Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 9
Louise Joy
Brown stuttu
eftir fæðinguna.
Hún öskraði hástöfum. Ég sá ekki Lesley,
og skömmu síðar var farið með dóttur mína
á sérstaka deikd, ætlaða börnum, sem fæð-
ast fyrir tímann.
— Ég gekk út. Það var rigning. Ég stóð
þarna lengi og reyndi að róa taugarnar, ég
fann ekki einu sinni fyrir þvi að ég varð
gegnvotur. Ég gerði mér enga grein fyrir
tímanum. Loks tók ég á mig rögg, og
hringdi til tengdamóður minnar. Hún varð
yfir sig glöð.
Við höfðum ákveðið, að ef þetta yrði
drengur þá skyldi hann heita Patrick í höf-
uðið á dr. Steptoe. Við höfðum ekkert
hugsað um stúlkunafn. Ekki svo að skilja,
að við hefðum neitt frekar kosið okkur
dreng. Aðalatriðið er, að óskabarnið okkar
er fætt. Við ákváðum að skíra hana
tveimur nöfnum, og báðum dr. Steptoe að
velja annað nafnið. Hann stakk upp á Joy,
sem þýðir gleði. Ekkert nafn hefði getað
verið betur við hæfi.
— Ég á engin orð til að lýsa þakklæti
minu i garð læknanna tveggja. Ég vildi
gjarnan, að við gætum eignast annað barn.
Við mundum hvorugt okkar hika við að
ganga aftur í gegnum það sama, ef við fá-
um tækifæri til þess.
— Biðin var erfið. Ég var eins og svefn-
gengill, bað þess bara stöðugt að ekkert
kæmi fyrir Lesley. Skyndilega kom sjúkra-
liði til mín og sagði: — Nú máttu koma og
sjá dóttur þina.
Ég fór með honum til skurðstofunnar.
John Brown kemur til að sækja fæöingar-
vottorð Louise. Frú Bramford, sem skráð hefur
þúsundir fæðinga, sagði að hendur sinar hefðu
skoffið, er hún skráði þennan sögulega atburð,
fæðingu fyrsta „glasabamsins".
37. TBL. VIKAN 9