Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 23

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 23
Ef þú svarar þessum spurningum já- kvætt, tilheyrirðu þúsundunum, sem trúa því einhverra hluta vegna, að ógæfa fylgi tölunni þrettán. Hótelstjórar víða um heim forðast þessa tölu eins og heitan eld. Við tölusetningu gestaherbergja sinna hlaupa þeir yfir hana, þannig að herbergið á milli 12 og 14 er númer 12A. Aðrir sneiða hjá óhappatöl- unni með því að byrja tölusetningu gesta- herbergja á tölunni fjórtán. En er talan þrettán eins mikil óhappatala og margir halda? Ein hamingjusamasta og glæsilegasta kona, sem ég hef kynnst, var fædd árið 1903, en þar erþversumman 13. Hún var þrettánda barn hjóna, sem árum saman bjuggu í húsi, sem bar götunúmerið þrettán. Kona þessigiftist manni, sem hafði þrett- án stafi í nafni sínu, og þau gengu í hjóna- band þrettánda maí. Fyrsta barn þeirra fæddist 13. ágúst árið eftir. Eiginmaðurinn hefur í haust stjórnað sjálfstæðu fyrirtæki í nákvœmlega 13 ár ogerforríkur. Það er kannski engin furða þótt þessi hamingjusömu hjón geri góðlátlegt gys að þeim, sem hræðast töluna þrettán. Stöldrum andartak við sögu Ástralíumannsins Roy Glynn. Hann var blindur. þegar hann tók sér ferð á hendur til New York og gekkst undir mjög erfiða og hæpna aðgerð, sem hann vonaði að gæfi honum sjónina aftur. Sú von rœttist og þegar læknirinn tók umbúðirnar af augum hans og spurði, hvort hann gæti séð, hróp- aði hann fagnandi: „Já, guði sé /ofi’’ Glynn segir: „Ég hlýt að vera mjög hepp- inn. Ég er þrettándi í röðinni af systkinum mínum, gekk í herinn þann þrettánda og var skráður í 13. fótgönguliðadeildina. Sjúkrahúsið, sem ég lá á í New York, var við Þrettánda stræti. Hver dirfist nú að segja, að talan þrettán sé óhappatala?” Einn hæsti happdrættisvinningur, sem um getur í Englandi, kom á seðil, sem end- aði á 13, og eigandi seðilsins fékk tilkynn- inguna um vinninginn 13. dag mánaðarins. FyRIR 200 árum sannreyndi enskur hermaður, Hatfieldað nafni, að talan þrett- án var happatala hans, því hún bjargaði honum frá bráðum bana. Hann var dæmdur til lífiáts fyrir að sofna á verði sínum við Windsorhöll, en neitaði ákærunni og lýsti því yfir, að hann hefði verið svo glaðvakandi, að hann hefði heyrt kirkjuklukku i fjarska slá þrettán högg. Það var hlegið að honum, en sagan barst út, og rétt áður en fullnægja skyldi dauðadómnum, birtist tyft manna, sem báru því vitni, að kirkjuklukkan hefði sleg- ið þrettán högg umrætt kvöld. Það var vegna bilunar. Dauðadómnum yfir her- manninum var breytt, og það er kannski óþarfi að taka það fram, að hann hafði miklar mætur á,,óhappatö/unni”eftirþað. Talan þrettán var ávallt uppáhaldstala Woodrows Wilson Bandaríkjaforseta, sem tók við forsetaembætti 1913. Það voru þrettán stafir í nafni hans. Þversumman aj bílnúmerinu hans var þrettán og hann tjáði vinum sínum, að hann áliti 13. dag hvers mánaðar einstakan happadag. Þeim sem ætla þrettán manna fjölskyldu annað en öfundsverða, hafa gott af þvi að hlusta stundarkorn á Wi/liam nokkurn Yowell í Lowestoft í Skotlandi. „ Við vorum þrettán í fjölskyldu minni og lánið hefur alltaf leikið við okkur. 77/ dæmis vorum við fimm bræðurnir, sem tókum þátt í heimsstyrjöldinni, og við kynntumst 'vígvöllunum í Frakklandi, Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. En enginn okkar fékk skeinu, hvað þá meira. ” MaRGIR frægir menn hafa dálæti á tö/unni þrettán. Nansen landkönnuður lagði af stað í leiðangur sinn á Norðurpól- inn 13. mars og voru /eiðangursmenn þrett- án talsins. Hann kom heill á húfi til baka til bækistöðva sinna 13. ágúst og 13. febrúar sat hann móttökuveislu Konunglega vís- indafélagsins í Skotlandi. Var það 13. veisl- an ísögu félagsins. Talan þrettán kemur furðu oft fyrir í sögu Richards Wagner . hins dáða tón- skálds. Hann fæddist 1813, en þversumma ártalsins erþrettán ogþað eru þrettán stafir í nafni Wagners. Hann lauk við að semja Hollendinginn fijúgandi hinn 13. septemb- er 1841 og Tannhauser 13. apríl 1844. Alls- samdi hann þrettán heilar óperur. JJAÐ má kannski komast svo að orði, aðAlice nokkur Baughman (þrettán stafir!) hafi kveðið niður drauginn um „óhappatöl- una ” þrettán i eitt skiptifyrir öll, þegar hún var fengin til þess að skíra nýjan tundur- dufiaslæðara, sem bandaríski fiotinn eign- aðist. Þetta var þrettándi tundurdufias/æð- arinn, sem þrettánda skipasmíðastöð fiot- ans hleypti af stokkunum, og hann var skírður með þrettán ára gömlu kampavíni þrettánda dag mánaðarins. Alice bjó í húsi númer þrettán við Þrettándu götu í Seattle. Umræddur tundurdufiaslæðari reyndist líka einstök happafieyta. — Norman/nglis. 35. TBL. VIKAN23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.