Vikan - 31.08.1978, Qupperneq 27
Baldur Brjánsson er eini starfandi sjónhverfingamaðurinn hér á landi
þessa dagana. Eftir vel heppnaðan kviðarholsuppskurð í sjónvarpsþætti
síðastliðið vor hefur hann átt mjög annríkt við að sýna brellur sínar og
brögð og ferðast landshornanna á milli um hverja helgi og skemmtir
fólki. Fyrir nokkrum vikum hóf hann að sýna sitt albesta töfrabragð til
þessa. Hann kveikir eld á nokkurra metra færi, án þess að nokkur sýni-
leg tengsl séu milli hans og skálar þeirrar, sem eldstungurnar teygja sig
uppúr eftir hans bendingu. — Vikan ræðir hér við Baldur um heimatil-
búin töfrabrögð og sitthvað fleira.
Það yrði áreiðanlega púður...
— Baldur Brjánsson kveikir eld með
hugarorkunni einni saman!
Eitthvað þessu líkt hljóðaði auglýsing í
útvarpinu á dögunum. Baldur hefur hingað
til verið þekktur fyrir að plata áhorfendur
sína á veraldlegan hátt, en látið allt kukl
vera. Vikan gekk því á fund Baldurs og
spurði fyrst af öllu, hvort hann væri farinn
að færa út kvíarnar. Hann skellihló og svar-
aði svo:
„Ég gef ekkert upp. Fólk má mín vegna
trúa því að ég sé farinn að fást við yfirnátt-
úrulega hluti. Því er ekki að neita að þetta
atriði mitt, að kveikja eld á nokkurra metra
færi er talsvert mystiskt og enn sem komið
er hefur engum tekist að upplýsa leyndar-
dóminn að baki þess.
Ég hef heyrt af tali fólks, að það telur
mig nota einhverja lítt þekkta kemíska
vökva, sem kvikni af sjálfu sér með vissu
millibili. Til að afsanna þetta hef ég einfald-
lega valið einhvern úr áhorfendahópnum
til að gefa mér merki, þegar hann vill að ég
kveiki í.”
Baldur frumsýndi eldatriðið sitt í veit-
ingahúsinu Hollywood í júlímánuði síðast-
liðnum. Síðan hefur hann farið viða um
Iand og kynt í skálinni sinni, sem er smíðuð
í Glit og gæti sómt sér á hvaða stofuborði
sem er. En áður en frumsýningin fór fram
var Baldur lengi búinn að æfa atriðið.
„Þetta eldatriði er alíslenskt. Ég var bú-
inn að vinna i því í heila sjö mánuði áður
en kom að frumsýningunni,” sagði Baldur.
„Ég var alveg nötrandi á taugum það
kvöld. Líkurnar voru ekki nema svo sem
fimmtíu prósent að mér heppnaðist að
) kveikja í skálinni. En það tókst. Hefði mér
misheppnast hefði sjö mánaða vinna eigin-
lega verið unnin fyrir gíg. Reyndar þótti
i mér fólk ekki taka þessari fyrstu íkveikju
neitt sérstaklega vel. Staðreyndin er sú, að
það eru oft einföldustu og ómerkilegustu
galdrarnir sem vekja mesta hrifningu, en
hitt sem mikil vinna er lögð í, fer fyrir ofan
garð og neðan.
Annað atriði er líka i þessum brellu-
bransa, sem mér hefur lærst með reynsl-
unni, að fólk þarf að sjá suma galdrana
tvisvar eða þrisvar áður en það áttar sig á
að eitthvað sé í þá spunnið.”
UNDRAFLASKAN VAR
HEÍMA TILBÚIN
Baldur Brjánsson hefur fundið upp fleiri
kúnstir en að kveikja eld í glitskál á nokk-
urra metra færi. Flest atriðin, sem hann
leikur með logandi sígarettu, eru eftir hann
sjálfan og>afalaust rekur einhverja lesend-
ur minni til sérkennilegrar undraflösku,
sem hann lék sér með hér áður fyrr.
„Já, flaskan. Hún var dæmi um góðan
galdur, sem ekki féll í kramið hjá fólkinu,”
segir Baldur. „Þetta var hin mesta furðu-
flaska, sem fyrst var tóm. Síðan tók allt í
einu að renna úr henni mjólk, þá vatn og
loks þegar búið var að hella einhverjum lif-
andis ósköpum syntu í henni tveir gullfisk-
ar. Ég lagði mikið á mig til að útbúa þessa
flösku, en fólki fannst hún ekkert sniðug.
Ég hafði hugsað mér flöskuna sem aðal-
númer í prógramminu, en þegar til kast-
anna kom gat ég aðeins haft hana sem
aukanúmer í nokkur skipti, — svona til
uppfyllingar, en ekkert gekk. Endalok
flöskunnar urðu þau, að ég gaf hana ung-
um stéttarbróður mínum á Akureyri.
Eitthvað fleira heimatilbúið hef ég brall-
að um dagana,” heldur Baldur áfram.
„Bragðið þegar ég breytti pappírssneplum í
peningaseðla fann ég upp sjálfur. Já, og
ekki má gleyma helv ... kettinum. Ég bjó
sjálfur til allan útbúnaðinn sem þurfti til að
breyta dúfu í kött, sem síðan varð að blóm-
vendi. Ég var alveg búinn að gleyma því.
Það kemur vel til greina að taka það atriði
upp aftur, en fyrst þarf ég sennilega að
breyta því eitthvað.”
Eins og oftsinnis hefur áður komið fram í
viðtölum við Baldur Brjánsson er hann bú-
inn að fást við ajlskyns plat og galdra frá
unga aldri. Fyrir um þremur árum hóf
hann að skemmta opinberlega og hefur
vart linnt látunum síðan. — Baldur var að
því spurður, hvort hann væri orðinn
þreyttur á galdrastarfinu.
„Já og nei,” svaraði hann. „Þetta er
mikið til komið upp í vana núorðið og ég er
farinn að verða var við smávegis þreytu hjá
mér. Hins vegar koma þeir tímar öðru
hvoru að eitthvað tekst sérstaklega vel og
áhorfendur eru vel með á nótunum. Það
eru þau kvöld sem valda því að ég get ekki
slitið mig úr þessu galdrakarlsstarfi.
Annars er ég búinn að koma mér upp
ákveðnu kerfi. Ég vinn í galdrastarfinu um
helgar að mestu leyti, fyrir utan föstu
þriðjudagskvöldin í Hollywood. Fyrripart
vikunnar, þegar ég hef lokið daglegum
störfum hjá Vélsmiðjunni Héðni, æfi ég
mig heimavið og næ þannig að hvíla mig al-
gjörlega frá öllum göldrum dálítinn tíma
seinnipart vikunnar. Þetta hjálpar talsvert
upp á úthaldið einnig.”
PRESTARNIR
ERU ÞAKKLÁTIR
„Ég man ekki eftir þvi að hafa haft nokk-
urn tíma eins mikið að gera síðan ég fór
að koma fram opinberlega og einmitt nú.
Það rignir niður pöntunum alls staðar að af
lanldinu og mér er ekki nokkur leið að af-
j^asta þessu öllu. Þetta eru sjálfsagt afleið-
ingar þess, þegar ég skar hana Mattý
Jóhanns upp með höndunum einum í sjón-
varpsþætti hérna á dögunum. Þó að sá upp-
skurður hafi gert fólki ýmislegt skiljanlegt
um slíka iðju úti i heimi hjálpaði hann
einnig upp á starfið i heild. Það má segja að
fólk hafi litið allt öðrum augum á galdra-
kúnstirnar hjá mér en áður. — jákvæðari
augum. Annars er það áberandi hve ein
stétt manna var mér þakklát fyrir upp-
skurðinn. Það voru prestarnir úti á landi.
Þeir eru ófáir.sem hafa þakkað mér fyrir.”
Baldur hallar sér aftur í stólnum og skelli-
hlær.
Það var í einum af sjónvarpsþáttum
Ólafs Ragnarssonar, Á vorkvöldi, sem
Baldur skar upp með höndunum einum.
Um það leyti voru miklar umræður í gangi
hér á landi um hæfileika allskyns töfra-
lækna á Filipseyjum, sem ku geta læknað
alla kvilla án minnstu fyrirhafnar og allra
áhalda. Talsverður hópur íslendinga var þá
nýkominn heim frá Filipseyjum, misjafn-
lega stálsleginn eftir að litlu gulu kallarnir
höfðu farið um hann höndum. í þessum
sama þætti gaf Baldur lítið út á hvers kyns
yfirnáttúrlegan loddaraskap, svo sem
kúnstir sjónhverfingamannsins Uri Gellers
og hans líka. Við spurðum Baldur að
lokum að því, hvernig honum þætti að vera
nú búinn að fá á sig hálfgerðan stimpil yfir-
náttúrulegra töfrabragða. Hann hló lítillega
við og svaraði:
„Auðvitað kemur eldatriðið þvert á þær
skoðanir, sem ég hef á öllum yfirnáttúr-
legum töfrabrögðum, en hlýtur óneitanlega
að styðja við skoðanir þeirra, sem ekkert
þekkja til svona hluta,að slíkt sé til. Annars
þætti mér gaman að geta sýnt eldatriðið á
fundi hjá Sálarrannsóknafélaginu. Ég gæti
til dæmis látið forseta félagsins rétta upp
höndina og gefa mér merki um að kveikja í.
— Það yrði áreiðanlega púður í þeirri sýn-
ingu!” —ÁT—