Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 19
Skíöaskálinn
í Ölpunum.
gjarn við hann,” hélt hann áfram.
„Veistu hvað þú sagðir, þegar þú
raknaðir úr rotinu og fekkst koníakið.
Ég spurði, hvað komið hefði fyrir. Og þú
sagðir mér, að Mayne hefði reynt að
drepa þig.”
Ég leit á vingjarnlegt andlit hans.
Hann var svo viss með sjálfan sig.
Veröldin var ekki til annars en að taka
myndir af henni. „Og þú hélst, að ég
væri með óráð.”
„Auðvitað varstu með óráð,” sagði
hann róandi. „Trúðu mér, hann gerði
allt, sem hann gat. Það var ekki honum
að kenna, að þú lentir í skafli og snjórinn
fauk yfir förin. Það getur allt komið fyrir
uppi i fjöllunum. Leiðsögumaðurinn.
sem bar þig dálítinn spöl sagði mér
margar sögur um slíka atburði. Þú
færðist einfaldlega of mikið í fang.”
Ég sagði ekkert. Það þýddi heldur
ekki. En Mayne hafði logið, þegar hann
sagðist hafa beygt neðst niðri í dalnum,
án þess að stansa.
Joe fór og skildi mig einan eftir i
rúminu. Ég reyndi að lesa. En ég gat
ekki einbeitt mér að efninu. Loks lagði
ég frá mér bókina og fór að hugsa um,
hvaðskeð hafði.
Líklega um klukkustund síðar kom
Joe inn. „Engles vill tala við þig í
símanum,” sagði hann. „Hann er niðri á
Splendido. Segist hafa reynt að ná í þig
áður, en hafi ekkert fengið upp úr Aldo.
Ég sagði, að það mætti helst ekki draga
þig á lappir, en hann vildi hafa sitt fram.
Þú kannast við það,” bætti hann við í
afsökunartón. „Þótt þú lægir fyrir
dauðanum, myndi hann láta mig draga
þig upp úr rúminu. Ég reyndi að segja
honum, hvað kom fyrir. En hann vildi
ekki hlusta á mig. Hann vill aldrei hlusta
á neitt, nema hann hafi sjálfur komið
þar við sögu. Heldurðu, að þú getir
komið niður, eða á ég að segja honum
aðfara til andskotans.”
„Nei, ég kem,” sagði ég. Ég stóð upp
og setti teppi yfir axlirnar utan fyrir
sloppinn.
„Hvað ætli hann vilji hingað?" sagði
Joe, þegar hann fylgdi mér niður. Ég var
ekki allt of styrkur i hnjáliðunum.
Annars leið mér vel. „Hversvegna í
fjandanum er hann að skipta sér af
okkur?” muldraði hann fyrir aftan mig.
„Það er alltaf eins. Honum finnst ekkert
vera hægt að gera án hans. Ertu búinn
aðskrifa eitthvað?”
„Jamm, eitthvað.V sagði ég. En ég var
ekki að hugsa um kvikmyndarhandritið.
Síminn var á bamum við hliðina á
kaffibrúsanum. Mayne og Valdini litu
upp , þgar ég kom inn. Þeir sátu við
arininn. Valdini sagði: „Yður líður
betur, herra Blair. Það gleður mig. Ég
var farinn að óttast um yður.”
„Mér liður ágætlega núna, takk,”
sagðiég.
Ég tók upp heymartólið. „Ert þetta
þú, Neil?” sagði Engles í símann. „Hvað
var Wesson að tauta um slys?”
Ég sá, að bæði Mayne og Valdini
fylgdust með mér. „Það er kannski of
mikið sagt,” svaraði ég. „Ég skal segja
þér það á morgun. Ætlarðu að koma
hingað upp?”
„Snjórinn er nokkuð djúpur hérna.”
svaraði hann. „En ég skal koma, þótt ég
verði að fara þetta á skiðum. Ég er búinn
að panta herbergi. Hefurðu komist að
nokkru um Mayne?”
„Heyrðu," sagði ég. „Ég get ekki sagt
þér neitt núna. Síminn er í barstofunni.
Segi þéralltámorgun.”
„Ég skil. En ég held ég kannist við
hann af þessum myndum, sem þú
sendir. Ég lét framkalla þær um leið og
ég fékk þær. Það var örið, sem kom mér
á sporið. Þess vegna flaug ég hingað.
Varaðu þig á honum., Neil. Ef hann er
eins slæmur og ég held hann sé, þá er
hann hættulegur. Meðal annarra orða. ég
er með litlu drósina hana Cörlu, með
mér. Hún er búin að fá tiu kokkteila og
segir , að ég sé voða sætur og alls ekki
enskur í mér. Við skulum vona, að við
höfum sömu skoðun á henni.” Hann hló
við . „Jæja, ég sé þig þá á morgun.”
Hann hringdi af.
Ég kvaddi Engles. Joe rétti að mér
glas, þegar ég setti niður heyrnartólið.
„Er allt i lagi?” spurði hann.
„Já, það virðist vera það,” sagði ég.
„Hvað er hann að gera hingað? Sagði
hann þér það?”
„O, ég held hann ætli bara að líta á
staðinn sjálfur."
„Einmitt. Hann er samt déskoti góður
leikstjóri. Einkennilegur karl. Mamma
hans var frá Wales. Þaðan hefur hann
ást sína á tónlist. málæðið og gáfurnar.
Þessir Walesbúar eru allir eins — yfir-
borðskenndirsamt."
„Engles er mesti kostakarl,” sagði ég.
„Hann er heldur ekki welskur nema i
aðra ættina. Veit ekki, hver pabbi hans
var — líklega Skoti. Þess vegna er hann
>vona duttlungafullur og nákvæmur í
sér. Hann á I stöðugri baráttu innbyrðis.
Það er erfitt að vinna með honum. Samt
er hann fyrirmyndar leikstjóri.”
Ég lauk úr glasi mínu og hélt aftur
upp i herbergi mitt. Joe stumraði yfir
mér eins og móðir — lét setja heitt vatn
á hitaflöskurnar, setti koníak við hliðina
á mér og sá um, að ég hefði nógu mikið
af sígarettum. „Á ég að kyssa þig góða
nótt?”spurði hannn glottandi.
„Ætli ég hafi það ekki af án þess,”
svaraði ég hlæjandi.
„Allt i lagi,” sagði hann og slökkti
Ijósið. „Þér liður ágætlega á morgun.”
Þegar hann var farinn, stóð ég upp og
læsti hurðinni. Ég vildi ekki eiga neitt á
hættu.
Ég hafði ekki legið undir hlýrri
sænginni meira en nokkrar minútur,
þegar heyrðist gengið eftir ganginum í
skíðaklossum. Síðan var barið. „Hver er
það?” spurði ég.
„Keramikos” var svarað.
„Ég kem alveg,” svaraði ég. Ég skreið
út úr rúminu og opnaði. Síðan kveikti ég
og stökk upp í aftur. „Kom inn,” kallaði
ég.
Hann kom inn og lokaði á eftir sér.
Hann stóð stundarkorn við rúmgaflinn
og horfði á mig. Það var erfitt að dæma
um augnaráð hans bak við þessi þykku
gler. Það glampaði á gleraugun eins og
tvo diska. „Jæja, þá,” sagði hann, „það
var þá ekki togbrautin.”
„Hvað meinið þér?” spurði ég. En ég
skildi vel. hvað hann meinti.
Hann skeytti spurningu minni engu.
„Þér læsið á eftir yður núna. Þér eruð
alltaf að læra.”
„Það kemur yður ekkert á óvart, að
ég varð fyrir óhappi, þegar ég var úti
með Mayne, er það?” spurði ég.
„Það kemur mér aldrei neitt á óvart,
vinur minn,” sagði hann, eins og hann
vildi komast hjá því að svara.
Ég reyndi aftur. „Þér sögðuð mér, að
Mayne væri liðhlaupi og hefði gengið í
herinn árið 1942. Hann segist hafa
gengið i herinn árið 1940.”
„Hann hefur þá eflaust rétt fyrir sér.
Ég þekki ekki sögu Gilberts Mayne. Ég
þekki aðeins sögu þessa manns."
„Eruð þér að gefa í skyn, að jaetta sé
ekki hinn rétti Gilbert Mayne?” því að
ég vissi ekki, hvaða merkingu ég átti að
leggja í orð hans.
Hann yppti öxlum. „Ef til vill,” sagði
hann. „En ég kom ekki til þess að tala
um Mayne við yður. Mér fannst það
bara almenn kurteisi. Ég kom til jress að
samgleðjast yður yfir að hafa sloppið
svona naumlega. Wesson var að segja
mér, að leikstjórinn í fyrirtæki ykkar
væri kominn. Verður hann hérna í
skálanum?”
„í nokkra daga,” sagði ég. „Þið hafið
eflaust sameiginleg áhugamál. Hann var
einu sinni í Grikklandi.”
„Grikklandi?” Hann virtist hafa
áhuga á þessu. „Í hernum?”
„Já,” sagði ég. „Upplýsingaþjónust-
unni."
Hann leit snöggt á mig. „Þá höfum
við eflaust um margt að spjalla.”
Hann bauð mér góða nótt. En á
leiðinni til dyra sneri hann sér við. Ég
sagði við hann: „Meðal annarra orða,
þegar þér rannsakið það, sem skrifað er
á blað, sem stendur i ritvél, þá skuluð
þér sjá um, að það sé rétt sett í aftur."
„Ég skil ekki," sagði hann.
„Þér leituðuð í herberginu mínu í
gærkvöldi,” sagði ég við hann.
Hann leit hörkulega á mig. Siðan
sagði hann: „Hver, sem hefur leitað i
herbergi yðar, herra Blair, þá var það
ekki ég — ég fullvissa yður um það.”
Hann lokaði á eftir sér. Ég stóð þegar á
fæturog læsti hurðinni.
Þegar ég leit út um gluggann
morguninn eftir, sá ég, að allt var gjör-
breytt. Það var ekkert sólskin, engar
andstæður í náttúrunni. Himininn var
grár af fallandi snjó — stórar flyksur í
billjónatali. Jörðin var eins og hulin
gráhvítu teppi. Trén voru svo þakin
snjó, að þau virtust ekki einu sinni vera
tré! Veröndin var ekki lengur viðar-
pallur. Yfir henni hvíldi hreinhvitur
snjór, og borðin voru að sligast undan
snjóbyrðinni.
Mér leið ágætlega — ég var bara
þreyttur og með miklar harðsperrur. Ég
fór niður og hringdi i Emilio, sem var í
kofanum við hinn enda togbrautarinnar.
Hann sagði mér, að sleðinn myndi hafa
það upp eins og var, en ef hann hvessti
og snjórinn færi að fjúka, þá væri það
ekki lengur hægt. Síðan hringdi ég niður
í Splendido og bað um skilaboð til
Engles á það leið, að ef hann kæmist til
Tre Croci, þá gæti hann komist með tog-
sleðanum upp til Col da Varda. Síðan
sgði ég Aldo að taka til í lausa her-
berginu.
Ég ætti nú að segja frá því, þegar
Engles kom, því að ekkert kom fyrir,
fyrr en hann var kominn. En vegna þess
að allt, sem skeði, var í sambandi við
komu hans, þá ætla ég að segja frá þvi,
jsegar við vorum að biða eftir honum.
Það var skiljanlegt, að Joe og ég
biðum eftir honum með nokkurri eftir-
væntingu. Joe var að búa sig undir
orðasennu við leikstjórann. „Engles
verður með hausinn fullan af alls konar
hugmyndum, bölvaður,” sagði hann í
kvörtunartón. En kvikmynd verður að
hafa vissan fókalpúnkt, og fókal-
púnkturinn er þessi kofi og togbrautin.
Það tekur sig stórkostlega út á kvik-
mynd. Sjáðu bara þennan morgun.
Eftir nokkrar klukkustundir verðum við
tepptir hérna uppi. Hugsaðu þér, ef
fólkið hérna hataði hvort annað og
hefði hvert sitt áhugamál." Þetta sagði
hann við morgunverðarborðið, og hinir
fylgdust með af miklum áhuga. „Og
togbrautin,” bætti hann við. „Ég er
búinn að ná ágætum myndum af henni.
Bar að búa til gervisleða og láta hann
þjóta niður með slitna taug. Og eltinga-
leikur á skíðum — ég tók ágæta mynd af
þér, Neil, þegar þú komst niður og féllst
við fætur okkar. Ef Engles er mér ekki
sammála — ja, þá má fjandinn hirða
mig, ef ég segi ekki upp.”
Joe var fullur ákafa. Mér var hálf
órótt innanbrjósts. Mér fannst Engles
verða að segja mér, hvers vegna hann
hafði sent mig hingað, eftir allt, sem
komið hafði fyrir.
En hinir. Hversvegna voru þeir svona
þögulir? Mayne hafði tekið glaðlega á
móti mér, þegar ég kom niður. Hann
spurði, hvernig mér liði, eins og honum
væri mjög annt um velferð mína. Hann
var hlýlegur í viðmóti og eðlilegur, en
þögull venju fremur. Augu Önnu brostu
til hans, þegar hún bar á borðið, en hann
virti hana ekki viðlits. Og þegar Joe kom
niður og byrjaði að tala um Engles, þá
þagnaði hann alveg.
Og Valdini, sem var alltaf síkjaftandi,
35. TBL. VIKAN 19