Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 18
) iSŒNZKAR BÆKUR
DANSKAR BÆKUR
OGBLÖÐ
| NORSKAR BÆKUR
| SÆNSKAR BÆKUR
ÞÝZKAR BÆKUR
OG BLÖÐ
) SPÆNSKAR BÆKUR
\ ÍTALSKARBÆKUR
FRANSKAR BÆKUR
OG BLÖÐ
Bókaverzlun
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
áræðni hans. „Þér ætlið þá að segja mér,
að þér vitið alls ekki, hvað kom fyrir?”
sagði ég reiðilega. „Það veit fjandinn, að
þér eruð hugaður, Mayne.” Ég skalf
allur. „Hvers vegna fóruð þér beina leið
niður þessa brekku. Þér þurftuð að snar-
stansa í dalnum, og þér vissuð, að það
get ég ekki, ef ég er á mikilli ferð.”
„En ég snarstansaði ekki,” sagði hann
og leit djarflega framan í mig, kaldur og
rólegur. „Ég beygði bara til hægri. Það
var auðvelt þarna niðri. Ég veit, að ég
var á þó nokkurri ferð, en þetta var alls
ekki erfitt. Ég þurfti alls ekki að stansa.”
„Þetta er lygi,” sagði ég.
gekk i UNRRA og fór til Grikklands. En
hvað kemur þetta málinu-------?”
„Skiptir ekki máli,” sagði ég. „Mér
líður bara ekki sem best.” Ég hallaði mér
aftur.
„Jæja þá,” sagði hann. „Ég er feginn,
að yður líður vel. Ég gerði allt sem í
mínu valdi stóð. Mér þykir fyrir þessu.
Þetta var allt mér að kenna. Ég veit það.
En satt að segja hélt ég, að þér kæmust
yfir dalsbotninn. Ég ásaka sjálfan mig
fyrir að hafa ekki gert mér grein fyrir
því, hve fljótt snjórinn þakti förin.”
Hann stóð upp.
Ég sagði. „Hafið engar áhyggjur.”
Hann starði á mig undrandi. „Ég
endurtek það: Ég þurfti ekki að stansa.
Yður hafði gengið svo vel, að ég þóttist
viss um, að þér hefðuð þetta af.”
„Þér vissuð vel, að ég gat það ekki.”
Ég var orðinn rólegri. „Þér urðuð að
snarstansa, og þér vissuð, að ég hlyti að
lenda á kafi í snjónum.”
„í guðanna bænum,” sagði hann.
„Hvað eruð þér eiginlega að gefa í
skyn?”
Ég leit á hann. Gat það verið, að ég
hefði rangt fyrir mér? En ég sá ljóslega
fyrir mér staðinn, þar sem snjórinn hafði
þyrlast upp. „Mætti ég spyrja yður um
eitt°”
„Auðvitað.”
„Þér genguð í herinn árið 1942. Hvað
skeði eftir að þér komuð til ltalíu?”
Hann virtist ekki skilja. „Ég veit ekki
hvað þér eruð að meina, Blair,” sagði
hann. „Ég gekk í herinn árið 1940, en
ekki 1942. Fór til Norður-Afriku árið
1943. Siðan var ég liðþjálfi. Við fórum
til Salerno. Ég var tekinn höndum, flúði.
GAR hann var farinn rétti Joe
mér hrærð egg á bakka. „Hvern and-
skotann ertu að reyna að gefa i skyn,
Neil?” sagði hann þegar ég var byrjaður
á eggjunum. „Hversvegna varstu að
að spyrja hann um herinn og það allt?”
„Af því að mér var sagt, að hann
hefði verið liðhlaupi,” sagði ég með
munninn fullan. Það var gott að bragða
mat aftur. „Annar er lygari. Ég kemst
áreiðanlega að því, hver er lygarinn.”
„Ég skil þig ekki,” muldraði hann.
„Mayne er ágætis náungi. Hann gat
ekki gert meira. Hann hringdi undir eins
og hann kom til Carbonin. Ég svaraði í
símann. Hann var mjög áhyggjufullur.
Hann hlýtur að hafa verið orðinn dauð-
þreyttur. En hann fór rakleitt áfram
með leitarflokknum. Hann kom ekki
fyrr en það var orðið dimmt. Það var
ekki honum að kenna, að hann fann þig
ekki.”
Ég yppti öxlum og hélt áfram að
borða. Hann virtist ekki kunna við
þögnina. „Mér finnst þú fjandi ósann-
EMSKAR úgI
AMERISKAR BÆKUR J
ÚTVEGUM ALLAR
FÁANLEGAR BÆKUR
SÍMAR 14281 13133 11936
Bókaverzlun
SNÆBJARNAR
Hafnarstræti
18VIKAN 35. TBL.