Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 5

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 5
Islensku ferðafólki í París vísað til veitingahúsavegar 1. grein Hefðbundin frönsk matargeröarlist getur stundum minnt ð kalt borð Norðurlanda. Þessi flókna skreytilist er nú orðin úrelt i Frakklandi. Það er ekki lengur útlitið, heldur ferskt bragðið, sem ræður úrslitum. Góð frönsk veitingahús gamna sér þó stundum við að bera fram rétti sem þé, er sjést hér é myndinni. eru nærri allir matsveinar. sem máli skipta i heiminum. Frakkar hafa mikinn og fjölbreyttan landbúnaö, sem býður upp á hvaðeina ferskra hráefna. sem hugurinn kann að girnast. Þeir hafa um 190 mismunandi tegundir af osti, svo ekki sé minnst á þúsundir mismunandi tegunda af léttu vini. Þessi fjölbreytni er hornsteinn for- ustu Frakka i matarmenningu heimsins. París er i rauninni ekki meiri miðstöð matarlistaverka en aðrar borgir Frakk- lands. Þar er aðeins einn af sex bestu matsveinum heimsins. Hinir fimm eru úti á frönsku landsbyggðinni. þar af tveir i eða við Lyon i Búrgund. En I einni grein þessa Parisarflokks. sem nú er að hefjast i Vikunni. verður einmitt lýst heimsókn til þessa sjötta matreiðslu- nianns og átta rétta veislu i veitingahúsi hans á vinstri bakka Signu. Og París má eiga það umfram aðrar franskar borgir, að þar eru flest veitinga- hús i heimi og langtum fleiri góð veit- ingahús en á nokkrum öðrum stað í heiminum. ROSA-PRÍSAR, ÞVÍ MIÐUR Matur er dýr i Frakklandi ogdýrastur í Paris. Þar i borg er ekki auðvelt að finna gæðamatstaði, sem bjóða upp á þriréllaðan mat með víni fyrir minna en 4000 krónur islenskar á mann. Hin ágæta leiðsögubók Michelin hefur sér- staka skrá yfir 39 slík veitingahús af ntörgum þúsundum matstaða borgar- innar. I greinaflokki Vikunnar verða þrir slíkir staðir heimsóttir til að lýsa því. sem þeir hafa á boðstólum. Þar að auki verður sérstök yfirlitsgrein um ódýru veitingahúsin og birtist hún í næsta tölu- blaði. Frökkum sjálfum þykir ódýrt að borga 4000 krónur á mann fyrir mat. enda hafa þeir yfirleitt meiri tekjur en ís- lendingar, sem ofan á fátæktina hafa naumt skammtaðan gjaldeyri. Millistétt- arfólki í París þykir varla tiltökumál að skreppa út að borða einu sinni í viku fyrir um 6000 krónur á mann. í Paris er algengt, að fyrsta flokks veitingahús með einni stjörnu af þremur mögulegum selji mat sinn á 8000 16000- 9000) krónur á mann. Þriggja stjörnu matstofumar fara enn hærra. jafnvel upp í 12.000—20.000 krónur á mann. ef um einn af heimsins þekktustu mat- sveinumerað ræða. VEGARNESTIÐ VAR GOTT íslenskir mataráhugamenn i París verða að vara sig á túristagildrum, er hafa i gluggum miða, sem á stendur „English spoken” eða „Man spricht Deutsch". Þar fá menn sömu plastfæð- una og á öðrum slíkuni malstofum um heini allan og hana úr hófi dýra. Lykill- inn að matreiðslu Parísar er að heim- sækja þau veitingahús, sem borgarbúar sækja sjálfir. Matstofur Parisar eru að því leyti auðveldar viðureignar, að til eru nokkr- ar ágætar leiðsögubækur á þvi sviði. Michelin, Kléber. Gault-Millau og Frommer. sem skrá góð veitingahús og gefa þeim jafnvel einkunnir. Þessar bækur koma út árlega. svoað upplýsing- arnar úreldast ekki. Bækurnar voru til mikillar hjálpar, þegar valin voru fjórtán matarhús í Par- is til að skrifa um i Vikuna. Valdir voru staðir. sem hlutu lofsyrði í sem flestum bókum og voru í sem flestum verðflokk- um. Fyrir bragðið varengin áhætta tek- in. alls staðar var á boðstólum frábær veislumatur. TREYSTIÐ BARA ÞJÓNINUM Fæstir íslendingar eru vel að sér i frönsku. Og þjónar þeirra Parisarhúsa, sem ekki eru i túristabraski, eru oft ófús- ir að tala ensku. þótt þeir kunni hana i rauninni. Slíkt er hamslaust stolt Frakka. Af þessari ástæðu verður mat veit- ingahúsanna ekki aðeins lýst á íslensku i greinaflokknum. heldur verða einnig nefnd hin frönsku heiti réttanna. Þeir, sem vilja nota greinarnar, geta því haft þær með sér og bent þjónunum á þá rétti, sem þá langar i af matseðlinum. Sérfræðingar Vikunnar komust nátt- úrlega ekki yfir allan þann mat. sem al- vörusérfræðingarnir mæla með i veit- ingastofum þessum. Þess vegna verður í greinunum oftast getið nokkurra rétta til viðbótar, þótt við höfum ekki prófað þá sjálf. Annars er yfirleitt gott að fela vanda sinn i hendur þjóninum. Honum er oft- ast kunnugt um, hvað matreiðslumaður- inn er ánægðastur með þann daginn. Sjálfsvirðing stéttarinnar er á svo háu stigi, að hann segir satt og rétt frá. en hriðir ekki um að reyna að koma út af- göngum. Og yfirleitt kann þjónninn lika að velja með matnum rétt vín og með til- liti til efnahags viðskiptavinarins. 15% þjónustugjald er stundum inni- falið i verði réttanna á matseðlinum. Ef svo er ekki, kemur það skýrt fram á seðl num, svo sem „service en sus”, „service non compris” eða „prix nets". í flestum tilvikum er svo 15% gjaldinu sjálfkrafa bætt á reikninginn. Á finustu stöðum er það ekki gert, og þar þurfa menn sjálfir aðbæta 15% við. FARIÐ ALLS EKKI í ÁGÚST Mataráhugamönnum skal bent á, að varhugavert er að fara til Parísar í ágúst, því að þá er meirihluti góðra veitinga- staða lokaður. Parísarbúar eru þá al- mennt i sumarfríi, eftirlála borgina túr- istum og skilja aðeins eftir lágmarkslið til að elda ofan I þá plastið, sem þeim finnst túristarnir eiga skilið. Bjór i París er vondur, enda dettur engum i hug að fá sér annað en létt vín með mat. Engin leið er að ná fullri ánægju af frönskum mat, nema hafa vin á borðum. Menn þurfa ekki að ganga langt í París til að komast á fyrsta flokks mat- stað. í einni mjórri götu á vinstri bakka Signu reyndust vera hvorki meira né minna en 18 veitingahús. sem leiðsögu- bækur mæla með. Við bjuggum i þungamiðju Parísar rétt við kirkjuna Notre Dame. Þetta var örlitið hótel i þröngri götu á litilli eyju, miðja vega milli vinstri og hægri bakk- ans. Flestar matstofurnar, sem lýst er í greinaflokknum, eru minna en 1500 ntetra frá höfuðkirkjunni, yfirleitt á vinstri bakkanum, þar sem Parisarlífið cr. en ekki á hægri bakkanum, þar sem túristalifiðer. LÝST 14 MATSTOFUM Eftir frásögn næsta tölublaðs af ódýru veitingahúsunum hefst ýtarleg kynning á matreiðslu fjórtán matstofa. Þá verður sagt frá rauðvinssoðnum kjúklingi. kröbbum i fiskfarsi. ýmiss konar fugla- kjöti, rauðvinssoðnu nautakjöti, kálfa- brisi. heitri andalifur i rúsinusósu. nautatungukæfu, fiskisúpu. ostrum i kampavini, rússneskum kavíar, vínakra- sniglum, dúfu í sætsúrri sósu, kaldri gæsalifur. gráðaostlertu og mörgum tugum osta. svo að nokkur dænii séu nefnd. Og þá er aðeins eftir að setjast til borðs. -IÓNAS KRISTJÁNSSON. í næstu viku: Ódýru Parísarhúsin 35. TBL.VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.