Vikan


Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 35

Vikan - 13.09.1978, Blaðsíða 35
gleymt fyrri manninum. Vill reynast honum trú allt til dauða. Kemur ekki til greina að hún gifti sig aftur. Allt I lagi með að eiga vin — en hjónaband ... óhugsandi! — Auðvitað hafið þér reynt að sann- færa hana um hið gagnstæða ...? — Það var ekki innifalið í greiðsl- unni. Símon dró aftur upp peningaveskið, og svört augu hennar Ijómuðu. Símon hélt um hönd Geneviéve eins og söguhetja í eldhúsreyfara. Risavax- inn barmur hennar hvíldi þægilega við brjóst hans, hún leit niður og roðnaði eins og skólastelpa. — Ég sem hélt að tími ástarinnar væri löngu liðinn hvað mig snertir. .. — Ástin fer ekki eftir árafjölda, eng- illinn minn, sagði Símon. Ég get að vísu ekki lofað þér gulli og grænum skógum — en takmarkalausri ást — bara ef þú vilt þiggja hana. Feimnislegt jáyrði Genevéve drukkn- aði í jakkanum hans. — Frú Wolley er stórkostleg, sagði hún svo. — Hvernig gat hún vitað þetta allt saman? Símon hefði getað frætt hana um það, en lét það vera. — Ég þarf að fara til Evrópu i við- ikiptaerindum. Ferðalagið tekur um það bil mánuð. Við getum gift okkur þegar ég kem til baka, ástin mín. — Ætlarðu að dæma mig til mánaðar iinveru í kvalafullri þrá? Hvers vegna förum við ekki saman? Látum þetta verða þrúðkaupsferðina okkar. Við getum farið á Rívíeruna ... siglt á gond- ólum í Feneyjum ... farið á rómantíska göngu í Svartaskógi... Geneviéve losaði sig blíðlega úr örm- um hans. — Við giftum okkur þegar ég kem til baka, sagði hún festulega. Það glampaði á kristalskúluna. — Ég segi viðskiptavinum mínum það sem framtíðin ber í skauti sínu. Að vísu hef ég haft nokkur áhrif á framtíð frú Palley ... — Þér hafið lika grætt þrjú þúsund iali á því, sagði Símon. — Þér hafið hitt á veikan blett, herra Napp ... En í gær ráðlagði ég frúnni að fara ekki í nein ferðalög næsta mánuð- inn. Stjörnurnar eru óhagstæðar ... boða slys á ferðalagi... Símon flýtti sér að draga upp peninga- veskið. — Leyfist mér að þrýsta enn einu sinni á veika blettinn, kæra frú, sagði hann. Þau sátu i þéttum faðmlögum í far- þegaklefa litlu einkaþotunnar. Fyrir neðan glampaði á gráar öldur Atlants- hafsins. 1 Evrópu beið vorið eftir þeim. Á hendi Geneviéve glampaði aftur á móti á stóran demantshring. Símon hafði eytt allri bankainnistæðunni til að greiða hann. Hann þurfti heldur ekki að sjá eftir því. Hann sá framtíðina í rósrauðum bjarma. Hann kyssti Geneviéve á und- irhökurnar, og velti því fyrir sér hvort hann gæti ekki sætt sig við aðra lausn á málinu en ekkjustandið. Þau Geneviéve höfðu eytt brúðkaups- nóttinni á Waldorf Astoria, og þar hafði hann uppgötvað alveg nýja hlið á eigin- konunni. Hún var elskuleg manneskja og vel þess virði að eyða því sem eftir væri lifsins með henni þrátt fyrir undir- hökur og aukakíló. Að minnsta kosti ætlaði hann að hugsa sig vel um ... — Ég get bara ekki skilið frú Wolley, ástin mín, sagði Geneviéve. — Fyrst ráðleggur hún mér eindregið frá því að fara í ferðalag. Talaði um hvirfilvind, eldsvoða og stórslys. Hún sagði að ég mætti umfram allt ekki ferðast. Svo hringir hún til mín, og segir að sér hafi orðið á mistök. Að hún hafi misskilið kristalskúluna... Flugvélin var ekki jafn stöðug og áður. Símon sleppti Geneviéve. Honum leið hreint ekki vel. Sennilega var hann að verða flugveikur. Hann leit út um gluggann, og sá eldstungur leika um vinstri hreyfilinn. Hann var líka næstum alveg hættur að snúast. Fyrir neðan sá hann freyðandi öldur hafsins, sem færðust stöðugt nær. Og skyndilega varð honum Ijóst, að frú Wolley hafði alls ekki misskilið kristalskúluna... 37. TBL. VIKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.