurfi ekki að standa hinum að baki. Lifið er svo stutt, við verðum að nýta þau ár sem okkur eru gefin til fullnustu á hvaða aldursskeiði sem er. Ég held að sú efnis- hyggja sem nú ræður ríkjum á kostnað mannlegra tilfinninga sé ekki heppilegur grundvöllur fyr- ir góða elli. Jónína vinnugreinin þar sem komur voru jafnréttháar karlmönnum hvað kaup snerti. Samt svarf svo að á kreppuárunum, að það var gjörsamlega ókleyft að lifa af kennaralaunum einum saman. Maður Jónínu var skólastjóri og veitti ekki af að bæði legðu sam- an til að tryggja fjölskyldunni lifsafkomu. Jónína eignaðist 4 börn, sem nú eru öll látin. Það var ekki síður erfitt þá að skipta sér milli heimilis og útivinnu, en Jónína var svo heppin að hafa í mörg ár sömu konuna til að hugsa um börnin á meðan hún var við kennslu. Á þeim árum var ekki um neitt barneignaleyfi að ræða fyrir vinnandi konu, en Júninu tókst að halda þeirri fjöl- skylduáætlun að eignast öll sín börn á sumrin! Jónina varð aldrei vör við neina fordóma gagnvart kenn- slukonum, þó var óalgengt að konur hlytu slíka menntun og örfáar starfandi kennslukonur. Það má segja að Jónína hafi mótað þúsundir ungra sálna á löngum starfsferli, og margir nemendanna hafa haldið tryggð við hana gegnum árin. Hún segir að vissulega hafi skólamál breyst ótrúlega mikið en það séu ekki börnin sjálf sem breytist, heldur allir lífshættir og kring- umstæður. „Það hefur alltaf mikil ábyrgð fylgt því að vera kennari, og ekki er hún minni núna. Heimil- in eru orðin svo laus í böndun- um, að börnin fá ekki þann and- lega stuðning heima fyrir, er þau þurfa á að halda. Og í bekkjum, sem eru svo fjölmennir að því nær engin persónuleg tengsl ná að myndast, getur kennarinn ekki tekið við hlutverkum heim- ilanna í þessum efnum. Persónu- lega tel ég líka rangt hvernig trúnni var kastað fyrir róða. Þó frjálshyggjan hafi sína kosti, vantar alla þá varanlegu lífsfyll- ingu sem trúin gaf fólki áður fyrr. Ég held ekki að þessi leið hafi reynst neitt notadrýgri til lífshamingju. Ég held að það sé mjög erfitt að vera unglingur í dag, lífið hefur svo lítið annað að bjóða þeim en kalda, ómann- eskjulega samkeppni neyslu- þjóðfélagsins, og svo sorglega fá- ir sem gefa sér tíma til að segja þeim til vegar.” Nú er sum af skólabörnun- um hennar Jóninu komin á efri ár, og eitt af þeim, Guðmundur Vigfússon, sem Jónína kenndi 10 ára gömlum, dvelur nú að Hrafnistu. „Það er ákaflega undarleg til- finning,” segir Jónína. „Ég man svo vel eftir þeim sem börnum, ég held meira að segja að innst inni hætti ég aldrei að sjá þau sem slík!” Sigríður Benediktsdóttir: Hafði eitt sinn 70 krónur í árslaun og hef einu sinni komið í kvikmyndahús .. Hlutskipti Sigriðar í lífinu var þrotlaust strit verkakonunnar fyrir brauði sínu. „Launin voru svo lítil, að það má segja að maður hafi lapið dauðann úr skel, og verkafólkið í þá daga var ekki mikils metið. Ég man eftir því að hafa haft 70 krónur í árslaun. Ekki gerði maður heldur miklar kröfur til skemmtanalífs, ég hef einu sinni á ævinni komið í kvikmynda- hús!” 35. TBL. VIKAN35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.