Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 50

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 50
Góðir greiðsluskilmálar ef samið er strax DAT5UN SPARIÐ BENZIN OG KAUPIÐ HAFIÐ SAMBAND YIÐ SÖLUMENN OKKAR, SEM VEITA ALLAR UPPLÝSINGAR UM BÍLINN, YERÐ OG GREIÐSLUKJÖR. INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 „Heldurðu í raun og veru, að hún hefði reynt að drekkja okkur?” spurði Isabel. Augu Jessie-Anne voru mjög blá, ró- leg og viturleg. „Hún hefði reynt að drepa ykkur,” sagði hún. „Og hún reynir það afturf' „Og hún reynir það aftur. . .” Orðin klingdu í huga Isabel, þegar hún vaknaði næsta morgunn. Hún geispaði og settist upp. Sólin skein i gegnum svefnherbergisgluggann hennar og undir þakskegginu rifust spörfuglar — dimm hættan, sem hún vissi svo mjög af skömmu áður, virtist nú langt undan. Hvað gat svo sem komið fyrir á svona degi? Kvöldið áður höfðu þau Clive komið sér saman um að hann sækti hana, ogað þau færu saman til kastalans. Þau ætl- uðu að skoða hann, borða nestið sitt, og snúa aftur heim. Hvaða hætta gat svo sem beðið þeirra þarna? Hún fór á fætur og borðaði morgun- verð glöð I bragði. Hún gaf spörvun- um af ristaða brauðinu sinu, og hafði rétt lokið við að búa út nestið, þegar Clive ók uppað hliðinu i fornlegum, ryk- ugum Land-Rover. Honum virtist gremjast það mjög að láta sjá sig i svona óásjálegu farartæki. „Skerðu skorpurnar af brauðsneiðun- um,” sagði hann önugur, þegar hann klöngraðist niður úr bílnum. „Það verður engin tönn eftir I okkur, þegar við erum búin að skrölta fimmtán milur i þessu fyrirbæri.” Hann kyssti hana á kinnina, og hall- aði sér svo upp að bílhurðinni og horfði á hana. „Varðandi gærdaginn ..byrjaði hann. Isabelstífnaðiupp. „Ég vil ekki tala um gærdaginn,” sagði hún. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hann.” Hann stóð grafkyrr og horfði á hana, og loks leit hún upp og í augu honum. „Kannski ættum við samt að tala um hann," sagði hann hljóðlega. Hún horfði í augu hans. Þau voruskýr og óvenjulega hugsandi, en i djúpi þeirra var... ekkert. Eyða, rétt eins og veggur. „Nei. Engar samræður,” sagði Isabel, og fann til furðulegs léttis. „Ekki i dag. í dag ætla ég að skemmta mér. Þetta er yndislegt veður til að fara í skógarferð. Við skulum skemmta okkur, þó ekki sé i nema þetta eina skipti!” Hún brosti til hans, og hann tók þegar undir léttan tón hennar, brosti á móti og hristi sig, eins og til að losa sig við allar óþægilegar og leiðinlegar hugsanir. Isabel leit glettin á Land-Roverinn. „Almáttugur!” flissaði hún. „Ég er hrædd um, að þetta sé ekki alveg það, sem þú átt að venjast.” Hún rétti Clive nestiskörfuna og klöngraðist svo upp i framsætið. Um leið og Clive snéri kveikjulyklin- um, reyndi hún árangurslaust að loka dyrunum. Hún reyndi þrivegis. „Reyndu að skella,” sagði Clive. Hún Hún hikaði við skærblátt hlið Jessie- Anne. Skyldi gamla konan vera heima? Hún hafði sagt henni að koma og segja sér, hvernig dagurinn færi. Einmitt I því kom Jessie-Anne og Gideon í fylgd með henni fyrir hornið á húsinu til að fagna henni. „Hó!” sagði hún. „Þú komst þá heim heil á húfi. Hvernig líkaði þér skógar- ferðin á Geitaeyju?” Isabel starði á hana og fékk gæsahúð. „Hvernig?” „Hvernig ég vissi það? Ég er skyggn, skal ég segja þér. Vissirðu ekki að við skrítnu eyjaskeggjarnir erum öll skyggn?” Hún horði alvarlega á Isabel, en svo geifluðust varir hennar og það hlakkaði ánægjulega í henni. „Já, skyggnin mín — þessi.” Hún dró sterkan kíki eins og fuglaskoðarar nota upp úr víðum svuntuvasa sínum. „Ég fékk mér gönguferð meðfram ströndinni I morgun til að vita hvort ég sæi eitthvað spennandi, og reyndar sá ég ykkur!” Isabel sagði henni stuttu máli frá við- burðum dagsins, og gaf grunsemdir sínar í skyn. Hún vonaði að Jessie-Anne myndi hlæja að þeim, en henni til mik- illa vonbrigða tók gamla konan þær mjög alvarlega. rmnn Datsun 120 Y Station Rúmgóður — Hár Snarnpvtinn 50 VIKAN 35. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.