Vikan


Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 10

Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 10
GAMALT FÓLK r A FÖRNUM VEGI SKÚLI ÓLAFSSON, tæplega áttræður: „Það má vera vont veður ..." Ég reyni að eyða eins miklum tíma og ég get, í að halda garð- inum mínum í sæmilegu ástandi, en þar gripur veðrið nú oft inn í góðan ásetning. En það má vera mjög vont veður ef ég sleppi því að ganga mér til heilsubótar. Og þar sem ég er einbúi, þá fer mikill timi í hversdagslega hluti, eins og að búa til mat, þrífa í kring um sig og þvo af sér. Og svo hlusta ég mikið á útvarp, þó mér finnist nú efnið í útvarpinu vera svona upp og ofan. En Hverju hefur sextugur maður að meðaltali afrekað? Hann hefur: Fjarlcegt eina milljón af skegghárum. Dregið andann 500 milljón sinnum. Hjartað hefur slegið 2 milljarði slaga. Unnið fyrir brauði sínu 90 þúsund tíma. Sofið í samanlagt 18 ár. Legið veikur 11 ár. Drukkið 10 þúsund lítra af mjólk. Borðað: 2 tonn af brauði, 2 tonn af sykri, 7 tonn af kartöflum og 1 1/2 tonn af kjöti. Texti: Anna Kristfne Magnúsdóttir Hraf nhildur Sveinsdóttir Jóhanna Þráinsdóttir Ljósmyndun: Jim Smart sjónvarp vil ég ekki sjá takk fyrir! Mér var boðið upp á sjónvarp, en það má mikið ganga á, fyrr en ég þigg það. KRISTÍN ÁRNADÓTTIR: „Sakna stund- um þess besta úr fortíðinni,. ." Kristin Ámadóttir er fædd árið 1900, og býr í eigin húsnæði við Mjölnisholt í Reykjavík. Hún hefur verið ekkja í 14 ár, á tvö börn, 11 barnabörn og 13 langömmubörn (það 14. á leiðinni): „Það er ekki hægt að segja annað en það sé frjósamt út af mér,” segir Kristín hlægjandi. „Ég veit heldur ekki hvað það er að vera einmana, ég fæ svo mikið af heimsóknum. Svo gerir umferðin við Hlemm það líka að verkum, að ég fæ mikið af gestum, svo dagurinn hjá mér er fljótur að líða. Ég er sem betur fer það heilsuhraust ennþá, að ég get alveg annast mig sjálf, og ég vona að ég þurfi ekki að þiggja neina hjálp fyrr en ég verð áttræð. Ég kaupi allt inn sjálf, og fer allra minna ferða. Að vísu háir það mér á veturna, hvað ég get lítið verið úti við vegna kuldans, þar sem annað lungað í mér lamaðist eftir uppskurð. Deginum eyði ég að mestu við að prjóna á barna- börnin og lesa, og svo að sjálf- sögðu við að taka til! Á sumrin dunda ég mér í garðinum við blómin mín. Ég hef mikið samband við systkini min, og við tölum oft saman í síma daglega. Svo spilum við líka mikið, — Manna — enda er oft gert grín að okkur. Mér finnst það létta skapið mikið, þegar ég fer og hitti þau, en við hittumst yfirleitt eitt kvöld i viku og höfum gert það í u.þ.b. 20 ár. Mér gengur ágætlega að lifa af ellilífeyrnum, þótt maður geti að sjálfsögðu ekki veitt sér neinn „lúxus.” Ég hef alltaf verið kröfulítil og unað vel við mitt, en maður hefur nú gaman af að gleðja barnabörnin og lang- ömmubörnin. Mér finnst þetta ágætt líf, ég sakna aðeins þess besta úr fortiðinni stöku sinn- um, en ég vildi þó gjarnan upplifa að vera ung í dag, því mér virðast möguleikarnir fyrir ungt fólk svo miklir. Það er kannski bara vitleysa í mér? Skapgerð mín er sem betur fer þannig, að ég finn aldrei til leiðinda, en ég vildi þó vera betri til heilsunnar. Það er lögmál lífsins að eldast, og ég kann því bara vel.” ÞÓRARINN ÁRNASON „Það þarf að þjálfa hugann þannig að ellin verði ekki grýla..." „Aldur kemur yfírleitt sígandi. Ef ekki koma veikindi til, þá finnur maður ekki svo mikið fyrir honum fyrst í stað, en þegar farið er að gleyma manna- nöfnum og segja sömu söguna aftur og aftur — þá er aldurinn að byrja að segja til sín. Þetta er auðvitað einstaklingsbundið, sumir halda minni fram í and- látið, þó þeir verði nálega hundrað ára. Aftur geta menn orðið gamlir, ef þeir telja sig jafnvel á góðum aldri gamla. Þá verða þeir hrumir fyrir aldur fram. Ég hef alltaf talið mig ungan, vil helst samlagast ungu fólki. Það er með aldur eins og sjúkdóma. Ef maður telur sig ganga með ein- hvern sérstakan sjúkdóm, þá getur hugsunin framleitt hann og skapað bæði andlega og líkamlega vanlíðan. Allir, sem gamlir verða, finna til líkam- legrar hrörnunar, — en ef sálin er ung, þá er allt í lagi með árafjöldann., Mér finnst, þrátt fyrir háan aldur, að tíminn hafi liðið of fljótt. Þannig býst ég við að þeim þyki, er hafa haft gaman af lífinu, þrátt fyrir þótt 10VIKAN 35. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.