Vikan


Vikan - 31.08.1978, Side 11

Vikan - 31.08.1978, Side 11
ýmsir tímar hafi verið erfiðir. Það er að þjálfa hugann þannig, að ellin verði ekki sú grýla, sem geti tekið sálarfrið frá hinum aldna manni. Því ráðlegg ég þeim, er gamlir verða, að láta ekki Elli kerlingu ráða, heldur treysta á þann, sem skóp oss, og gefið hefur okkur þann frið, sem aldrei bregst. Þá þarf eriginn að kvíða ellinni. — Skálið kvað: „Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhærum”. Þetta er skilgreining Þórarins Árnasonar frá Stóra-Hrauni á ellinni. Þóarinn býr ásamt eigin- konu sinni Rósu Lárusdóttur í eigin húsnæði við Baldursgötu í Reykjavík. Hann er fæddur árið 1898, en Rósa árið 1904. Þeim hjónunum bar saman um, að fyrst í stað finnist manni sem maður ætli aldrei að verða fullorðinn, en á aldrinum milli 50-60 fari þetta að vera fljótt að líða.” Mér finnst svo stutt síðan ég var ungur, að þegar ég kem heim á æskustöðvarnar rifjast upp skemmtilegar endurminn- ingar, og mér finnst ég verða ungur í annað sinn. Annars hefur ellin ekki verið nein vandræði fyrir mig. Við hjónin áttum 9 dætur, þar af 6 á lífi, en heimili okkar hefur alltaf verið ákaflega friðsælt, og er að sjálf- sögðu núna, þegar við erum orðin tvö ein. Við höfum verið heppin með dætur okkar, og þær eru okkur mjög góðar og hjálpsamar. Það gefur auga leið, að þegar maður á svona margar dætur, barnabörn og barna- bamaböm, þá er mikið um gesta- komur á heimili okkar, og oft er glatt á hjalla hér í kotinu. Við erum bæði tiltölulega heilsu- hraust, miðað við margt fólk á okkar aldri, en ég er þó með kransæðastíflu — sem reyndar þriðji hver maður er með — og það háir mér í sambandi við göngur. Ég get ekki gengið mikið, og verð alltaf að gæta þess að ganga hægt. Ég hef ákaflega gaman af veiðiferðum, og fer j þær á hverju sumri. Rósa tínir þá ber á meðan ég veiði. Einnig tefli ég mikið, og svo sit ég oft við skriftir, skrifa niður ýmsar gamlar sagnir, og svo hef ég líka gaman af að spila. Maður finnur þó fyrir því hvað „energíið” minnkar með árunum, og ég treysti mér t.d. ekki til að sitja eins lengi við skriftir og ég mundi óska mér. Maður heldur ekki sínum rétta húmor ef maður reynir ekki að gera það, sem manni þykir gaman að. Við förum mikið í ferðalög með börnunum okkar, þó aðallega á sumrin. Dagarnir eru fremur rólegir hjá okkur, ég færi konunni yfirleitt kaffi í rúmið á morgnana, og svo dveljum við mikið inni við. Þá les ég oft upphátt fyrir hana á meðan hún prjónar eða heklar, en hún gerir óskaplega mikið af því. Svo höfum við hérna ágætis búð, Magnúsarbúð, þar sem fólk á mínum aldri hittist daglega og þá er spjallað mikið um daglegt líf og margt fleira. Við kaupum alltaf inn sjálf og fáum enga aðstoð, enda eru búðir hér allt í kring og stutt að fara. Mér finnst það vera númer eitt fyrir ellina að þurfa ekki að hafa áhyggjur, og mér finnst mikill kostur að eiga þó þetta litla kot. Það er alltaf viss áhætta að leigja, og ég get ekki séð að nokkur maður geti lifað af ellilífeyri, ef hann þarf að borga kannski 40.000 krónur í húsaleigu á mánuði — og þá á maður líka alltaf á hættu að vera sagt upp húsnæðinu. Það veitir manni öryggi að eiga eigin íbúð. Svo hef ég smávegis ellilaun, en ég vann i 18 ár hjá Rafmagnsveitunni. Þar komu þessi ólög inn í, að ég þurfti að hætta vegna aldurs, þótt ég væri alveg fullfrískur. Það er hræðileg tilfinning að vakna einn daginn, og mega ekki fara aftur til vinnu, maður i fullu fjöri, sem kann sitt verk. Nú er þetta þó breytt, og menn mega vinna 1/2 daginn upp á tíma- kaup, ef þeir eru heilsuhraustir. Maður verður hálf sinnisveikur þegar maður er látinn hætta svona. Vinnustaðurinn er orðið annað heimili manns, og allt í einu á einum degi missir maður vinnu og starfsfélagana. Ég varð hálf þunglyndur, og tók þá til ráðs að gefa út bók, bara til að halda heilsunni. Tveimur- þremur árum síðar fékk ég svo kransæðastífluna, þannig að í dag gæti ég svo sem ekki tekið neitt almennilegt starf að mér. Ég hef alltaf verið hálf lífhrædd- ur, en Rósa aftur á móti ekki. Við kvíðum hvorugt dauðanum, allir verða eitt sinn að deyja. Annars spekúlera ég ekki mikið í dauðanum, ég vona bara að ég verði svo kalkaður, að ég gleymi honum alveg, eins og faðir minn gerði! Mér finnst unga fólkið oft ekki taka nægilegt tillit til gamals fólks, t.d. þegar maður kemur á heimili, þar sem sjón- varpið er á hæsta, og ungling- arnir þagga niður í manni ef maður segir eitthvað. Svo verður maður líka oft var við það í strætisvögnum, að unga fólkinu dettur ekki til hugar að standa upp fyrir gömlu fólki, þótt það sé auðvitað til kurteist, ungt fólk. Við erum sátt við ellina og megum bara vera ánægð meðan báðir fætur eru jafnlangir.” Spakmæli um ellina. Það er engin list að verða gamall. Listin er að vera gamall. (Goethe). Ellin er ekki annað en dvínandi forvitni. (André Siegfried). Dapurleiki gamla fólksins orsakast ekki af neinum sér- stökum atburði eða kringumstæðum. Hann kemur með auknum leiðindum, þeirri beisku niðurlægjandi tilfinningu að vera gagnslaus, og einmanaleika þess mitt í heimi, sem sýnir því ekkert nema afskiptaleysi. (Simone de Beauvoir: Ellin.) „Ég hlakka svo til að deyja að ég get ekki beðið eftir því. Ég hef alltaf verið svo forvitin og langað til að vita.hvernig það er hinum megin. Maður verður örugglega ungur aftur, hress og kátur, og þá get ég farið aftur að dansa...” (Gömul kona). „Ég hitti nú prest um daginn, sem hlakkar svo óskaplega til að komast á ellilífeyri, — svo ekki hafa prestarnir okkar gott kaup!” (Gömul kona). ÞÆR SKÁKUÐU ELLINNI: Lillian P. Martin, bandarískur elliráðgjafi lærði vélritun 65 ára gömul. 75 ára lærði hún að aka bíl, 88 ára sigldi hún upp Amazonfljótið í opnum báti, og 99 ára gömul tók hún að sér að reka 50 ekra búgarð ásamt fjórum konum, sem komnar voru yfir sextugt. Amma Moses var 75 ára gömul er hún byrjaði að mála, og frægustu myndina sína, „Jólakvöld,” málaði hún 100 ára. akm 35. TBL.VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.