Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 32

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 32
SúSAN Adamson þekkti föður sinn svo ósköp vel, hún vissi alveg, hvað myndi koma, þegar hann hellti hugsandi í glasið sitt og leit til hennar þvert yfir matborðið. —Ég bauð samstarfsmanni mínum i mat á miðvikudaginn. Er það ekki i lagi? Þetta er efnilegur ungur læknir. Hann hefur aðeins starfað nokkrar vikur á sjúkrahúsinu og þekkir fáa i bænum. Mér datt í hug, að slíkt boð gleddi hann. — Já, þá ætti honum að takast að láta það kvöld líða, sagði Súsan háðsk. Þetta var nr. sex i röðinni af þessum herra- mönnum, sem faðir hennar kepptist við að bjóða heim, síðan hún sleit sam- bandinu við Mikael. — Ætli það sé eitthvað sérstakt, sem gesturinn þinn hefur ofnæmi fyrir? spurði hún stutt i spuna. Sá síðasti hafði ofnæmi fyrir fiski. Dæmalaust hlaut starfsfólki sjúkrahússins að þykja hlægileg þessi eilífu boð föður hennar. Hann tók ungu læknana hvern af öðrum með sér heim tii kvöldverðar. — Ekki svo ég viti til, sagði hann og lét sem hann heyrði ekki hæðnistón dóttur sinnar. Eftir að hún sleit sambandinu við Mikael hafði aftur vaknað hjá honum ótti við, að hann bindi einka- dóttur sína of föstum böndum við heimilið og sig sjálfan. Hann var ekkjumaður, og i mörg ár höfðu þau verið hvort öðru allt. En á því varð að æra breyting, — hennar vegna. Miðvikudagurinn rann upp, og Súsan undirbjó kvöldverðar- boðið með ólund. Henni var skapi næst að hlaupast frá öllu saman. Á síðasta augnabliki bjó hún til eftirlætis eftirrétt föður sins og hljóp svo upp til að skipta um föt. Hún vildi vera þokkaleg til fara þrátt fyrir allt, og undir niðri var henni ekki alveg sama, um hvernig unga lækninum geðjaðist að henni. Hún heyrði, að faðir hennar stakk lyklinum I skrána á útidyrahurðinni og hraðaði sér ofan stigann til móts við þá. Það var ekki laust við, að hún væri dálit- ið forvitin, hvernig skyldi þetta fórnar- lamb pabba líta út? hugsaði hún með sjálfri sér og leit forvitnu augnaráði andlitið, sem birtist að baki föður hennar. Faðir hennar kynnti unga manninn, sem hét Axel Preston. Axel var dökkur á brún og brá, myndarlegur, öruggur með sjálfan sig. Henni varð mikið um. Hún hafði ekki átt von á að mæta svona ánægjulegum manni. Henni tókst að láta sem ekkert væri og hellti drykk I glös fyrir þá. Ungi maðurinn skrafaði óþvingað við föður hennar, sjálfan yfirlæknirinn. Það var ekki annað að heyra en þarna væru jafningar á ferð. Hún skaut inn orði, þar sem við átti, og fann, að I hvert sinn hvíldi augnaráð hans á henni. Kvöldið leið fyrr en varði, og gest- urinn kvaddi. Hún lá lengi vakandi og hugsaði um viðburði kvöldsins. Samvera þeirra var aðeins þrjár — fjórar klukku- stundir, en henni fannst, að hún hefði þegar kynnst honum all vel. AUt var nú gjörbreytt. Hún hugsaði aftur og aftur um viðburði kvöldsins, orð sem féllu, augnatillit, snögga snertingu handar, sem þó var svo heit og kom róti á tilfinn- ingar hennar. Eftirvænting og til- hlökkun gagntók huga hennar. Hvað bar nú framtíðin í skauti sér. Fjarri var nú Mikael og tveggja ára samvera við hann. En ekkert gerðist. Kvöldið sem Axel kvaddi hana, var augnaráð hans þrungið fyrirheitum. En svo gerðist ekkert. Síminn hringdi ekki, ekki kom neitt bréf eða kveSja með föður hennar. Bókstaflega ekkert minnsta lífsmark. Þegar átta dagar voru liðnir, án jsess að hún heyrði frá honum, greip hana þunglyndi og vonleysi. Nú var hún aftur innilokaða, önuga stúlkan, sem erfitt var að umgangast. Hún var haldin sjálf- meðaumkvun og gerði sér lífið leitt. Loksins gerðist svo eitthvað. Það kom bréf. Hún las fyrst undirskriftina, og nú greip hún andann á lofti. Roðinn hljóp fram I kinnarnar, og hjartað barðist hart. Hann byrjaði á að afsaka sig, sagðist hafa ætlað fyrir löngu að láta heyra I sér og þakka fyrir kvöldverðinn og ánægjulegt heimboð. Hann sagðist hafa haft ánægju af að kynnast henni og vonaðist til að geta við tækifæri endur- goldið gestrisni hennar. — Við tækifæri. Já, en fjandinn, hvenær? sagði hún svo hátt, að faðir hennar hrökk við. Hann leit upp frá dag blaðinu undrandi á svip og spurði, hvað gengi á. — Ekkert. Það er ekkert, sem þér kemur viö.. Smásaga eftir Vicky Martin ÁST VIÐ FYRSTU SÝN Það var fjarri því, að Súsan biði heimsóknar Axels með eftirvæntingu. Hún var í ástarsorg og ákveðin í að forðast karlmenn eins og heitan eld í bráð. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Örlögin taka að spinna vef, og Súsan festist í netinu. Hvernig vogaði hann sér að skrifa á runnin reiðin, og vonleysistilfinning þennan hátt hugsaði hún. VIÐ hafði aftur náð á henni tökum. Hún TÆKIFÆRI. Hún var I versta skapi ákvað að reyna sjálf að ná sambandi við allan daginn og naut þess raunar. Það hann. var tilbreyting eftir vonleysi síðustu daga að finna ærlega reiðitilfinningu gagntaka sig. Um kvöldið var henni 32VIKAN 35. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.