Vikan - 31.08.1978, Blaðsíða 43
Svallpartý
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig að ráða
þennan draum fyrir mig. Mér fannst
ég og systir mín og tvær aðrar steipur,
sem ég þekki ekki, vera niðrí bæ. Við
vorum að drekka vín, en við drekkum
ekki í alvörunni. Mér fannst ég vera
að drekka í fyrsta sinn, og mér fannst
vínið vont, en vandist því. Ég held, að
við höfum verið á Arnarhóli. Ég var
ákveðin í að drekka migfulla og var
ekki byrjuð að finna á mér, þegar tveir
lögregluþjónar komu og sögðu okkur
að hella þessu niður. Ég var mjög
spæld yfir þessu, og við sögðum alltaf
nei. Svo hlupum við niðrí Austur-
stræti, en þar voru flestirfullir, og voru
löggur að hella niður víni. Við týndum
hver annarri, og ég var með eina
flösku, en ekki leið á löngu, þar til hún
var tekin af mér og víninu hellt niður.
Þá fór ég niðrí Hafnarstræti í sjoppu
og keypti mér kók, sem ég fékk í
tveggja lítra brúsa. Þar sá ég systur
mína, sem keypti sér sama og ég og
fékk líka brúsa. Svo gengum við að
stjórnarráðinu. Þar sáum við aðra
systur okkar. Við fórum að tala
saman, og hún spurði mig, hvort ég
hefði verið að drekka. Ég spurði, hvort
það sæist, hún sagði nei, en hún fyndi
lyktina. Lengri varð draumurinn ekki.
Með þökk fyrir birtinguna.
Dísa í Draumalandi
Þú átt framundan vinafagnað og mikla
ánægju í því sambandi. Þó ber þar
skugga á, sennilega reynist einhver
vinur þinn öðru visi og verr en þú áttir
von á. En þau vandræði standa stutt.
1 peningaspili
Kæri draumráðandi!
Ég vi'I þakka þér fyrir gott efni í
Vikunni. Mig langar að biðja þig að
ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi í nótt, en hann var svona: Ég
var að eignast strák, sem mér þótti
ofsalega vænt um. Mér fannst hann
vera svolítið líkur strák bróður míns.
Ég var mjög hreykin af stráknum
mínum og bað skólasystur mína að
koma heim til að sjá hann. Þá var
strákurinn úti og svaf í vagni. Þegar ég
tók sængina til hliðar til að hún sæi
andlitið betur, þá vaknaði hann. Ég
tók hann og fór með hann inn, en þá
var amma þar og sagði, að ég ætti nú
ekki að láta honum verða kalt. Svo
Mig
dreymdi
var ég í skólanumfáður en ég sýndi
skólasystur minni barnið), og þá fór ég
í peningaspil, sem maður átti að láta
500 krónur í, og mig minnir, að ég
hafi grætt 8.000 krónur, og ætlaði ég
þá að bjóða þessari skólasystur minni
upp á öl og sælgæti. En ég og
strákurinn, sem mig dreymdi, að væri
faðir drengsins, höfum verið dálítið
saman að undanförnu, og mér þykir
mjög vænt um hann. I draumnum átti
ég alltaf eftir að segja honum, að ég
œtti krakka með honum. Jæja, ég
vona, að þú getir lesið eitthvað úr
þessum draumi, því ég hugsa mikið um
hann. Virðingarfyllst.
Ein, sem vonast til
að fá drauminn ráðinn
Þessi draumur er þér að öllu leyti fyrir
góðu. Þín bíður mikil heppni í ástar-
málum, og einnig mun þér farnast vel í
viðskiptamálum. Friður og gæfa munu
fylgja þér, og líf þitt mun verða áhyggju-
laust. Ennfremur bíður þín velmegun og
óvænt auðlegð.
Óskilgetið barn.
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi draum, sem mig langar
aðfá ráðningu á. Hann var þannig:
Mérfannst ég vera ólétt, en kærasti
minn átti alls ekki barnið, og mér
fannst það mjög leiðinlegt, því við
höfðum átt í erfiðleikum síðustu
mánuði, og nú fannst mér ég vera
búin að henda honum alvegfrá
mér. Þá fannst mér, að mágur minn
ætti barnið! Ég eignaðist barnið og lá
heima hjá vinkonu minni í herberginu
hennar, en út frá því gengur annað
herbergi, sem notað er fyrir geymslu,
og fannst mér vera tveir bekkir þar
inni, fór ég þá að hugsa, og fannst mér
þá, að ég og mágur minn hefðum átt
mök þar, og þá hefði ég orðið ólétt að
þessu barni. Þá var sagt við mig: Þú
ert svo frjósöm. Þá kom vinkona mín
inn, og við fórum að tala saman. Ég
leit niður á magann á mér og sá, að
allt var á hreyfingu inni í honum, og
ég var bólgin eftir að hafa fætt barnið.
Ég gat aldrei legið kyrr, mamma og
systir mín sögðu, að ég mætti alls ekki
hreyfa mig svona rétt á eftir
fæðinguna. Þegar mamma sá bólguna,
kom hún með handklæði og batt utan
um mig. Mér fannst skrýtið, að
mamma spurði mig aldrei, hver
faðirinn væri! Ég varalltaf að hugsa
um, hvort systir mín yrði ekki reið, ef
hún vissi, að maðurinn hennar ætti
barnið, svo ég þagði um það. En
mágur minn sagði frá því og bauðst til
að borga með barninu. Systir mín kom
og spurði, hvort hann vœri búinn að
tala við mig, og ég sagði nei. Hún var
ekki reið, og allir tóku þessu sem
sjálfsögðum hlut, nema ég hafði
hræðilegt samviskubit, af því að
kœrasti minn átti ekki barnið! Ég var
oft að hugsa um, að barnið yrði
örugglega alveg eins og sonur systur
minnar. Svo fannst mér ég ganga eftir
gömlum malarvegi. Aðalvegurinn er
fyrir ofan þennan veg, og eftir honum
fannst mér koma dökkgrænn Saab,
sem vinur kærasta míns á, var kœrasti
minn í honum, og horfði hann á mig
og brosti, voru þeir alltaf að rúnta i
kringum mig. Þá hugsaði ég. að ef ég
myndi giftast honum, yrði ég að segja
honum, að ég væri orðin móðir! Ég
gekk áfram veginn og upp á
afleggjarann heima og framhjá. Þá
komu einhverjir krakkar á bíl, sem var
allur klesstur. Systir mín kallaði á mig
og sagði, að þau vildu tala við mig, og
ég snéri við og talaði við þau. Ég hélt
fyrst, að þetta væri kærasti minn, en
svo var ekki, heldur gömul
skólasystkyni mín, þau voru að bjóða
mér á rúntinn, en ég vildi ekki fara.
Mér fannst þetta leiðinlegir krakkar.
Þá fóru þau. Þá komu pabbi og systir
mín (þau voru að reka kindur) og
spurðu, hvort ég hefði ekki viljað fara
með þeim, en ég sagði nei, þetta er svo
mikill lýður. Síðan fór ég að hjálpa
þeim að reka kindurnar.
Ein berdreymin.
Þin bíða erfiðleikar i ástarmálum, en
sjálfstæð ákvörðun þín í þeim málum
verður þér til láns, og eftir talsverða
erfiðleika biður þín auðsæld og
hamingja.
35. TBL. VIKAN43