Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 5
raunar öll hús á eyjunni „Ile de Saint-
Louis”. Innréttingar voru fornlegar í
samræmi við aldurinn. Forngripir og
ýmsar tegundir af pylsum héngu á veggj-
um og loftbitum. Rúðurnar voru blýsett-
ar, og olíulampar voru hér og þar.
Fremur skuggsýnt var inni, enda mat-
stofan ákaflega löng og mjó og glugga-
laus, nema á forhliðinni.
Við máttum velja um hvítvín, rósavín
og rauðvín og völdum það síðastnefnda,
því að okkur þótti það best henta and-
rúmslofti veitingahússins. Þetta var svo-
kallað „vín hússins” og reyndist vera
furðu gott.
Fyrst fengum við á borðið stóra
körfu, fulla af hráu grænmeti (corbeille
de crudités). Það var fyrsti rétturinn. I
körfunni gaf að líta hreðkur, lauk,
gúrku, papriku, egg, gulrætur, salatblöð
og fleira. Úr þessu gátum við blandað
hrásalat eftir smekk hvors um sig.
Síðan komu tvö kæfuform. í öðru var
lifrarkæfa (paté de foie) og i hinu sveita-
kæfa (terrine de campagne). Sveitakæfa
er búin til úr feitu svínakjöti og mögru
kálfakjöti, hvitvíni, koníaki, hvítlauk og
fleiru og er hinn besti matur.
Að þvi búnu fengum við stóra körfu
með ýmsum gerðum af pylsum (panier
de saucissons). Ekki kann ég að nefna
tegundimar, enda lítt kunnugur öðrum
pylsum en Vínarpylsum. Okkur fannst
ekkert sérstakt til um þessar pylsur.
RAUÐVÍNSSOÐIÐ NAUTA-
KJÖT OG KJÚKLINGUR
Nú áttum við kost á að velja milli sex
aðalrétta: Kolkrabbi (calamar au
poivron rouge), hvítvinssoðinn lax
(saumonette braisée au sauvignon),
steikt kálfalifur (foie de veau grillé),
lambalæri með baunum (gigot d’agneau
haricots), smjörsteiktur, koníaksvættur
og rauðvínssoðinn kjúklingur (coq au
vin) og rauðvinssoðið nautakjöt (bæuf
bourguignon).
Við völdum okkur tvennt það síðast-
talda, því að það eru sögufrægir, fransk-
ir réttir. Þeir reyndust frambærilegir, en
ekkert sérstakir. Sennilega hefðum við
fengið betri mynd af þeim, ef við
hefðum pantað þá á dýrari matstað.
Coq au vin er matreitt og borið fram I
kastarholu. Kjúklingurinn er hlutaður í
sundur, kryddaður og smjörsteiktur með
litlum lauk og höm (beikoni). Síðan er
koníaki hellt á og kveikt i. Næst er kjúkl-
ingurinn meira kryddaður. Loks er
rauðvíni hellt í kastarholuna, lokið sett á
og rétturinn ofnbakaður í 45 mínútur.
Bæuf bourguignon er marinerað í
rauðvíni í 3—6 tíma. Áður er nauta-
kjötið skorið í bita, blandað mauki,
sveppum og rauðvíni. Síðan er soð látið
á pönnu, höm og laukur settur í soðið,
þá kjötið og brúnað beggja megin. Þar á
eftir er hveiti stráð á kjötið og rauðvíns-
marinaðinu hellt á. Næst er gumsið
kryddað, lok sett á pönnuna og látið
malla dauflega í tvo tíma. Loks er höm,
laukur og sveppir látnir í og látið malla
enn frekar í hálfa stund, og er þá kjötið
orðið sundurmeyrt.
NÆST SVELTUM VIÐ í
TVO DAGA
Að þessu afreksverki loknu fengum
við á borðið ostabakka (plateau de from-
Hér ata menn og drekka elns og þeir
geta ! sig látið fyrir nákvæmlega 69
franka eða innan við 4000 krónur.
Fyrir þetta verð fá menn sjö rétti
matar og ótakmarkað vin.
ages). Og að lokum gátum við valið milli
nokkurra franskra eftirrétta. Urðu
sítrónu-ísfroða (sorbet maison) og kara-
mellubúðingur með karamellusósu
(créme caramel) fyrir valinu.
Þegar melting var um það bil hálfnuð,
treystum við okkur til að standa á fætur,
fara út i Parísarnóttina og komast með
erfiðismunum 100 metrana inn á hótel.
Við lofuðum að svelta okkur í tvo daga,
áður en við kæmum í næstu heimsókn.
(La Taverne du Sergent Recruteur, 41
rue Saint-Louis-en-l’Ile, 4. hverfi, sími
ODE-75-42, opið 19.30—02, lokað á
sunnudögum).
JÓNAS KRISTJÁNSSON
Einkunn
Vikunnar:
ínæstu viku: Paul
37. TBL.VIKAN 5