Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 14
Þegar hin 77 ára gamla Gladys Stacy, langamma frá Los Angeles, brosir, dýpka hrukk- urnar i andliti hennar, — en að- eins vinstra megin. Hægri helm- ingur andlitsins er jafn sléttur og hrukkulaus og á 17 ára gamalli stúlku. Mörgum bregður mjög í brún við þessa sjón. En lang- amman með andlitin tvö lætur það ekki á sig fá. Hún hefur nefnilega drjúgar tekjur af þess- ari þverskurðarmynd æsku og elli. í 8 ár hefur Gladys Stacy unnið sér inn 400 dali á mánuði fyrir vikið. Vinnuveitandinn er Albert Noble, skurðlæknir í Hollywood, sem notar hana þannig sem gangandi auglýs- ingaskilti. Hugmynd læknisins var að sanna öllum heiminum hvernig unnt er að gjörbreyta einni manneskju með andlitslyftingu. Hann auglýsti eftir gamalli, hrukkóttri konu, og frú Stacy svaraði auglýsingunni, án þess að vita hvað læknirinn ætlaðist fyrir. Maður hennar var þá ný- lega látinn. Hún tók tilboði læknisins, og hann hófst þegar handa. 10 dögum síðar voru umbúð- irnar fjarlægðar. Það lá við að hún félli i yfirlið, er hún leit í fyrsta skipti í spegil. Hægra meg- in var andlit hennar óþekkjan- legt. En 1000 dala ávísun frá lækninum dró þó mikið úr ör- væntingu hennar. Eftir 8 ára fastar tekjur hefur hún vanist þessu furðulega útliti sínu. En hún fær stundum tár í augun, er hún mætir börnum, sem taka æpandi til fótanna. En slagorð læknisins hefur náð miklum hljómgrunni bæði í Bandaríkjunum og Evrópu: — Taktu þér nokkurra daga frí til að verða ný manneskja! Meira að segja enskir skurð- læknar hafa tekið upp slagorðið. Ef þú átt um 800 þúsund krónur, sem þú veist ekki hvernig þú átt að eyða, geturðu sótt um sjúkrahúsvist hjá dr. Gordon Wayne i London. Þar geturðu fengið slika viðgerð á andliti og tönnum, að ættingj- arnir þekkja þig ekki aftur. þegar þú kemur til baka. Það skal tekið fram, að sjúklingar dr. Waynes eru ekki eingöngu konur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.